Takmarkanir fyrir magnpóst og daglegan fjölda viðtakenda

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-03-07

Tölvupóstreikningar í skýjum hafa takmarkanir á fjölda viðtakenda, sem oft nefnast takmarkanir sendanda eða hámarksfjöldi viðtakenda. Þetta takmark ákvarðar hámarksfjölda viðtakenda sem mega fá tölvupóst frá einum skýjareikningi á 24 klukkustundum. Takmarkanir á fjölda viðtakenda fyrir Exchange Online eru:

 

Microsoft Office 365 fyrir fagfólk og minni fyrirtæki

10.000

Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki

10.000

Microsoft Live@edu

1.500*

noteAth.:
* Þegar Microsoft Live@edu póstskipan er uppfærð í Office 365 fyrir kennslu, þá eru mörk viðtakenda aukin í 10.000 viðtakendur á dag.

Hámarksfjöldi viðtakenda á við um skeyti send til viðtakenda innan og utan póstskipanar. Eftir að takmörkunum er náð er ekki hægt að senda skilaboð úr pósthólfinu þar til fjöldi viðtakenda sem fengu send skilaboð á síðustu 24 klukkustundum fellur niður fyrir takmörkin. Mörg skilaboð sem send eru sama viðtakanda eru talin sérstaklega. Til dæmis, ef notandi sendir 10 skilaboð til sama viðtakanda á 24 klukkustundum teljast þessi 10 skilaboð sem 10 viðtakendur hvað varðar hámarksfjölda viðtakenda.

importantMikilvægt:
Besta leiðin til að forðast að fara umfram hámarksfjölda viðtakenda er að nota dreifingarhópa eða kvika dreifingarhópa þegar þú sendir skilaboð til mikils fjölda viðtakenda. Hópar eru taldir sem einn viðtakandi hvað varðar hámarksfjölda viðtakenda. Til dæmis, ef þú sendir skilaboð til 100 viðtakenda með því að bæta hverjum þessara viðtakenda í reitina Til:, Afrit: eða Falið afrit: telst það sem 100 viðtakendur hvað varðar hámarksfjölda viðtakenda. En ef þú bætir þessum sömu 100 viðtakendum í dreifingarhóp eða kvikan dreifingarhóp og sendir síðan sömu skilaboðin til hópsins telst það vera einn viðtakandi hvað varðar hámarksfjölda viðtakenda. Sjá Aðferðir til að senda magnpóst.
Dæmi um hámarksfjölda viðtakenda

Hámarksfjöldi viðtakenda byggist á 24 klukkustunda rúllandi glugga. Þetta þýðir að hámarksfjöldi viðtakenda er reiknaður út frá fjölda viðtakenda sem fengu send skilaboð á hvaða 24 stunda bilisem er. Hér eru nokkur dæmi til að útskýra hámarksfjölda viðtakenda.

 • Á mánudagsmorgni, eftir að hafa ekki sent neinn tölvupóst um helgina, sendir þú skilaboð til 10.000 viðtakenda klukkan 11 að morgni. Þú getur ekki sent fleiri skilaboð fyrr en klukkan 11 að morgni næsta dags.

 • Á öðrum mánudagsmorgni sendir þú skilaboð til 500 viðtakenda klukkan 9 að morgni. Þú sendir önnur 500 skilaboð til viðtakenda á 30 mínútna fresti þar á eftir. Síðstu skilaboðin eru send klukkan 7 að kvöldi. Þú getur ekki sent önnur skilaboð fyrr en klukkan 9 næsta morgun.

 • Þú hefur ekki sent nein skilaboð síðustu 24 klukkustundir og síðan sendir þú skilaboð til 500 viðtakanda klukkan 7:30 að morgni. Þú heldur áfram að senda skilaboð til fjölda viðtakenda út daginn. Ef þú sendir skilaboð til 10.000 viðtakandans klukkan 5 eftir hádegi getur þú ekki sent fleiri skilaboð fyrr en klukkan 7:30 að morgni næsta dags.

Exchange Online samþykkir heldur ekki skilaboð til hlutaafhendingar til nokkurra viðtakenda. Ef notandi sendir skilaboð til margra viðtakenda og fjöldi viðtakenda þeirra skilaboða fer umfram hámarksfjölda viðtakenda, er lokað fyrir afhendingu skilaboðanna til allra viðtakenda.

Af hverju gildir þessi takmörkun?

Hámarksfjöldi viðtakenda dregur úr ruslpósti og kemur í veg fyrir að notendur innan póstskipanar misnoti kerfið. Á þetta einnig við um tölvuþrjóta eða einstaklinga sem nota stolinn reikning. Misnotkun á reikningi getur haft áhrif á framboð þjónustu póstskipanar.

Microsoft býður upp á frekari vörn, eins og tengingarsíun og efnissíun fyrir skeyti sem eru send til viðtakenda í skýjum. Frekari upplýsingar er að finna í Ruslpóstsíun og heilbrigði skeyta.

Hvað gerist þegar pósthólf fer umfram hámarksfjölda viðtakenda?

Outlook Web App kemur í veg fyrir að notandinn sendi skilaboðin og birtir villuboð í upplýsingastikunni sem segir að notandinn hafi náð hámarksfjölda viðtakenda. Notandinn getur smellt á Vista til að vista ósend skilaboð í möppuna Drög. Þegar pósthólfið er aftur komið undir mörkin getur notandinn opnað skilaboðin í möppunni Drög og sent þau aftur.

Í Microsoft Outlook getur notandinn sent skilaboðin. En þeim verður skilað til notandans með villuboðum sem segja að ekki sé hægt að afhenda skilaboðin og því ekki hægt að senda þau. Hins vegar innihalda þessi skilaboð sem ekki var hægt að afhenda möguleika á að senda þau aftur. Þegar pósthólfið er undir mörkunum getur notandinn smellt á Senda aftur til að senda skilaboðin aftur.

Aðferðir til að senda magnpóst

Það eru fullt af lögmætum ástæðum fyrir því að senda mikið magn af tölvupósti á stuttum tíma. Til dæmis gætirðu þurft að senda opnunarkveðju, reikninga, einkunnir eða annars konar póst til margra viðtakenda í einu. Einnig getur verið að póstskipanin noti sjálfvirk póstforrit sem senda tölvupóstskeyti í magni, til dæmis bókasafnstilkynningar fyrir bækur sem eru komnar yfir lánstímann, tilkynningar til viðskiptavina eða söluauglýsingar.

Skoðum aðferðirnar sem eru notaðar til að senda magnpóst.

 

Tilvik Dæmi Lausn

Tilkynningaskeyti   Sendu sama skeytið á stóran notendahóp í póstskipan í skýjum.

 • Tilkynningar á heilt skólasvæði

 • Skilaboð til allra starfsmanna frá forstjóranum eða öðrum yfirmönnum fyrirtækisins

Nota kvika dreifingarhópa   Þar sem kvikur dreifingarhópur telst vera einn viðtakandi er þetta góð leið til að fara ekki yfir hámarkssendingar. Frekari upplýsingar er að finna í Senda tilkynningaskeyti til allra notenda.

Nota fasta dreifingarhópa   Venjulegir dreifingarhópar, einnig þekktir sem almenningshópar, teljast vera einn viðtakandi. Notaðu dreifingarhóp ef meðlimir hópsins breytast lítið.

Mikilvægt   Gakktu úr skugga um að þú takmarkir hverjir geta sent skeyti til stórra almenningshópa og kvikra dreifingarhópa eða kveiktu á skeytasamþykki frá stjórnanda. Slíkt getur komið í veg fyrir sendingar þar sem allir svara öllum og að ruslpóstur sé sendur á hópinn.

Tölvupóstskeyti í magni til pósthólfa í skýjum   Notaðu póstsameiningu eða sjálfvirk póstforrit til að senda sérsniðin skeyti til einstakra viðtakenda í póstskipan í skýjum.

 • Bókasafnstilkynningar

 • Reikningaupplýsingar fyrir nemendur

 • Skilaboð frá forstjóranum eða öðrum yfirmönnum fyrirtækisins

Notaðu innanhússpóstþjón   Grunnstilltu sjálfvirka póstsendingu eða forrit fyrir póstsameiningu sem hægt er að nota í innanhússþjóni. Þú verður að bæta IP-tölum innanhússþjóna við hvítlista í skýjum. Frekari upplýsingar má finna í Aðstæður öryggislistunar á innleið.

Tölvupóstskeyti í magni til ytri pósthólfa   Notaðu póstsameiningu eða sjálfvirk póstforrit til að senda sérsniðin skeyti til ytri notenda.

 • Opnunarkveðjur sem innihalda skilríki til innskráningar sendar til nýrra notenda

 • Skeyti til fyrrverandi nemenda eða foreldra

 • Skilaboð til núverandi eða væntanlegra viðskiptavina

 • Söluauglýsingar eða sérstök tilboð

Notaðu innanhússpóstþjón   Grunnstilltu sjálfvirka póstsendingu eða forrit sem hægt er að nota í innanhússkerfi.

Nota fasta eða kvika dreifingarhópa   Stofnaðu ytri tengiliði fyrir viðtakendur, svo sem foreldra, viðskiptavini eða söluaðila og bættu síðan ytri tengiliðunum við sem aðilum í föstum eða kvikum dreifingarhópi.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.