Aðgangur að reikningnum í Mac

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-02-09

Þú getur tengt Apple tölvuna eða Apple iPhone við tölvupóstreikninginn þinn.

Aðgangur með Apple tölvu

Þú getur notað vafra eða tölvupóstforrit á tölvunni þinni til að tengjast tölvupóstreikningnum þínum.

Aðgangur með vafra

Þú tengist tölvupóstreikningnum þínum í Apple tölvunni með vafra á sama hátt og þú tengist með Windows tölvu.

Hér má nálgast upplýsingar: Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Til að fá nánari upplýsingar um studda vafra, sjá Vafrar sem styðja Outlook Web App.

Aðgangur með tölvupóstforriti

Þú getur tengst sjálfvirkt við tölvupóstreikninginn þinn, eða notað IMAP eða POP.

Sjálfvirk tenging

Hægt er að nota þrjú forrit til að tengjast tölvupóstreikningnum þínum með því að slá inn netfang og aðgangsorð:

  • Outlook fyrir Mac 2011
  • Entourage 2008, vefþjónustuútgáfa
  • Mail (póstforritið sem fylgir með Mac OS 10.6 Snow Leopard)

Tenging við tölvupóstreikning með vefþjónustuútgáfu Outlook fyrir Mac 2011 eða Entourage 2008 veitir mun heildstæðari tölvupóstupplifun heldur en IMAP- eða POP-tenging. Til dæmis ef tengst er með vefþjónustuútgáfu Outlook fyrir Mac 2011 eða Entourage 2008 getur þú samstillt athugasemdir, verk, dagbókaratriði og flokka milli Outlook Web App og vefþjónustuútgáfu Outlook fyrir Mac 2011 eða Entourage 2008.

noteAth.:
Ef þú keyrir Entourage 2008 þarftu að setja upp vefþjónustuútgáfu af Entourage 2008, en það er ókeypis uppfærsla fyrir notendur Entourage 2008.

Ef þú keyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard getur þú notað póstforritið sem fylgir Snow Leopard til að tengjast reikningnum án þess að nota IMAP eða POP. Tenging reiknings við Mac Mail fyrir Mac OS 10.6 Snow Leopard þarfnast eingöngu innsláttar netfangs og aðgangsorðs, alveg eins og með vefþjónustuútgáfu Outlook fyrir Mac 2011 og Entourage 2008.

Frekari upplýsingar um hvernig á að nota þessi póstforrit til að tengjast við reikninginn þinn er hægt að nálgast með því að fylgja skrefunum í þessum umfjöllunarefnum:

Tenging með IMAP eða POP

Fjölmörg tölvupóstforrit má nota til að tengjast tölvupóstreikningnum þínum á Apple tölvunni með IMAP eða POP.

noteAth.:
Hafðu samband við þjónustuborð ef þú ert ekki viss um hvort tölvupóstreikningurinn þinn styður IMAP eða POP.

Þú getur notað forritin á listanum hér á eftir auk annarra forrita til að tengjast með IMAP eða POP.

Aðgangur með iPhone

Þú getur tengt Apple iPhone við tölvupóstreikninginn þinn á eftirfarandi hátt:

  • Exchange ActiveSync
  • Tölvupóstforrit sem styðja IMAP eða POP

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

Farsímar

Studd póstforrit og eiginleikar

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.