Exchange Hybrid Deployment and Migration with Office 365

 

Á við: Office 365 for enterprises

Efni síðast breytt: 2012-05-02

Ef þú ert að stjórna tölvupóstkerfi innanhúss og ert að innleiða Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki þarftu að gera nákvæma áætlun. Fyrst þarftu að íhuga langtímamarkmiðin:

 • Ef langtímamarkmiðið er að halda pósthólfum bæði í innanhússpósskipaninni og í skýinu ættirðu að setja upp Exchange í innanhússpóstskipanina með því sem nefnt er blönduð uppsetning.

  Blönduð samsetning útheimtir Microsoft Exchange 2010 þjón. Hins vegar er ekki þörf á fullri Exchange 2010 póstskipan til að gera blandaða samsetningu virka. Hægt er að setja upp lítinn Exchange 2010 blandaðan þjón í fyrirliggjandi Exchange 2003 eða Exchange 2007 póstskipan.

 • Ef langtímamarkmiðið er að færa öll pósthólf í skýið þarftu að meta grunnkerfi innanhússpóstsins og velja flutningsverkfæri og -aðferð sem hentar þinni póstskipan best. Nokkrar flutningsaðferðir eru í boði fyrir flutning allra pósthólfa í Office 365 fyrir stór fyrirtæki. Hver aðferð hefur sína kosti og galla fyrir stjórnendur og notendur, og hver aðferð hefur tilteknar þarfir og ákvæði.

Þessu umfjöllunarefni er ætlað að aðstoða þig við að skilja alla valkostina og skipuleggja uppsetninguna. Hér að finna útskýringar á hugtökum og lýsingar á uppsetningarkostum og verkfærum sem fylgja Exchange Online og Office 365 fyrir stór fyrirtæki í eftirfarandi röð:

Hugtakasafn: Leynilegi afkóðunarhringurinn

Þegar þú kannar hugbúnaðinn og fylgiskjöl hans sérðu að við höfum notað hugtök eins og "ítarleg sameiginleg tilvist" og "einföld sameiginleg tilvist" og "millivinnustaðauppsetning" og "blönduð uppsetning". Þessi hugtök tákna þróun hugbúnaðarins í átt að meðhöndlun grunnaðstæðna "millivinnustaða".

Vinna við val á hugtökum er í fullum gangi. Á meðan á henni stendur er það okkar von að eftirfarandi tafla geri þér kleift að öðlast skilning á hugtökum sem notuð eru í hugbúnaðinum og fylgiskjölum hans.

 

Hugtak

Lýsing

blönduð uppsetning

Heildstæð uppsetning Exchange-skilaboðalausna á milli vinnustaða með Office 365 fyrir stór fyrirtæki og Exchange Online. Eiginleikar:

 • Beining pósts á milli innanhúss- og skýjapóstskipana

 • Póstbeining með samnýttu lénsnafnrými. Til dæmis nota bæði póstskipanir innanhúss og í skýi SMTP-lénið @contoso.com.

 • Sameinaður altækur netfangalisti, einnig nefndur „samnýtt tengiliðaskrá“

 • Samnýting á Laus/upptekinn og dagbók á milli innanhúss- og skýjapóstskipana

 • Miðstýrt póstflæði. Innanhússpóstskipanin getur stýrt póstflæði fyrir bæði innanhúss- og skýpóstskipanirnar.

 • Ein Outlook Web App vefslóð fyrir bæði innanhúss- og skýpóstskipanirnar

 • Möguleikinn á að flytja innanhússpósthólf í skýpóstskipanina

 • Miðstýring á pósthólfum með EMC (Exchange Management Console) innanhúss

 • Skeytarakning, MailTips og leit í mörgum pósthólfum á milli innanhúss og skýjapóstskipana

blönduð

Stytting á „blönduð uppsetning“

millivinnustaða

Almennt orðalag yfir skilaboðauppsetningu þar sem póstbeining nær yfir innanhússuppsetningu og skýpóstskipan.

ítarleg sameiginleg tilvist   

Sjá „blönduð uppsetning“. Hugtakinu "ítarleg sameiginleg tilvist" hefur verið skipt út fyrir "blönduð uppsetning".

einföld sameiginleg tilvist

Úrelt hugtak sem vísar til millivinnustaðauppsetningar þar sem Exchange 2010 er ekki sett upp í innanhúsumhverfinu. Við þróunarvinnu komumst við að því að þetta hugtak hefði óþarflega víða skírskotun og því var ákveðið að hætta notkun þess. Einhverjar tilvísanir verða í „einfalda sameiginlega tilvist“ í einhverjum fylgiskjölum og notendaviðmóti.

Exchange flutningur

Exchange Online eiginleikinn sem hægt er að nota til að flytja pósthólf, eða, þegar verið er að flytja IMAP-tölvupóst, innihald pósthólfa notenda, úr Exchange-póstkipan innanhúss í ský. Flutningsverkfæri Exchange Online er að finna á flipanum E-Mail Migration (tölvupóstflutningur) á Exchange-stjórnborðinu. Þrjár gerðir Exchange-flutnings eru til:

 • Exchange-ruðningsflutningur, áður vísað til sem einfalds Exchange-flutnings.

 • Skiptur Exchange-flutningur, sem gerir þér kleift að stjórna póstbeiningu á milli innanhússuppsetningar og skýpóstskipanar til lengri eða skemmri tíma.

 • IMAP-póstflutningur er notaður til að flytja innihald pósthólfa notenda frá IMAP-póstkerfi yfir á skýpósthólf.

einskráning

Sannvottunarferli sem gerir notendum þínum kleift að nota gömlu Active Directory fyrirtækjaskilríkin sín (notandanafn og aðgangsorð) til að fá aðgang að þjónustu í Office 365 fyrir stór fyrirtæki. Einskráning, einnig kölluð sameiginleg auðkenni, í Microsoft Office 365 notar Active Directory Federation Services 2.0 (AD FS).

sameiginleg auðkenni

Þetta hugtak, sem einnig er lýst í „einskráning“, er notað í fylgiskjölum Microsoft Office 365, en verður skipt út fyrir „einskráningu“. Sjá wiki-færsluna Sameinuð miðlun í Office 365 og Exchange til að fá útskýringar á sameiginlegri hugtakanotkun í Office 365.

blandaður þjónn

Tölva sem keyrir blandaða útgáfu af Exchange Server 2010 sem sett er upp á Exchange 2007 eða Exchange 2003 póstskipunum í þeim tilgangi að auðvelda blandaða uppsetningu. Þetta var áður kallað "þjónn sameiginlegrar tilvistar" í einhverjum fylgiskjölum.

Efst á síðu

Aðalvalkostir tölvupóstuppsetningar til lengri tíma

Áætlunar- og uppsetningarverkfæri Office 365 fyrir stór fyrirtæki er hönnuð til að styðja annað hvorn eftirfarandi valkosta tölvupóstuppsetningar til lengri tíma:

 • Hybrid deployment   Pósthólf póstskipanar þinnar geta bæði verið í Exchange-póstskipan innanhúss og í skýi. Í blandaðri innleiðingu er vandræðalaust að senda skilaboð á milli innanhússinnleiðingar og skýjainnleiðingar. Tæmandi listi yfir studda eiginleika er í „Blönduð uppsetning“ í töflunni hér á undan.

  Þessi blandaða uppsetning getur einnig innihaldið einskráningu, þar sem notendur geta notað núverandi Active Directory innanhússkilríki sín til að fá aðgang að öllum innanhúss- og skýtilföngum.

 • All mailboxes in the cloud   Ef langtímamarkmiðið gerir ekki ráð fyrir að skilaboðavirkni á milli vinnustaða ættir þú að huga að að flytja öll pósthólf í skýið. Flutningurinn getur tekið viku eða einhverja mánuði, en þetta er besti valkosturinn ef langtímamarkmiðið er að flytja öll pósthólf í skýið.

Eins útskýrt er í næsta hluta er hægt nota mörg þessara flutnings- og millivinnustaðaverkfæri, sem hafa verið hönnuð til að styðja báða þessa langtímavalkosti fyrir pósthólf, til að styðja aðrar millivinnustaðaaðstæður. Hins vegar hafa innbyggðu áætlunar- og uppsetningarverkfærin í Office 365 fyrir stór fyrirtæki og Exchange Online verið hönnuð til að styðja flutning allra pósthólfa í skýið og til að styðja blandaða uppsetningu.

Efst á síðu

Aðrir uppsetningarkostir

Með verkfærunum sem lýst er þessu skjali er hægt að setja saman aðrar lausnir sem kunna að virka fyrir póstskipunina þína, til styttri tíma, meðan á flutningi stendur eða til lengri tíma. Hér er stutt yfirlit yfir þessa valkosti.

Stjórnun innanhússnotenda með Office 365 verkfærum

Annars konar flutningur er að flytja öll pósthólf í skýið, en stjórna notendum og tilföngum áfram úr fyrirliggjandi Active Directory. Eftir uppsetningu einskráningar og verkfærisins Microsoft Online Services Directory Synchronization geta notendur notað gömlu Active Directory fyrirtækjaskilríkin sín (notandanafn og aðgangsorð) til að fá aðgang að nýju pósthólfunum sínum í skýinu og fyrirliggjandi innanhússtilföngum. Ef póstskipanin þín keyrir Exchange 2003 eða nýrri útgáfu og þú ert með færri en 1.000 pósthólf, getur þú keyrt Exchange-ruðningsflutning til að færa pósthólfin þín og síðan grunnstilla einskráningu. Til að fá frekari upplýsingar, sjá Exchange-ruðningsflutningur og einskráning.

Eða, ef þú keyrir í augnablikinu Exchange 2003 eða Exchange 2007 innanhúss, getur þú notað skiptan Exchange-flutning til að auðvelda þessa uppstillingu. Frekari upplýsingar er að finna í Gera áætlun fyrir auðkenni notanda í skiptum Exchange-flutningi.

Úthluta notendum úr Active Directory innanhúss í skýið

Ef þú þarft ekki að nota einskráningu gerir uppsetning Active Directory samstillingar eingöngu í innanhússpóstskipaninni þér kleift að úthluta notendum úr Active Directory innanhúss í skýið. Þessi lausn kann að virka fyrir póstskipanir sem stjórna póstbeiningu á milli skýpóstskipanar og innanhússpóstkerfa annarra en Exchange, eða póstskipunum þar sem allir notendur eru sóttir í Active Directory innanhúss. Póstskipanir með mörgum notendum ættu að íhuga sérsniðna lausn til að samstilla aðgangsorð frá innanhússpóstskipaninni í skýið fyrir þessa uppstillingu.

Lausnir þriðja aðila

Ef þú notar ekki Exchange 2003 eða nýrra, eða þú ert að nota vefpóstkerfi eða annars konar innanhússpóstkerfi kanntu að þurfa að leita samstarfs við aðra til að finna lausn sem uppfyllir þarfir þínar við notkun verkfæranna sem rætt er um í þessu skjali. Til dæmis er hugsanlegt að IMAP-póstflutningur dugi til að flytja pósthólfsgögn notenda þinna, á meðan lausn frá þriðja aðila kann að vera svarið við flutningi póstverkflæðislausna í Exchange Online.

Efst á síðu

Breyturnar: Hlutir sem þú þarft að hafa í huga við undirbúning uppsetningar

Þegar þú hefur valið tölvupóstuppsetningu til lengri tíma þarftu að kynna þér verkfærin sem getur notað til að flytja pósthólf í skýið og hvernig þú getur einfaldað flutninginn fyrir notendur þína og starfsfólk tölvudeildarinnar. Einnig ættirðu að huga að beiningu, póstflæði og auðkennastjórnun þegar þú skipuleggur flutning eða blandaða uppsetningu.

 • Auðkennastjórnun

 • Verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization

 • Póstbeining

 • Flutningsaðferðir og -verkfæri

Auðkennastjórnun

Hvernig viltu halda utan um auðkenni notenda í skýinu? Tveir valkostir eru í boði:

 • Aðskilin auðkenni

 • Einskráning (einnig þekkt sem sameiginleg auðkenni)

Aðskilin auðkenni

Aðskilin auðkenni merkja að allir notendur pósthólfa í skýinu nota skilríki úr Office 365 til að fá aðgang að Office 365 tilföngum. Hægt er að búa til nýja notendareikninga og aðgangsorð fyrir Office 365 notendur í Office 365 gáttinni. Einnig er hægt að nota skráasafnssamstillingu til að úthluta notendum sjálfkrafa úr Active Directory innanhúss. Skilríki eru búin til í og haldið er utan um þau í Office 365, hvor leiðin sem er notuð.

Ef þú ert með auðkennastjórnunarkerfi innanhúss munu notendur hafa skilríki fyrir Office 365 tilföngin sín og önnur skilríki fyrir innanhússtilföngin sín.

Kostir þess að nota stjórnunarlausn fyrir aðskilin auðkenni er minni yfirbygging við uppsetningu auðkennalausnarinnar. Aðskilin auðkenni eru kjörin lausn fyrir lítil fyrirtæki og fyrirtæki sem ætla að flytja öll notendatilföng í skýið.

Ókostir aðskilinna auðkennislausna fyrir fyrirtæki sem enn eru með notendatilföng innanhúss er að upplifun notenda er brotakennd og þeir þurfa meiri fræðslu um skilríkjastjórnun. Stuðningur kann að reynast kostnaðarsamur ef notendum er ætlað að nota tvenn skilríki fyrir mismunandi tilföng í tveimur uppsetningum.

Kostnaður við langtímastjórnun og þjónustu hjá miðlungsstórum og stórum fyrirtækjum kann að valda því að aðskilin auðkennalausn er dýrari en einskráning.

Einskráning

Þegar þú setur upp einskráningu nota allir notendur með pósthólf í skýinu gömlu Active Directory skilríkin sín fyrir aðgang að tilföngum bæði í skýinu og innanhúss.

Þetta er hægt með því að setja upp AD FS þjón eða þjóna í innanhúspóstskipaninni. AD FS þjónn tengist Office 365 þjónustunni í skýinu svo hægt sé að úthluta innanhússauðkennum aðgang að tilteknum Office 365 og Exchange Online tilföngum í lénsrýminu í skýinu.

Kostir einskráningar eru að notendur þurfa ekki að læra á nýja skilríkjastjórnun. Auk þess ávinnings fyrir notanda, er margs konar ávinningur fyrir stjórnendur:

 • Stefnustjórnun: Stjórnandinn getur stjórnað reikningsstefnum í gegnum Active Directory, sem gerir honum kleift að stjórna aðgangsorðastefnum, vinnustöðvatakmörkunum, læsingarstjórnun og fleiru, án viðbótarvinnu í skýinu.

 • Aðgangsstjórnun: Stjórnandinn getur takmarkað aðgang að Office 365 sem býður upp á aðgang í gegnum vinnumhverfi fyrirtækisins, í gegnum netþjóna eða bæði.

 • Færri þjónustusímtöl: Gleymd aðgangsorð eru algeng orsök þjónustusímtala í öllum fyrirtækjum. Færri aðgangsorð leiðir af sér að minni líkur eru á notendur gleymi þeim.

 • Öryggi: Notendaauðkenni og upplýsingar eru varin þar sem öllum netþjónum og þjónustum innan einskráningar er stjórnað innanhúss.

 • Stuðningur við sterka sannvottun: Þú getur notað sterka sannvottun, einnig kölluð tveggja þátta sannvottun, með Office 365. Ef þú, hins vegar, notar sterka sannvottun verður þú að nota einskráningu.

Eftir uppsetningu AD FS og skráasafnssamstillingu stjórnarðu öllum notendum og tilföngum úr fyrirliggjandi Active Directory innanhúss.

Ókostir einskráningar er nauðsyn á uppsetningu nýrra þjóna, sem þarfnast skilríkis frá vottunaraðila (CA) og flækir og eykur kostnað við notendastjórnun.

Athugið   Mælt er með einskráningu í blandaðri uppsetningu, þótt það hún sé ekki nauðsynleg.

Einskráning kann einnig að reynast góð lausn fyrir stór fyrirtæki sem ætla að flytja öll pósthólf í Office 365 á nokkurra mánaða tímabili.

Til lengri tíma séð er einskráning góð lausn fyrir hnökralausa stjórnun notendaauðkenna fyrir fyrirtæki sem ætla að nota Active Directory tilföng innanhúss með Office 365.

Mikilvægt

 • Einskráning með AD FS er ekki möguleg án Active Directory innanhúss.

 • Einskráning krefst þess að þú setjir upp og keyrir verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization.

 • Ef þú ætlar að flytja öll pósthólf í skýið og setja upp einskráningu geturðu ekki sett upp AD FS eða skráasafnssamstillingu áður en þú keyrir Exchange-ruðningsflutning á Exchange-stjórnborðinu. Hins vegar er hægt að keyra skiptan Exchange-flutning eftir uppsetningu AD FS og skráasafnssamstillingar.

Sjá eftirfarandi til að fá frekari upplýsingar:

Efst á síðu

Verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization

Verkfærið Microsoft Online Services Directory Synchronization er aðallega notað til að samstilla altæka Exchange-tengiliðalista, einnig kallaðir samnýtt tengiliðaskrá, til að styðja við flókna beiningu og úthluta notendum í innanhússuppsetningu. Skráasafnssamstilling er nauðsynleg fyrir blandaða uppsetningu og kann að bæta upplifun notanda við sumar gerðir flutnings, sérstaklega ef nota á einskráningu.

Hins vegar er skráasafnssamstilling ætluð til langtímanota, með hliðsjón af notendastjórnun. Þrátt fyrir að þú getir gert óvirka (og endurvirkjað) skráasafnssamstillingu, ættir þú að íhuga innleiðingu skráasafnssamstillingu sem langtímaskuldbindingu. Til að fá frekari upplýsingar um áætlanagerð um að gera óvirka og endurvirkja skráasafnssamstillingu, sjá wiki-færsluna, Samstilling skráasafns og uppruni heimildar.

Verkfærið Directory Synchronization samstillir sjálfgefið í eina átt úr innanhússskráasafni í skýskráasafn með því skrifa notenda- og pósthólfsupplýsingar í skýskráasafnið fyrir Office 365 póstskipanina.

Til að opna fyrir einhverja eiginleika blandaðrar uppsetningar þarftu að veita skrifaðgang í verkfærið Directory Synchronization til að samstilla skeytatengd notendagögn til baka í Active Directory innanhúss. Eftirfarandi eiginleikar er virkir við skrifaðgangssamstillingu við Active Directory innanhúss:

 • Söfnun innanhússpósthólfa í skýið

 • Flutningur pósthólfa úr skýinu í Exchange innanhússpóstskipanina

 • Samstilling lista notanda yfir örugga og útilokaða sendendur í skýið

 • Samstilling talhólfstilkynninga í skýið

Mikilvægt   Þörf er á samstillingu skráasafns fyrir eftirfarandi: blandaða uppsetningu; einskráningu; og skiptan Exchange-flutning.

Nánari upplýsingar má finna í Samstilling á Active Directory: Lýsing.

Efst á síðu

Póstbeining

Almennt talað útskýrir póstbeining fyrir blandaða uppsetningu sig sjálf. Verkfærin (aðallega Directory Synchronization) er fínstillt til að beina MX-skýrslunni þinni í Exchange-innanhússkerfið sem viðurkennt lén. Tölvupóstur til skýmóttakenda er síðan sendur úr Exchange-innanhússpóstskipaninni í skýið. Uppsetningaraðstoð Exchange Server útskýrir hvernig á að grunnstilla þetta beiningarskema fyrir blandaða uppsetningu.

Einnig er hægt að grunnstilla beiningu fyrir blandaðar uppsetningar þannig að MX-skýrslan beini í skýið sem viðurkennt lén. Til að fá frekari upplýsingar, sjá Blönduð beining – MX-skýrslunni þinni vísað í skýið.

Flóknari póstbeiningargrunnstillingar koma yfirleitt ekki til sögunnar nema ef verið er að skipuleggja uppsetningu til lengri tíma þar sem póstkerfin ná bæði til innanhúss- og skýuppsetningar. Yfirleitt þarftu ekki að íhuga flókna póstbeiningu ef þú ætlar að flytja öll pósthólf yfir í skýið. Undantekningin kann að vera langur, skiptur flutningur, þar sem flókin póstbeining er nauðsynleg til að viðhalda gæðum tölvupóstþjónustu meðan á flutningi stendur.

Mikilvægt   Bæði Exchange-ruðningsflutningur og skiptur Exchange-flutningur stjórna skammtíma tölvupóstsamstillingu meðan á flutningi stendur Exchange-ruðningsflutningur samstillir tölvupóst í gegnum áskriftir þar til flutningi er lokið. Skiptur Exchange-flutningur beinir tölvupósti sem því að stimpla viðtökuvistfangið í skýinu á innanhússpósthólf.

Efst á síðu

Flutningsaðferðir og -verkfæri

Eftirfarandi flutningsaðferðir og -verkfæri eru til staðar:

 • MRS-flutningsbeiðnir (Mailbox Replication Service)

 • Exchange ruðningsflutningur

 • Skiptur Exchange-flutningur

 • IMAP tölvupóstflutningur

 • PST Capture

 • Lausnir þriðja aðlia

Uppsetningaraðstoð Exchange Server Útskýrir hvernig flestar þessar lausnir eru settar upp.

MRS-flutningsbeiðnir (Mailbox Replication Service)

Microsoft Exchange MRS (Mailbox Replication Service), sem er til staðar á öllum Exchange 2010 Client Access þjónum, er þjónusta sem sér um pósthólfaflutning, innflutning og útflutning .pst-skráa og endurheimt óvirkra pósthólfa eða pósthólfa sem flutt hafa verið í ruslakörfu.

Flutningsbeiðnir eru háðar blandaðri uppsetningu. Flutningsbeiðnir gera þér kleift að flytja pósthólf fram og til baka á milli Exchange-innanhússpóstskipanar og skýsins. Þetta er gert í Exchange-stjórnborðinu.

Ef þú ætlar að flytja og innleiða blandaða uppsetningu með Exhange innanhúss til lengri tíma eru flutningsbeiðnir æskileg leið til að flytja pósthólf.

Einnig kann það að vera æskilegt fyrir stór fyrirtæki sem keyra Exchange 2003 eða Exchange 2007 innanhúss, en ætla að flytja öll pósthólf í skýið á nokkrum mánuðum, að nota flutningsbeiðnir fyrir langan, skiptan flutning, nokkurs konar blandaða uppsetningu.

Mikilvægt   Flutningsbeiðnir krefjast uppsetningar lítils blandaðs Exchange 2010 þjóns í Exchange-innanhússpóstskipaninni þinni. Exchange 2003 eða nýrra er forsenda uppsetningar blandaðrar lausnar. Uppsetningaraðstoð Exchange Server getur auðveldað þér að búa til áætlun fyrir blandaða uppsetningu.

Sjá eftirfarandi til að fá frekari upplýsingar:

Exchange ruðningsflutningur

Exchange-ruðningsflutningur er fyrir lítil fyrirtæki, með færri en 1.000 pósthólf, sem ætla að færa öll pósthólfin í skýið í einn aðgerð. Notaðu E-Mail Migration (flutningur tölvupósts) í Exchange-stjórnborðinu til að opna verkfærið.

Mikilvægt

 • Exchange-ruðningsflutningur styður eingöngu Exchange 2003 eða nýrra. Ef þú ert að keyra eldri útgáfur af Exchange þarftu að nota IMAP-tölvupóstflutning eða lausn frá þriðja aðila.

 • Ef þú ert að keyra Exchange og ert með fleiri en 1000 pósthólf skaltu íhuga að nota skiptan Exchange-flutning.

 • Ef þú ætlar að setja upp einskráningu skaltu fyrst keyra Exchange-ruðningsflutning og setja svo upp einskráningu (og skráasafnssamstillingu eftir að flutningnum er lokið). Ef skráasafnssamstilling er keyrð áður en Exchange-ruðningsflutningur er keyrður mistekst flutningurinn.

Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi Exchange Online efnisatriðum:

Efst á síðu

Skiptur Exchange-flutningur

Skiptur Exchange-flutningur er fyrir stærri fyrirtæki eða fyrirtæki sem ætla að flytja pósthólf yfir í skýið smátt og smátt. Í þessu tilviki geturðu flutt sum pósthólf í skýið en haldið hinum pósthólfunum í innanhússpóstskipaninni. Notaðu E-Mail Migration (flutningur tölvupósts) í Exchange-stjórnborðinu til að opna verkfærið.

Mikilvægt

 • Skiptur Exchange-flutningur var hannaður fyrir fyrirtæki sem ætla að flytja öll Exchange-innanhússpósthólf í skýið smátt og smátt. Ekki er ráðlegt að nota skiptan Exchange-flutning til að flytja nokkur pósthólf ef ætlunin er að viðhalda sameiginlegri tilvist til lengri tíma.

 • Skiptur Exchange-flutningur styður aðeins Exchange 2003 eða Exchange 2007. Ef þú ert að keyra eldri útgáfur af Exchange þarftu að nota IMAP-tölvupóstflutning eða lausn frá þriðja aðila. Ef þú ert að keyra Exchange 2010 þarftu að innleiða blandaða uppsetningu og nota flutningsbeiðnir til að flytja.

 • Skiptur Exchange-flutningur þarfnast skráasafnssamstillingar.

 • Ef þú ætlar að setja upp einskráningu sem hluta af uppsetningaráætlun til lengri tíma skaltu setja upp einskráningu og skráasafnssamstillingu áður en þú keyrir skiptan Exchange-flutning.

Sjá eftirfarandi til að fá frekari upplýsingar:

IMAP tölvupóstflutningur

IMAP-tölvupóstflutningur er hannaður sem varatölvupóstflutningur fyrir ýmsar gerðir tölvupóstþjóna. Ef þú ert að keyra Exchange 2000 Server eða Exchange Server 5.5 Service Pack 4 eða annan samhæfan IMAP-þjón, t.d. Gmail, er hægt að nota IMAP-tölvupóstflutning. Notaðu E-Mail Migration (flutningur tölvupósts) í Exchange-stjórnborðinu og CSV-skrá.

Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi Exchange Online efnisatriðum:

PST Capture

Önnur aðferð til að flytja atriði pósthólfa yfir í skýjapósthólf er Microsoft Exchange PST Capture. PST Capture leyfir þér að leita og safna PST skrám á tölvum innanhúss í póstskipan þinni og síðan að flytja PST skrárnar yfir í skýjapósthólfin. Athugaðu að þú getur einnig notað PST Capture til að flytja inn PST skrár til innanhússpósthólfa eða til safnvistunarpósthólfa. Til að fá frekari upplýsingar, sjá Microsoft Exchange PST Capture.

Lausnir þriðja aðlia

Hér eru nokkrar flutningslausnir frá þriðju aðilum og samstarfsaðilar sem geta aðstoðað við Exchange-flutning úr keyrsluumhverfi frá öðrum en Microsoft:

 • Binary Tree   Býður upp á hugbúnað fyrir póstflutning á milli ólíkra kerfa og samhliða tilvist með vörum sem bjóða upp á greiningu á og samhliða tilvist og flutning á milli póst- og samvinnuumhverfa til nota innanhúss og á netinu og byggðar eru á IBM Lotus Notes og Domino, og Microsoft Exchange og Microsoft SharePoint.

 • BitTitan  Býður upp á lausnir fyrir tölvupóstflutning og samhliða tilvist í Exchange 2007 og Exchange Online.

 • Cemaphore   Býður upp á flutningslausnir úr Microsoft Exchange innanhúss í Microsoft Online.

 • Quest   Býður upp á flutningslausnir fyrir Exchange Online og SharePoint Online, þ.á.m. flutning úr Lotus Notes og Novell GroupWise í Exchange Online.

 • Metalogix   Býður upp á flutningslausnir í Exchange Online og SharePoint Online.

Efst á síðu

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.