Skoða stærðir pósthólfs og kvóta pósthólfs með því að nota Windows PowerShell

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-12-12

 

Pósthólfskvótar hjálpa til við að stjórna stærðum pósthólfa. Pósthólfskvótar eru sjálfkrafa stilltir af pósthólfsáætluninni sem úthlutað er á pósthólfið. Eftirfarandi kvótar pósthólfa eru notaðir:

 • Kvótinn Gefa út viðvörun   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tilgreind mörk fær notandinn viðvörunarskilaboð.

 • Kvótinn Banna sendingu   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tiltekin mörk er ekki hægt að senda ný skeyti úr pósthólfinu og notandinn fær viðvörunarskilaboð.

 • Kvótinn Banna sendingu og móttöku   Ef stærð pósthólfsins nær eða fer yfir tiltekin mörk er ekki hægt að senda póst úr því eða taka við pósti. Skeyti sem send eru í pósthólfið eru endursend til sendanda með villuboðum.

  Ath.   Kvótinn Banna sendingu og móttöku ákvarðar hámarksstærð pósthólfsins.

Í Live@edu póstskipan er ekki hægt að breyta pósthólfskvótum í pósthólfsáætlunum eða í einstökum pósthólfum, en það er hinsvegar hægt í Microsoft Office 365. Frekari upplýsingar er að finna í Stilla kvóta pósthólfs í Office 365 með því að nota Windows PowerShell.

Jafnvel í fyrirtækjum þar sem ekki er hægt að breyta pósthólfskvótum er samt hægt að fylgjast með stærðum pósthólfa og kvótstöðu notenda í skýjapóstskipaninni. Viltu til dæmis vita hvaða pósthólf eru komin upp í kvóta sem bannar sendingu og mótttöku? Eða skoða pósthólfsstærð og kvótastöðu fyrir tiltekið pósthólf? Ekkert mál!

Þetta er hægt að gera með smáskipuninni Get-MailboxStatistics í Windows PowerShell:

Áður en þú byrjar

 • Upplýsingar um hvernig á að setja upp og grunnstilla Windows PowerShell og tengjast þjónustunni má sjá í Notaðu Windows PowerShell í Exchange Online.

 • Þegar smáskipunin Get-MailboxStatistics er notuð skal hafa eftirfarandi í huga:

  • Tilteknar gerðir pósthólfa, til dæmis leitarpósthólf, búnaðarpósthólf, samnýtt pósthólf og safnpósthólf, gætu birt viðvaranir og engin gildi ef engin hefur nokkurn tímann skráð sig inn í pósthólfið. Þessar viðvaranir eru aðeins til birtingar. Þegar niðurstöðurnar eru skráðar í skrá eru gildin skráð og viðvaranirnar ekki hafðar með.

  • Ef stærðargildið er námundað að næsta megabæti og niðurstöðurnar eru takmarkaðar við tvo aukastafi munu mjög lítil gildi sem mæld eru í bætum eða kílóbætum sennilega birtast sem núll. Til dæmis eru 4 kílóbæti 0,0039 megabæti, sem verða núll þegar námundað er að tveimur aukastöfum (4/1024).

 • Pósthólfsstærðin og pósthólfskvótarnir eru sýnileg í hlutanum Notkun pósthólfs í eiginleikum pósthólfs í Exchange-stjórnborðinu.

 • Notendur geta skoðað núverandi stærð og kvótastöðu eigin pósthólfs með einni af eftirfarandi aðferðum:

  • Outlook 2010   Í hlutanum Hreinsun pósthólfs í Skrá > Upplýsingar. Fyrir frekari upplýsingar um stærð pósthólfs skal smella á Hreinsunartæki > Hreinsun pósthólfs > Skoða stærð pósthólfs.

  • Outlook Web App   Í yfirlitinu Póstur skaltu hafa bendilinn yfir nafninu þínu efst á möppulistanum. Athugaðu að þetta virkar ekki í léttútgáfu Outlook Web App.

Skoða stærð og kvótastöðu tiltekins pósthólfs

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Get-MailboxStatistics <Identity> | Format-List StorageLimitStatus,TotalItemSize,TotalDeletedItemSize,ItemCount,DeletedItemCount

Til dæmis, ef skoða á núverandi stærð og kvótastöðu pósthólfsins sem tilheyrir notandanum Tamara Johnson, skal keyra eftirfarandi skipun:

Get-MailboxStatistics "Tamara Johnston" | Format-List StorageLimitStatus,TotalItemSize,TotalDeletedItemSize,ItemCount,DeletedItemCount

Efst á síðu

Skoða stærð og kvótastöður allra pósthólfa

Eftirfarandi skipun sækir eftirfarandi upplýsingar fyrir öll pósthólf:

 • Birtingarheiti pósthólfsins

 • Kvótastöðu pósthólfsins

 • Stærð pósthólfsins í megabætum (MB) námundaða upp í tvo aukastafi

 • Stærð möppunnar Endurheimtanleg atriði í megabætum (MB) námundaða upp í tvo aukastafi

 • Fjöldi atriða í pósthólfinu

 • Fjöldi atriða í möppunni Endurheimtanleg atriði

Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir stærð pósthólfs frá stærsta til minnsta, og þær eru fluttar út í CSV-skrá með heitið "C:\My Documents\All Mailboxes.csv".

Get-Mailbox -ResultSize Unlimited | Get-MailboxStatistics | Select DisplayName,StorageLimitStatus,@{name="TotalItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},@{name="TotalDeletedItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalDeletedItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},ItemCount,DeletedItemCount | Sort "TotalItemSize (MB)" -Descending | Export-CSV "C:\My Documents\All Mailboxes.csv" -NoTypeInformation

Efst á síðu

Skoða aðeins pósthólf sem hafa farið fram yfir pósthólfskvóta sinn

Til að skoða aðeins stærð og kvótastöðu þeirra pósthólfa sem eru stærri en uppsett pósthólfskvótagildi þeirra, og flytja niðurstöðurnar út í CSV-skrá með heitið "C:\My Documents\Exceeded Quotas.csv", skal keyra eftirfarandi skipun:

Get-Mailbox -ResultSize Unlimited | Get-MailboxStatistics | where {$_.StorageLimitStatus -notlike "BelowLimit*"} | Select DisplayName,StorageLimitStatus,@{name="TotalItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},@{name="TotalDeletedItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalDeletedItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},ItemCount,DeletedItemCount | Sort "TotalItemSize (MB)" -Descending | Export-CSV "C:\My Documents\Exceeded Quotas.csv" -NoTypeInformation

Efst á síðu

Skoða allan kvóta sem úthlutað er á pósthólf

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Get-Mailbox <Identity> | Format-List *Quota

Til dæmis, til að skoða pósthólfskvótann sem úthlutað er á pósthólf notandans Tamara Johnson, skal keyra eftirfarandi skipun:

Get-Mailbox "Tamara Johnston" | Format-List *Quota

Athugið   Eins og áður var útskýrt eru öll eftirfarandi gildi fyrir pósthólfskvóta stillt af pósthólfsáætluninni sem er úthlutað á pósthólfið. Til að skoða kvótagildi pósthólfsins eftir pósthólfsáætlun keyrir þú skipunina: Get-MailboxPlan | Format-List DisplayName,*Quota.

Efst á síðu

Safnpósthólf

Ath.   Safnpósthólf eru ekki í boði fyrir Live@edu-póstskipanir.

Í Microsoft Office 365 póstskipunum er einnig hægt að skoða stærð og kvótastöðu safnpósthólfa. Stærð safnpósthólfs er ekki talin með í stærð pósthólfs notanda. Safnpósthólfið hefur sinn eiginn aðgreinda og óstillanlega kvóta sem pósthólfsáætlunin sem úthlutað er á pósthólf notandans stýrir. Þetta eru kvótarnir ArchiveQuota og ArchiveWarningQuota.

Efst á síðu

Skoða stærð og kvótastöðu safnpósthólfs

Keyrðu eftirfarandi skipun:

Get-MailboxStatistics <Identity> -Archive | Format-List DisplayName,StorageLimitStatus,TotalItemSize,TotalDeletedItemSize,ItemCount,DeletedItemCount

Til dæmis, ef skoða á núverandi stærð og kvótastöðu safnpósthólfsins sem tilheyrir notandanum Kim Akers, skal keyra eftirfarandi skipun:

Get-MailboxStatistics "Kim Akers" -Archive | Format-List DisplayName,StorageLimitStatus,TotalItemSize,TotalDeletedItemSize,ItemCount,DeletedItemCount

Ath.   Gildi <Identity> er auðkenni pósthólfs notandans, ekki auðkenni safnpósthólfsins.

Efst á síðu

Skoða stærð og kvótastöður allra safnpósthólfa

Eftirfarandi skipun sækir eftirfarandi upplýsingar fyrir öll safnpósthólf:

 • Birtingarheiti safnpósthólfsins

 • Kvótastöðu safnpósthólfsins

 • Stærð safnpósthólfsins í megabætum (MB) námundaða upp í tvo aukastafi

Stærð möppunnar Endurheimtanleg atriði í megabætum (MB) námundaða upp í tvo aukastafi. Niðurstöðurnar eru flokkaðar eftir stærð pósthólfs frá stærsta til minnsta, og þær eru fluttar út í CSV-skrá með heitið "C:\My Documents\All Archive Mailboxes.csv".

Get-Mailbox -Archive -ResultSize Unlimited | Get-MailboxStatistics -Archive | Select DisplayName,StorageLimitStatus,@{name="TotalItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},@{name="TotalDeletedItemSize (MB)";expression={[math]::Round((($_.TotalDeletedItemSize.Value.ToString()).Split("(")[1].Split(" ")[0].Replace(",","")/1MB),2)}},ItemCount,DeletedItemCount | Sort "TotalItemSize (MB)" -Descending | Export-Csv "C:\My Documents\All Archive Mailboxes.csv" -NoTypeInformation

Efst á síðu

Útskýring á gildunum sem Get-MailboxStatistics skilar

Skoðum nú nánar gildin sem þú ættir að þekkja:

 • StorageLimitStatus   Þetta gildi tilgreinir kvótastöðu pósthólfsins. Eftirfarandi gildi eru notuð:

  • BelowLimit   Pósthólfsstærðin er minni kvótinn sem gefin er út viðvörun við.

  • IssueWarning   Pósthólfsstærðin er meiri eða jöfn þeim kvóta sem send er viðvörun við, en minni en kvótinn þar sem sending er bönnuð.

  • ProhibitSend   Pósthólfsstærðin er meiri eða jöfn þeim kvóta þar sem sending er bönnuð, en minni en kvótinn þar sem sending og móttaka eru bönnuð.

  • MailboxDisavbled   Pósthólfsstærðin er meiri eða jöfn þeim kvóta þar sem sending og móttaka eru bönuð.

 • TotalItemSize og ItemCount   Þessi gildi tilgreina stærð og fjölda atriða sem eru í pósthólfinu núna. Gildi TotalItemSize er stærð pósthólfsins. Þetta gildi er borið saman við pósthólfskvótana sem eru skilgreindir á pósthólfinu.

 • TotalDeletedItemSize og DeletedItemCount  Þessi gildi tilgreina ekki stærð og fjölda atriða í möppunni Eydd atriði. Í staðinn tilgreina þau stærð og fjölda atriða í földu möppunni Endurheimtanleg atriði í pósthólfinu. Mappan endurheimtanleg atriði er einnig kölluð ruslagámurinn. Atriða fara inn í möppuna Endurheimtanleg atriði eftir einni af eftirfarandi leiðum:

  • Með eyðingu atriða úr möppunni Eyðing atriða.

  • Með því að nota Shift+Delete til að eyða pósthólfsatriðum varanlega.

  Stærð möppunnar Endurheimtanleg atriði er ekki talin með í stærð pósthólfs notanda. Mappan Endurheimtanleg atriði hefur sinn eiginn aðgreinda og óstillanlega kvóta sem pósthólfsáætlunin sem úthlutað er á pósthólf notandans stýrir. Þetta eru kvótarnir RecoverableItemsQuota og RecoverableItemsWarningQuota.

  Ath.   Atriðum í möppunni Endurheimtanleg atriði er sjálfgefið haldið eftir í 14 daga og síðan hreinsuð af Microsoft Exchange. Í Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki þegar pósthólf er sett í förgunarbann vegna málaferla er mappan Endurheimtanleg atriði ekki hreinsuð og atriðum í möppunni er haldið eftir um óákveðinn tíma.

Efst á síðu

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.