Þessari umfjöllun fylgir myndskeið Þessari umfjöllun fylgir myndskeið

Dagbók samnýtt

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-07-31

Þú getur boðið hverjum sem er í samnýttu tengiliðaskránni aðgang að dagbókinni þinni. Þegar þú býður öðrum að nota dagbókina þína velur þú hversu miklum upplýsingum þú deilir.

noteAth.:
Þessar upplýsingar eiga við staðlaða útgáfu af Outlook Web App. Eiginleikinn sem er lýst er ekki í boði í léttri útgáfu af Outlook Web App.
Myndskeið: Veita aðgang að dagbók

Þetta myndskeið sýnir hvernig á að veita öðrum aðgang að dagbókinni í Outlook Web App.

noteAth.:
Þú verður að hafa Silverlight uppsett til að skoða þetta myndband. Til að fá upplýsingar um hvernig Silverlight er sett upp, sjá Sækja Silverlight.
Hvernig samnýti ég dagbókina mína?

 1. Í Outlook Web App skaltu smella á Dagbók Dagatal á yfirlitssvæðinu.
 2. Smelltu á Deila á dagbókartækjastikunni.
 3. Smelltu á Samnýta dagbókVeita aðgang að dagbók.
 4. Sláðu inn nöfn þeirra sem þú vilt deila dagbókinni með í línunni Til rétt eins og þegar þú velur viðtakendur fyrir skeyti.
 5. Undir Deila smellirðu á einn eftirfarandi hnappa til að velja hversu miklum upplýsingum þú vilt deila:
  • Laus/upptekin/n   Deilir aðeins upplýsingum um hvenær þú ert laus og upptekin/n.
  • Laus/upptekin/n ásamt upplýsingum um efni og staðsetningu   Deilir upplýsingum um hvenær þú ert laus/upptekin/n, sem og efni og staðsetningu dagbókaratriða.
  • Allar upplýsingar   Leyfir viðtakandanum að sjá upplýsingar um hvenær þú ert laus og upptekin/n, efni, staðsetningu og aðrar dagbókarupplýsingar.
 6. Ef ætlunin er að biðja sjálfkrafa um heimild til að sjá dagbókarmöppu viðtakandans velurðu Ég vil óska eftir heimild til að skoða dagbókarmöppu viðtakanda .
 7. Bættu við öðrum upplýsingum í meginmáli beiðninnar rétt eins og þú myndir gera í venjulegum skeytum.
 8. Smelltu á Senda til að senda beiðnina.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Dagbókarfærslur merktar sem einkafærslur sýna einungis upplýsingar um hvenær þú ert laus/upptekin/n, sama hvaða heimildir þú hefur gefið.
 • Svona geturðu séð dagbók sem deilt hefur verið með þér:
  1. Smelltu á Deila á dagbókartækjastikunni og smelltu svo á Bæta við dagbók.
  2. Ef dagbókin sem þú vilt opna tilheyrir einstaklingi innan fyrirtækisins þíns skaltu slá inn nafn viðkomandi og smella á Í lagi.
  3. Ef dagbókin sem þú vilt opna tilheyrir einstaklingi utan fyrirtækisins þíns skaltu slá inn vefslóðina til að bæta við dagbók af internetinu og smella á Í lagi.
 • Þú getur ekki notað Outlook Web App til að gefa einhverjum öðrum leyfi til að breyta dagbók þinni en þú getur notað Delegate Access (aðgangur fulltrúa) skipunina í Outlook til að gefa öðru fólki í fyrirtækinu leyfi til að framkvæma breytingar á dagbók þinni og svara fundarbeiðnum fyrir þína hönd. Sjá Að leyfa öðrum að meðhöndla póst þinn og dagbók til að læra hvernig á að setja upp Delegate Access með því að nota Microsoft Outlook 2010.
  Til að fá upplýsingar um hvernig skal nota Outlook 2010 til að stjórna dagbók sem er ekki í pósthólfi þínu, sjá Að meðhöndla póst annars og dagbókaratriði.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.