Tengiliðir

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-03-19

Tengiliðamappan er einkatengiliðaskráin þín og rétti staðurinn til að geyma upplýsingar um fólk og fyrirtæki sem þú ert í reglulegum samskiptum við. Notaðu Tengiliði til að geyma netföng, heimilisföng, símanúmer og aðrar upplýsingar um tengiliði. Þessar upplýsingar geta til dæmis verið vefsíður, faxnúmer eða farsímanúmer.

Þú getur flokkað tengiliði eða sett þá í hópa eftir einhverjum hluta nafns þeirra eða eftir öðrum upplýsingum. Þú getur einnig fært eða afritað tengilið í aðra möppu, eða hengt skrá eins og Word-skjal við tengilið til að hafa tengdar upplýsingar allar á sama stað.

Til að opna Tengiliði smellirðu á tengiliðurTengiliðir í Yfirlitssvæði.

noteAth.:
UNRESOLVED_TOKEN_VAL(<rte:Alert_OWAStandard>) Outlook Web App Light > Tengiliðir.
Unnið með tengiliði

Tengiliðir eru færslur sem þú býrð til í því skyni að geyma samskiptaupplýsingar um einstaklinga og hópa. Þú getur notað tengilið til að vista upplýsingar sem eru frá því að vera ekki annað en nafn og símanúmer upp í að vera eins miklar upplýsingar og þú býrð yfir um einstakling eða fyrirtæki. Þú getur einnig búið til hópa innan tengiliðamöppunnar. Hópa má nota til að senda skeyti til fjölda tengiliða úr einni færslu.

Unnið með hópa

Hópur er sérstök gerð tengiliðs sem notuð er til þess að senda skeyti til fjölda viðtakenda úr einni færslu í tengiliðamöppunni. Í hóp geta verið færslur úr tengiliðamöppunni þinni og úr samnýttri tengiliðaskrá, ef þú ert með hana. Þú getur notað hópa til að senda skeyti og fundarboð eins og ef um einstaka tengiliði væri að ræða. Hópar sem þú stofnar í tengiliðamöppunni birtast ekki í samnýttu tengiliðaskránni.

Að velja Tengiliði til að skoða

Á yfirlitssvæði tengiliða eru hnappar með valkostum sem gera þér kleift að velja þær gerðir tengiliða sem þú vilt skoða.

  • Allt   Sýnir öll atriði í Tengiliðum
  • Fólk   Sýnir eingöngu fólk í Tengiliðum
  • Hópar   Sýnir eingöngu hópa í Tengiliðum

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.