Verk

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2009-08-14

Mappan verk inniheldur verkefni.

Hvernig vinn ég með verk?

Verk gera þér kleift að rekja hvað sem er. Til dæmis geturðu búið til verk um að skrifa skýrslu og síðan bætt við áminningu, upphafsdagsetningu, lokadagsetningu og athugasemdum. Ef þú þarft að framkvæma sama verk oftar en einu sinni geturðu gert það að endurteknu verki.

Smelltu á verkVerk í Yfirlitssvæði til að opna verkin þín.

Hvernig vel ég þau verk sem birtast?

Þú getur notað yfirlitssvæðið í Verk til að velja þær gerðir verka sem þú vilt skoða. Þú getur einnig valið að skoða öll Flögguð atriði og verk eða aðeins Verk.

Ef þú býrð til fleiri verkmöppur birtast þær einnig í Flögguð atriði og verk og Verk.

Ef þú velur Flögguð verk og atriði birtast öll atriði sem þú hefur flaggað (tölvupóstskeyti, tengiliðir og verk) í lista yfir atriði. Aðgerðir sem eru í boði fyrir hvert atriði fara eftir gerð þess. Til dæmis geturðu svarað eða framsent flögguðu skeyti sem þú velur með því að nota tækjastikuna. Ef þú velur flaggaða fundarbeiðni sem þú hefur móttekið geturðu samþykkt hana, samþykkt hana með fyrirvara eða hafnað henni með tækjastikunni.

Þegar Verk er valið birtast aðeins verk.

Auk þess að tilgreina hvernig verk þú vilt að birtist geturðu tilgreint hvaða verk birtast samkvæmt stöðu þeirra með því að nota valkostina í hlutanum Sýna undir Verk. Hægt er að velja úr eftirfarandi valkostum:

  • Allt: Sýna öll atriði.

  • Virk: Sýna aðeins ókláruð atriði.

  • Fram yfir: Sýna aðeins atriði sem eru komin fram yfir skiladag.

  • Lokið: Sýna aðeins atriði sem eru merkt Lokið.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

  • Verkefni eru geymd í möppunni Verk. Verkenfi geta verið verk, tölvupóstskeyti eða tengiliðir sem þú hefur flaggað til að fylgja eftir. Að sjálfgefnu eru öll verk flögguð til eftirfylgni þegar þau eru búin til, jafnvel þótt þau hafi ekki upphafsdagsetningu eða skiladag. Þegar þú býrð til verk eða flaggar skeyti eða tengilið er verkefni búið til sjálfkrafa. Verk geta átt sér eitt tilvik eða verið endurtekin. Hægt er að uppfæra verk til að sýna stöðu þeirra með reitnum % lokið.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.