Skipta yfir í klassískt útlit
Outlook Web App > Valkostir > Skipuleggja tölvupóst > Flipinn Innhólfsreglur >

Nota reglur til að framsenda skeyti sjálfvirkt á annan reikning

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-07-31

Þú getur notað innhólfsreglur til að framsenda eða framvísa skeyti sjálfkrafa úr pósthólfinu þínu á annan reikning. Meðfylgjandi myndskeið sýnir hvernig hægt er að búa til reglu til að framsenda skeyti sjálfkrafa.

noteAth.:
Þessar upplýsingar eiga við staðlaða útgáfu af Outlook Web App. Eiginleikinn sem er lýst er ekki í boði í Outlook Web App Light.
Myndskeið: Framsenda öll skeyti til annars reiknings

Þetta myndskeið sýnir hvernig þú getur sjálfkrafa framsent öll skeyti á innleið á annan tölvupóstreikning.

4873755a-8b1e-497e-bc54-101d1e75d3e7
noteAth.:
Þú verður að hafa Silverlight uppsett til að skoða þetta myndband. Til að fá upplýsingar um hvernig Silverlight er sett upp, sjá Sækja Silverlight.
Hvernig framvísa ég sjálfkrafa öllum skeytum á annan reikning?

 1. Að lokinni innskráningu í Outlook Web App er smellt á Valkostir > Búa til innhólfsreglu.

 2. Á flipanum Innhólfsreglur smellir þú á .

 3. Fyrir neðan Þegar skeyti berst, velurðu Nota fyrir öll skeyti.

 4. Fyrir neðan Gerðu eftirfarandi velurðu Framvísa skeyti til.

 5. Veldu netfangið sem þú vilt senda póstinn þinn með því að tvísmella á það í netfangaskránni. Ef netfangið sem þú vilt framvísa á birtist ekki geturðu fært netfangið inn í reitnum Til .

 6. Smelltu á Í lagi til að vista breytingarnar og fara aftur í gluggann fyrir nýjar reglur.

 7. Smelltu á Vista til að vista regluna og fara aftur á flipann Innhólfsreglur .

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Skeyti sem hefur verið framvísað birtist eins og það komi frá upphaflegum sendanda. Þegar þú svarar skeyti sem hefur verið framvísað verður svarið sent til upphaflegs sendanda.

 • Framsend skeyti birtast eins og þau séu framsend frá þér. Þegar þú svarar framsendu skeyti verður það sent á það netfang þar sem skeytið var áframsent en ekki til upphaflegs sendanda.

 • Afrit af skeytunum sem þú framvísar eða framsendir eru áfram í pósthólfinu. Ef þú bætir við aðgerð til að eyða skeytinu fer skeytið í möppuna Eydd atriði og verður áfram talið með gagnvart stærðarmörkum pósthólfsins. Ef þú ferð yfir stærðartakmarkanir pósthólfs, verður þú hugsanlega útilokuð/útilokaður frá því að senda eða taka á móti nýjum skeytum og reglur um framsendingu virka hugsanlega ekki fyrr en þú hefur eytt það mörgum skeytum að þú farir undir stærðartakmarkanir pósthólfs.

 • Þegar þú stofnar framsendingarreglu geturðu bætt við fleiri en einu tölvupóstfangi til að framsenda á. Fjöldi tölvupóstfanga sem þú getur framsent á kann að vera takmarkaður, eftir stillingunum á reikningnum þínum. Ef þú bætir við fleiri tölvupóstföngum en leyfileg eru mun framsendingarreglan þín ekki virka. Ef þú býrð til framsendingarreglu með fleiri en einu tölvupóstfangi skaltu prófa hana til að ganga úr skugga um að hún virki.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?