Hliðsjónarefni um valkosti

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-04-12

Þú getur sérsniðið Outlook Web App með því að breyta útliti eða eiginleikum líkt og tungumálastillingum og valkostum skeyta eða dagbókar. Sumir reikningar hafa ekki aðgang að öllum valkostunum sem koma hér fram.

Hvernig vista ég breytingar?

Eftir að þú hefur breytt stillingum í Valkostum smellirðu á Vista á tækjastikunni til að virkja breytingarnar. Þú gætir þurft að útskrá þig og innskrá þig á ný til að sjá breytingarnar.

Reikningur

 

Hluti Lýsing

Upplýsingar um reikning

Notaðu Reikningsupplýsingar til að halda utan um persónulegar upplýsingar.

Skipuleggja tölvupóst

 

Flipi Lýsing

Flipinn Innhólfsreglur

Þú getur notað innhólfsreglur til að flokka skeyti sjálfkrafa þegar þau berast.

Flipinn Sjálfvirk svörun

Notaðu sjálfvirka svörun til að láta fólk vita þegar þú ert í burtu og svarar ekki tölvupósti.

Nota flipann Afhendingarupplýsingar til að fá afhendingarupplýsingar um skeyti

Afhendingarskýrslur geta upplýst þig um hvort skeyti sem þú sendir hafi verið móttekin og hvenær.

Flipinn Varðveislustefnur

Skoða og stjórna varðveislureglum fyrir pósthólfið þitt.

Hópar

 

Flipi Lýsing

Almenningshópar sem ég er aðili að

Hópar (almennir)

Gakktu í eða yfirgefðu almenningshóp sem er skráður í samnýttu tengiliðaskránni þinni eða lærðu meira um hóp sem þú tilheyrir.

Almenningshópar sem ég á

Hópar (almennir)

Búðu til nýjan almenningshóp sem þú vilt samnýta með öðrum. Ef þú ert þegar eigandi hóps geturðu breytt honum, sett upp aðild og inngönguskilmála eða eytt hópnum.

Stillingar

 

Flipi Lýsing

Flipinn Tölvupóstur

Notaðu flipann Póstur til þess að stilla tölvupóstvalkosti eins og undirskrift, tilkynningar um ný skeyti og valkosti á lessvæðinu.

Flipinn Stafsetning

Notaðu flipann Stafsetning til þess að stilla valkosti til að yfirfara stafsetningu.

Flipinn Dagbók

Notaðu flipann Dagbók til að stjórna stillingum þínum fyrir vinnuviku, vinnustundir, áminningar og aðra valkosti tengda dagbók.

Flipinn Almennt

Flipinn Almennt gerir þér kleift að breyta útliti Outlook Web App og velja hvaða netfangalisti er notaður fyrst til að finna nöfn í skeytum sem þú sendir.

Flipinn Landsvæði

Notaðu flipann Landsvæði til að velja sjálfgefin gildi fyrir tungumál, dagsetningar- og tímasnið og tímabelti.

Flipinn Aðgangsorð

Í flipanum Aðgangsorð geturðu breytt aðgangsorðinu þínu.

Flipinn S/MIME

Notaðu S/MIME til að auka öryggi skeyta.

Sími

 

Flipi Lýsing

Talhólfsstillingar: Outlook Web App (BPOS)

Notaðu flipann Talhólf til að stilla talhólfið þitt eða breyta stillingum talhólfsins í Outlook Web App.

Flipinn Farsímar

Notaðu flipann Farsímar til að skoða upplýsingar um farsímann eða farsímana sem tengjast reikningnum þínum.

Flipinn Textaskilaboð

Notaðu flipann Textaskilaboð til að stilla farsímann þinn þannig að hann sendi og taki við textaskilaboðum í gegnum Outlook Web App.

Loka á eða heimila

 

Flipi Lýsing

Ruslpóstsstillingar

Notaðu flipann Loka á eða heimila til að stjórna lista yfir örugga sendendur, örugga viðtakendur og útilokaða sendendur.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.