Keyra skýrslu um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Skýrsla um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi, í stjórnborði Exchange, birtir pósthólf sem aðrir en eigandi hafa opnað. Þegar annar en eigandi pósthólfs opnar pósthólf, skráir Exchange Online upplýsingar um aðgerðina í endurskoðunarannál pósthólfs, sem er geymdur sem tölvupóstskeyti í falinni möppu í pósthólfinu. Færslur úr þessari skrá birtast sem leitarniðurstöður og innihalda lista yfir pósthólf sem aðrir en eigandi hafa opnað, hver opnaði það og hvenær, hvaða aðgerðir voru framkvæmdar og hvort aðgerðin tókst. Færslur í endurskoðunarannál pósthólfs eru sjálfgefið geymdar í 90 daga.

Efnisatriðið útskýrir eftirfarandi:

Hvað er mikilvægt að vita um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi?

 • Í skýjapóstskipunum þarf að vera öruggt að starfsfólk í gagnamiðstöð Microsoft hafi ekki aðgang að pósthólfum.

 • Fylgja þarf eftir reglum um samræmi og persónuvernd með því að fylgjast með aðgerðum sem aðrir framkvæma fyrir pósthólfsgögn.

 • Þú þarft að vera reiðubúin/n til að leggja fram upplýsingar sem tengjast dómsmálum, til dæmis sýna ástand pósthólfsgagna á tilteknum tímapunkti, hver sendi tölvupóst úr pósthólfi og hvort tiltekinn einstaklingur hafi skoðað pósthólfsgögn.

 • Þú þarft að geta greint óheimilan aðgang notenda innan og utan póstskipanarinnar að pósthólfsgögnum.

Áður en skýrsla um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi er keyrð

Þú þarft að gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir hvert pósthólf sem á að keyra skýrslu fyrir. Ef skráning í endurskoðunarannál er ekki virk birtast engar niðurstöður í skýrslunni.

Til að gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir eitt pósthólf skaltu keyra eftirfarandi Windows PowerShell smáskipun:

Set-Mailbox <Identity> -AuditEnabled $true

Til dæmis skaltu keyra eftirfarandi skipun til að virkja skráningu fyrir notandann Florence Flipo:

Set-Mailbox "Florence Flipo" -AuditEnabled $true

Til gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir öll pósthólf innan póstskipanar þinnar skaltu keyra eftirfarandi skipanir:

$UserMailboxes = Get-mailbox -Filter {(RecipientTypeDetails -eq 'UserMailbox')}
$UserMailboxes | ForEach {Set-Mailbox $_.Identity -AuditEnabled $true}
Hverjir eru það sem fá aðgang án þess að vera eigendur?

Þegar skráning í endurskoðunarannál er gerð virk fyrir pósthólf skráir Microsoft Exchange tilteknar aðgerðir annarra en eigenda, þar á meðal stjórnenda og notenda (sem kallast notendur með úthlutuðum aðgangi) sem hafa fengið aðgangsheimildir að pósthólfi. Einnig er hægt að þrengja leitarniðurstöðurnar til að þær taki til notenda sem eru utan póstskipanarinnar.

Hvað er skráð í endurskoðunarannál pósthólfs?

Þegar skýrsla um aðgang annarra en eigenda er keyrð birtast færslur úr endurskoðunarannál pósthólfs í leitarniðurstöðum í stjórnborði Exchange. Hver færsla inniheldur eftirfarandi upplýsingar:

 • Hver opnaði pósthólfið og hvenær

 • Hvaða aðgerðir sá sem opnaði pósthólfið (annar en eigandi) notaði

 • Skeyti sem varð fyrir áhrifum og möppustaðsetning þess

 • Hvort aðgerðin tókst

Eftirfarandi tafla lýsir gerð þeirrar aðgerðar sem er skráð og hvort aðgerð er sjálfgefið skráð fyrir aðgang stjórnanda og aðgang notanda með úthlutuðum aðgangi. Ef rekja á aðgerðir sem eru ekki sjálfgefið skráðar þarf að nota Windows PowerShell til að gera skráningu þeirra virkar.

 

Aðgerð Lýsing Stjórnendur Notendur með úthlutuðum aðgangi

Uppfæra

Skeyti var breytt.

Afrita

Skeyti var afritað í aðra möppu.

Nei

Nei

Færa

Skeyti var fært í aðra möppu.

Nei

Færa í Eydd atriði

Skeyti var fært í möppuna Eydd atriði.

Nei

Flytja í ruslakörfu

Skeyti var eytt úr möppunni Eydd atriði.

Eyða varanlega

Skeyti er eytt úr möppunni Endurheimtanleg atriði. Frekari upplýsingar er að finna í Endurheimta eydd atriði.

FolderBind

Pósthólfsmappa var opnuð.

Nei

Senda sem

Skeyti var sent með SendAs-heimild. Þetta þýðir að annar notandi sendi skeyti eins og að það hafi komið frá eiganda pósthólfsins.

Senda fyrir hönd

Skeyti er sent með SendOnBehalf-heimild. Þetta þýðir að annar notandi sendi skeyti fyrir hönd eiganda pósthólfsins. Skeytið sýnir viðtakanda fyrir hönd hvers skeytið var sent og hver sendi skeytið í raun.

Nei

MessageBind

Skeyti er skoðað á forskoðunarsvæði eða opnað.

Nei

Nei

Keyra skýrslu um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi

 1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Hlutverk & Endurskoðun > Endurskoðun.

 2. Smelltu á Keyra skýrslu um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi.

  Microsoft Exchange keyrir skýrsluna fyrir aðgang annarra en eiganda að pósthólfum innan póstskipanarinnar síðustu tvær vikur. Pósthólf sem eru tilgreind í leitarniðurstöðum hafa verið gerð virk fyrir skráningu í endurskoðunarannál.

 3. Til að skoða aðgang annarra en eigenda að tilteknu pósthólfi skaltu velja pósthólfið undir Leitarniðurstöður. Leitarniðurstöðurnar eru á upplýsingasvæðinu.

Viltu þrengja leitarniðurstöðurnar?

Veldu upphagsdag, lokadag eða bæði og veldu þau pósthólf sem þú vilt leita í. Smelltu á Leita til að keyra skýrsluna aftur.

Ath. Notandi þarf að fá úthlutaðar nauðsynlegar heimildir til að geta fengið aðgang að og keyrt skýrslur í flipanum Endurskoðunarskýrslur í stjórnborði Exchange. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum „Gefa notendum aðgang að endurskoðunarskýrslum“ í Nota endurskoðunarskýrslur í Exchange Online.

Leita að gerðum aðgangs annarra en eiganda

Hægt er að velja um gerð aðgangs annarra en eiganda (innskráningargerð) sem á að leita að. Þú hefur þessa valkosti:

 • Allir aðrir en eigendur   Leita að aðgangi stjórnenda og notenda með úthlutuðum aðgangi í póstskipaninni og aðgangi stjórnenda Microsoft gagnamiðstöðvar.

 • Ytri notendur   Leita aðeins að aðgangi stjórnenda Microsoft gagnamiðstöðvarinnar.

 • Stjórnendur og notendur með úthlutuðum aðgangi   Leita að aðgangi stjórnenda og notenda með úthlutuðum aðgangi í póstskipaninni.

 • Stjórnendur   Leita að aðgangi stjórnenda innan póstskipanarinnar.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.