Flytja út endurskoðunarannála pósthólfs

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Þegar pósthólfsendurskoðun er gerð virk fyrir pósthólf, skráir Microsoft Exchange upplýsingar í endurskoðunarannál pósthólfs í hvert skipti sem notandi annar en eigandinn fer í pósthólfið. Hver færsla inniheldur upplýsingar um alla sem hafa farið í pósthólfið og hvenær, aðgerðir sem aðrir en eigandi framkvæmdi, og hvort aðgerðin tókst. Færslur í endurskoðunarannál pósthólfs eru sjálfgefið geymdar í 90 daga. Hægt er að nota endurskoðunarannáll pósthólfs til að ákvarða hvort að notandi annar en eigandi hefur opnað pósthólfið.

Þegar færslur úr endurskoðunarannál pósthólfs eru fluttar út, vistar Microsoft Exchange þær í XML-skrá og hengir þær við tölvupóstskeyti sem sent er til tilgreindra viðtakenda.

Efnisatriðið útskýrir eftirfarandi:

Grunnstilla endurskoðunarannál pósthólfs

Þú þarft að gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir hvert pósthólf sem á að keyra skýrslu fyrir. Þú verður einnig að grunnstilla Outlook Web App til að það leyfi XML-viðhengi.

Gera endurskoðunarskráningu pósthólfs virka

Þú þarft að gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir hvert pósthólf sem á að keyra skýrslu fyrir. Ef skráning í endurskoðunarannál pósthólfs er ekki virk fyrir pósthólf birtast engar niðurstöður þegar þú flytur út endurskoðunarannál pósthólfsins.

Til að gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir eitt pósthólf skaltu keyra eftirfarandi PowerShell smáskipun:

Set-Mailbox <Identity> -AuditEnabled $true

Til gera skráningu í endurskoðunarannál virka fyrir öll pósthólf innan póstskipanar þinnar skaltu keyra eftirfarandi skipanir:

$UserMailboxes = Get-mailbox -Filter {(RecipientTypeDetails -eq 'UserMailbox')}
$UserMailboxes | ForEach {Set-Mailbox $_.Identity -AuditEnabled $true}
Grunnstilla Outlook Web App til að það leyfi XML-viðhengi

Þegar endurskoðunarannáll stjórnanda eða pósthólfs er fluttur út hengir Microsoft Exchange endurskoðunarannálinn (í XML-skrá) við tölvupóstskeyti. Hins vegar lokar Outlook Web App sjálfgefið fyrir XML-skeyti. Þú þarft að grunnstilla Outlook Web App til að það leyfi XML-viðhengi til að þú getir opnað endurskoðunarannálinn sem var fluttur út.

Keyrðu eftirfarandi skipun til að leyfa XML-viðhengi í Outlook Web App:

Set-OwaMailboxPolicy -Identity OwaMailboxPolicy-Default -AllowedFileTypes '.rpmsg','.xlsx','.xlsm','.xlsb','.tiff','.pptx','.pptm','.ppsx','.ppsm','.docx','.docm','.zip','.xls','.wmv','.wma','.wav','.vsd','.txt','.tif','.rtf','.pub','.ppt','.png','.pdf','.one','.mp3','.jpg','.gif','.doc','.bmp','.avi','.xml'
Flytja út endurskoðunarannál pósthólfs

 1. Veldu Stjórna póstskipan minni > Hlutverk og endurskoðun > Endurskoðun.

 2. Smelltu á Flytja út endurskoðunarannál pósthólfs.

 3. Grunnstilltu eftirfarandi leitarskilyrði til að flytja færslur út úr endurskoðunarannál stjórnanda:

  • Upphafs- og lokadagsetningar   Veldu tímabilið fyrir færslurnar sem verða hafðar með í skránni sem á að flytja út.

  • Pósthólf sem á að leita að endurskoðunarannál í   Veldu pósthólfin sem á að sækja endurskoðunarannál fyrir.

  • Gerð aðgangs annarra en eiganda   Veldu einn eftirfarandi valkosta til að skilgreina gerð aðgangs annarra en eiganda sem á að sækja færslur fyrir:

   • Allir aðrir en eigendur   Leita að aðgangi stjórnenda og notenda með úthlutuðum aðgangi í póstskipaninni og aðgangi stjórnenda Microsoft gagnamiðstöðvar.

   • Ytri notendur   Leita aðeins að aðgangi stjórnenda Microsoft gagnamiðstöðvarinnar.

   • Stjórnendur og notendur með úthlutuðum aðgangi   Leita að aðgangi stjórnenda og notenda með úthlutuðum aðgangi í póstskipaninni.

   • Stjórnendur   Leita að aðgangi stjórnenda innan póstskipanarinnar.

  • Viðtakendur   Velja notendur sem á að senda endurskoðunarannál pósthólfs til.

 4. Smelltu á Flytja út.

  Microsoft Exchange sækir færslur í endurskoðunarannál pósthólfs sem passa við leitarskilyrðin, vistar þær í skrá sem ber heitið SearchResult.xml, og hengir XML-skrána við tölvupóstskeyti sem sent er til tilgreindra viðtakenda.

 5. Smelltu á Flytja út.

  Microsoft Exchange sækir færslur í endurskoðunarannál stjórnanda sem passa við leitarskilyrðin, vistar þær í skrá sem ber heitið SearchResult.xml, og hengir XML-skrána við tölvupóstskeyti sem sent er til tilgreindra viðtakenda.

Ath. Notandi þarf að fá úthlutaðar nauðsynlegar heimildir til að geta fengið aðgang að og keyrt skýrslur í flipanum Endurskoðunarskýrslur í stjórnborði Exchange. Frekari upplýsingar er að finna í hlutanum „Gefa notendum aðgang að endurskoðunarskýrslum“ í Nota endurskoðunarskýrslur í Exchange Online.

Skoða endurskoðunarannál pósthólfs

Til að opna eða vista SearchResult.xml skrána:

 1. Skráðu þig inn í pósthólfið þar sem endurskoðunarannáll pósthólfs barst.

 2. Opnaðu skeytið í innhólfinu sem hefur XML-viðhengið sent frá Microsoft Exchange. Athugaðu að meginmál skeytisins inniheldur leitarskilyrðin.

 3. Smelltu á viðhengið og veldu hvort þú viljir opna eða vista XML-skrána.

Færslur í endurskoðunarannál pósthólfs

Eftirfarandi dæmi sýnir færslu úr endurskoðunarannál pósthólfs sem kemur fram í SearchResult.xml-skránni. Hver færsla hefst með XML-merkinu <Event> og lýkur með XML-merkinu </Event>. Þessi færsla sýnir að stjórnandi eyddi skeytinu með efninu, "Notification of litigation hold" úr möppunni Endurheimtanleg atriði í pósthólfi tamaraj þann 30. apríl 2010.

<Event MailboxGuid="6d4fbdae-e3ae-4530-8d0b-f62a14687939" 
 Owner="PPLNSL-dom\tamaraj50001-1363917750" 
 LastAccessed="2010-04-30T11:01:55.140625-07:00" 
 Operation="HardDelete" 
 OperationResult="Succeeded" 
 LogonType="Admin"
 FolderId="0000000073098C3277988F4CB882F5B82EBF64610100A7C317F68C24304BBD18ABE1F185E79B00000026BD4F0000"
 FolderPathName="\Recoverable Items\Deletions"
 ClientInfoString="Client=OWA;Action=ViaProxy" 
 ClientIPAddress="10.196.241.168" 
 InternalLogonType="Owner"
 MailboxOwnerUPN=tamaraj@contoso.com
 MailboxOwnerSid="S-1-5-21-290112810-296651436-1966561949-1151" 
 CrossMailboxOperation="false" 
 LogonUserDN="Administrator"
 LogonUserSid="S-1-5-21-290112810-296651436-1966561949-1149">
 <SourceItems>
  <ItemId="0000000073098C3277988F4CB882F5B82EBF64610700A7C317F68C24304BBD18ABE1F185E79B00000026BD4F0000A7C317F68C24304BBD18ABE1F185E79B00000026BD540"
  Subject="Notification of litigation hold"
  FolderPathName="\Recoverable Items\Deletions" /> 
 </SourceItems>
</Event>
Gagnlegir reitir í endurskoðunarannál pósthólfs

Hafðu auga með þessum reitum. Þeir geta hjálpað þér að greina tilteknar upplýsingar um hvert tilvik þar sem einhver annar en eigandi fékk aðgang að pósthólfi.

 

Reitur Lýsing

Owner

Eigandi pósthólfs sem var opnað af öðrum en eiganda.

LastAccessed

Dagsetning og tími þegar pósthólfið var opnað.

Operation

Aðgerðin var framkvæmd af öðrum en eiganda. Frekari upplýsingar má finna í hlutanum „Hvað er skráð í endurskoðunarannál pósthólfs?“ Keyra skýrslu um aðgang annarra en eiganda að pósthólfi

OperationResult

Hvort að aðgerðin framkvæmd af öðrum en eiganda tókst eða mistókst.

LogonType

Gerð aðgangs annarra en eiganda. Þetta getur verið stjórnandi, fulltrúi eða ytri.

FolderPathName

Heiti möppunnar sem innihélt skeytið sem var breytt af einstaklingnum öðrum en eiganda.

ClientInfoString

Upplýsingar um póstbiðlara notaður af einstaklingnum öðrum en eiganda til að fá aðgang að pósthólfinu.

ClientIPAddress

IP-tala tölvunnar notuð af einstaklingnum öðrum en eiganda til að fá aðgang að pósthólfinu.

InternalLogonType

Innskráningargerð reikningsins notuð að einstaklingnum öðrum en eiganda til að fá aðgang að þessu pósthólfi.

MailboxOwnerUPN

Netfang pósthólfseigandans.

LogonUserDN

Nafn til birtingar hjá einstaklingnum öðrum en eiganda.

Subject

Efnislína tölvupóstskeytisins sem var breytt af einstaklingi öðrum en eiganda.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.