Frekari upplýsingar um tölvupóst í farsíma

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-03-29

Þú getur notað fartæki til að fá aðgang að upplýsingum í reikningnum þínum. Ef þú setur upp Exchange ActiveSync-reikning á tækinu þínu kunna þessar upplýsingar að fela í sér tölvupóstskilaboð, talhólfsskilaboð og einnig gögn dagbókar, tengiliða og verkefna. Ef þú setur upp POP3 eða IMAP4 reikning getur þú aðeins sent og tekið á móti tölvupósti

Nákvæmar upplýsingar um uppsetningu farsímans eða annars fartækis eru í Uppsetningarleiðsögn fyrir farsíma og Farsímaaðgerðir.

importantMikilvægt:
Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum farsíma mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn með Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu síðan að tengjast með farsímanum þínum. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.
Tengingar Exchange ActiveSync, POP3 og IMAP4

Til að geta notað farsímann til að fá aðgang að tölvupósti þarftu að setja upp Exchange ActiveSync, POP3, eða IMAP4 tengingu milli farsímans og reikningsins.

noteAth.:
Ef þú ert ekki viss hvort farsíminn þinn styðji Exchange ActiveSync, POP3 eða IMAP4 skaltu athuga fylgigögnin með farsímanum eða hafa samband við farsímaþjónustuna.

Exchange ActiveSync

Exchange ActiveSync er hannað til að samstillta tölvupóst, dagbók, tengiliða- og verkupplýsingar, til viðbótar við talhólfsskilaboð. Ef þú setur upp Exchange ActiveSync tengingu verður farsíminn uppfærður með upplýsingum úr pósthólfi í gegnum ferli sem nefnist samstilling.

POP3 eða IMAP4

Með POP3- og IMAP4-reikningum er hægt að senda og taka á móti tölvupósti. Ef þú setur upp POP3- eða IMAP4-tengingu mun síminn senda og taka á móti tölvupósti samkvæmt áætlun sem þú velur. Ef þú getur valið á milli POP3 og IMAP4 ráðleggjum við þér að velja IMAP4 af því að það styður fleiri eiginleika.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.