Framsending

 

Efni síðast breytt: 2010-08-12

Notaðu framsendingu til að framsenda pósti sem þú færð á Outlook Web App- reikninginn þinn sjálfkrafa á annan reikning.

Hvernig set ég upp framsendingu?

  1. Farðu í Valkostir > Reikningar > Tengdir reikningar.
  2. Í Framsending skaltu færa inn netfangið fyrir reikninginn sem þú vilt framsenda til.
  3. Ef þú vilt halda eftir afriti af skeytum sem send eru á reikninginn þinn skaltu velja Halda eftir afriti af framsendum skeytum í Outlook Web App.
  4. Smelltu á Vista til að vista breytingarnar og framsenda öll innsend skeyti á annan reikning.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Ef þú vilt hætta að framsenda skeyti skaltu smella á Hætta við framsendingu.
  • Ef þú heldur eftir afriti af framsendu skeyti ættirðu að skoða Outlook Web App reikninginn þinn reglulega til að ganga úr skugga um að þú farir ekki yfir plásskvótann í pósthólfinu. Ef þú ferð yfir plásskvótann í pósthólfinu getur verið að ný skeyti verði ekki framsend.
  • Ekki er gert ráð fyrir að Tengdir reikningar og Framsending séu notuð samtímis. Noaðu Tengda reikninga þegar þú vilt að tölvupóstur sem sendur er á aðra reikninga í þinni eigu sé sendur á Outlook Web App. Notaðu Framsendingu ef þú vilt að tölvupóstur sem sendur er á  Outlook Web App-reikninginn sé framsendur á aðra reikninga.
 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.