Leita að og eyða skeytum í pósthólfum notenda

[Þetta efnisatriði er í ferli.]  

Á við: Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Af og til þurfa stjórnendur að leita að og eyða óviðeigandi eða hugsanlega skaðlegum tölvupósti sem hefur verið sendur á mörg pósthólf póstskipanar. Til dæmis getur tölvupóstur innihaldið vírusa eða tengil sem sækir vírus, óviðeigandi efni, eins og efni eingöngu fyrir fullorðna eða trúnaðargögn sem hafa óvart verið send til rangra aðila.

Ekki er hægt að nota leit í mörgum pósthólfum í stjórnborði Exchange en í Windows PowerShell er hægt að nota smáskipunina Search-Mailbox ásamt frjálsu færibreytunni DeleteContent.

Mikilvægt   Þegar þú notar smáskipunina Search-Mailbox ásamt færibreytunni DeleteContent verður skeytum varanlega eytt úr pósthólfi notanda og ekki hægt að endurheimta þau.

Áður en hafist er handa

UNRESOLVED_TOKEN_VAL(<rte:TA_RPSBeforeYouBegin>)

Úthluta áskildum RBAC-hlutverkum

Þú þarft að hafa eftirfarandi hlutverk til að leita að og eyða skeytum úr pósthólfum notenda:

  • Pósthólfsleit   Þetta hlutverk leyfir þér að leita að skeytum í mörgum pósthólfum í póstskipan. Stjórnendum er ekki sjálfgefið úthlutað þetta hlutverk. Til að leita í mörgum pósthólfum skaltu bæta þér sem aðila við hlutverkahóp leitarstjórnunar. Sjá Bæta við eða fjarlægja aðila úr hlutverkahóp.

  • Flytja inn/flytja út pósthólf   Þetta hlutverk leyfir þér að eyða skeytum úr pósthólfi notanda. Stjórnendum er ekki sjálfgefið úthlutað þetta hlutverk. Til að eyða skeytum úr pósthólfum notenda skaltu bæta hlutverkinu Flytja inn/flytja út pósthólf við hlutverkahóp Stjórnun póstskipanar. Sjá Breyta eiginleikum hlutverkahóps.

Safna upplýsingum fyrir leitarfyrirspurn

Þú þarft að verða þér úti um og skoða nokkur eintök af sýkta eða óviðeigandi skeytinu svo þú getir búið til leitarfyrirspurn sem finnur skeytið.

Efst á síðu

Valkostir fyrir leit og eyðingu

Þú getur notað smáskipunina Search-Mailbox ásamt færibreytunni DeleteContent til að leita að og eyða skeytum í einu skrefi. Ef slíkt er gert geturðu ekki forskoðað leitarniðurstöður eða búið til annál sem skráir skeytin sem leitin skilaði. Þetta þýðir að þú færð ekki að vita hvaða skeytum var eytt.

Betri valkostur er að keyra fyrst smáskipunina Search-Mailbox ásamt færibreytunni LogOnly. Þessi skipun býr til annál sem inniheldur upplysingar um allar niðurstöður sem mæta leitarskilyrðinu en hún eyðir ekki skeytum. Þessar upplýsingar koma fram í skrá með gildi aðskilin með kommu (CSV) sem er hengd við tölvupóstskeyti og send til pósthólfs og möppu sem þú skilgreinir með því að nota færibreyturnar TargetMailbox og TargetFolder ásamt smáskipuninni Search-Mailbox. Þegar þú hefur skoðað annálaskrána geturðu fínstillt leitarskilyrðið og endurkeyrt annálaleit eftir þörfum, eða keyrt leitina með færibreytunni DeleteContent.

Þriðji valkostur er að afrita óæskilega skeytið áður en því er eytt úr pósthólfi notandi svo hægt sé að nálgast það seinna ef þess er þörf. Þetta er gert með því að nota færibreyturnar TargetMailbox og TargetFolder í skipuninni sem þú keyrir til að eyða skeytinu.

Efst á síðu

Leita að skeytum og skrá leitarniðurstöður

Skoðum nokkur dæmi sem sýna hvað hægt er að gera með smáskipuninni Search-Mailbox. Listi yfir eiginleika skeytis sem hægt er að nota í gildinu fyrir færibreytuna SearchQuery er að finna í Eiginleikar tölvupóstskeyta sem leita á í.

Leita í einu pósthólfi

Eftirfarandi skipun leitar að skeytum með ákveðnu efnislínugildi í tilteknu pósthólfi póstskipanar og sendir síðan skeyti með niðurstöðunum á markpósthólfið. Skeytum er ekki eytt úr pósthólfinu sem leitað er í.

Search-Mailbox -Identity <name> -SearchQuery subject:"<verbatim subject line>" -TargetMailbox <name of mailbox> -TargetFolder <name of folder> -LogOnly -LogLevel Full

Dæmi   Eftirfarandi skipun leitar í pósthólfi Pilar Pinilla að skeytum sem innihalda orðasambandið Sækja þessa skrá í efnislínu og skráir leitarniðurstöður í möppunni SearchLogs í pósthólfi stjórnanda.

Search-Mailbox -Identity "Pillar Pinilla" -SearchQuery subject:"Download this file" -TargetMailbox Administrator -TargetFolder SearchLogs -LogOnly -LogLevel Full
Leita í öllum pósthólfum

Eftirfarandi skipun leitar að skeytum sem hafa ákveðið viðhengi í öllum pósthólfum póstskipanar og sendir síðan skeyti með niðurstöðunum á markpósthólfið. Skeytum er ekki eytt úr pósthólfum sem leitað er í.

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery attachment:<filename> -TargetMailbox <name of mailbox> -TargetFolder <name of folder> -LogOnly -LogLevel Full

Dæmi   Eftirfarandi skipun leitar í öllum pósthólfum að viðhengi sem ber heitið Trojan og sendir annálaskeyti til pósthólf stjórnanda.

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery attachment:trojan* -TargetMailbox Administrator -TargetFolder SearchLogs -LogOnly -LogLevel Full

Efst á síðu

Leita að og eyða skeytum

Eftirfarandi skipun leitar í öllum pósthólfum og eyðir skeytum sem hafa tiltekinn texta í efnislínu:

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery subject:<verbatim subject line> -DeleteContent

Dæmi   Eftirfarandi skipun leitar í öllum pósthólfum að skeytum með efnislínunni Sækja þessa skrá og eyðir þeim varanlega.

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery subject:"Download this file" -DeleteContent

Mikilvægt   Ráðlagt er að nota annaðhvort færibreytuna LogOnly til að búa til annálaskrá yfir skeytin sem fundust í leitinni áður en þeim er varanlega eytt, eða afrita skeytin yfir í annað pósthólf áður en þeim er eytt úr upprunalega pósthólfinu.

Afrita skeyti áður en því er eytt

Eftirfarandi skipun leitar í öllum pósthólfum að skeytum sem hafa tiltekinn texta í efnislínu, afritar leitarniðurstöður í möppu og eyðir síðan öllum skeytum sem mæta leitarskilyrðum.

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery subject:<verbatim subject line> -TargetMailbox <name of mailbox> -TargetFolder <name of folder> -DeleteContent

Dæmi   Eftirfarandi skipun leitar í öllum pósthólfum að skeytum sem hafa efnislínuna Sækja þessa skrá, afritar leitarniðurstöðurnar í möppuna DeletedMessages í pósthólfi stjórnanda og eyðir síðan skeytunum varanlega úr pósthólfum notenda.

Get-Mailbox -ResultSize unlimited | Search-Mailbox -SearchQuery subject:"Download this file" -TargetMailbox Administrator -TargetFolder DeletedMessages -DeleteContent

Efst á síðu

Eiginleikar tölvupóstskeyta sem á að leita að

Eftirfarandi tafla birtir algenga eiginleika skeyta sem hægt er að nota sem gildi fyrir færibreytuna SearchQuery.

 

Eiginleiki Dæmi Leitarniðurstöður

Viðhengi

attachment:ársskýrsla.ppt

Skeyti sem innihalda viðhengi með heitið ársskýrsla.ppt. Leit að attachment:ársskýrsla og attachment:árs* skilar sömu niðurstöðum og ef leitað er að fullu heiti viðhengisins.

Afrit

afrit:"guðmundur jónsson"

afrit:gudmundurj

afrit: gudmundurj@fineartschool.edu

Skeyti þar sem nafnið Guðmundur Jónsson kemur fyrir í reitnum Afrit

Frá

frá:"María Steinsdóttir"

frá:marias

frá:marias@contoso.com

Skeyti sem María Steinsdóttir hefur sent

Sent

sent:10/19/2010

Skeyti sem send voru 19. október 2010

Efni

subject:"Ársfjórðungsskýrslur"

Skeyti sem innihalda orðrétt „Ársfjórðungsskýrslur“ í efnislínunni

Til

til:"Jóna Leifsdóttir"

til:jonal

til:jonal@contoso.com

Skeyti send til Jónu Leifsdóttur

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.