Gagnaeyðing fyrir farsíma notanda

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-09-14

Ef farsíma notanda er stolið eða hann týnist verður að eyða strax öllum gögnum úr símanum þannig að notendur aðrir en pósthólfseigandi komist ekki í viðkvæmar upplýsingar, eins og persónuleg auðkenni eða trúnaðarsamskipti. Þú vilt kannski líka eyða gögnum úr farsíma í eigu póstskipanar og úthluta símanum öðrum notanda. Þú getur einungis eytt gögnum úr farsíma notanda þegar Exchange ActiveSync er notað til að samstilla innihald pósthólfs.

Gagnaeyðing farsíma sem þú hefur ekki beinan aðgang að kallast gagnaeyðing fjartengds tækis.

Hægt er að eyða gögnum úr farsíma á mismunandi hátt:

Einnig er hægt að eyða farsímagögnum sjálfvirkt með tækjareglum Exchange ActiveSync ef þú hefur stillt valkostinn að eyða öllum farsímagögnum eftir að notandi hefur farið fram úr hámarksfjölda innskráningartilrauna sem mistakast áður en gögnum er eytt úr tækinu.

Áður en hafist er handa

Þú þarft að tilheyra innbyggðri póstskipanarstjórnun eða hlutverkahópi þjónustuborðs til að fá aðgang að síðunni Valkostir hjá notanda. Upplýsingar um hvernig á að bæta notanda við hlutverkahóp er að finna í Bæta við eða fjarlægja aðila úr hlutverkahóp. RBCA-hlutverkið Notendavalkostir úthlutar sérstöku leyfi sem þarf til þess að opna síðuna Valkostir hjá hverjum notanda.

Ath.   *Gagnaeyðing fjartengds tækis er ekki studd af öllum farsímum. Til að verja hugverk fyrirtækis þíns skaltu huga að því að takmarka farsíma sem styðja ekki þennan eiginleika.

Aðvörun   Þar sem gagnaeyðing fjartengds tækis byggir á að farsíminn tengist þjóninum skaltu einnig nota tækjalás og hámarksfjölda innskráningartilrauna sem mistakast með því að nota tækjareglur Exchange ActiveSync. Svona er farið að: Búa til nýja tækjareglu ActiveSync.

Aðvörun   Það gæti verið hægt að endurheimta gögn með notkun háþróaðs búnaðs eftir að farsími hefur verið endurstilltur með gagnaeyðingu fjartengds tækis.

Biðja notanda að eyða gögnum úr eigin farsíma

Ef notandi getur skráð sig inn í pósthólfið sitt með því að nota Outlook Web App, skaltu biðja viðkomandi að eyða gögnum úr farsímanum með því að fylgja eftirfarandi fyrirmælum í Stjórnun farsímans.

Eyða farsímagögnum úr pósthólfslistanum

 1. Í Exchange-stjórnborðinu, í reitnum Velja atriði sem á að stjórna, skaltu velja Póstskipan > Notendur og hópar > Pósthólf.

 2. Á listanum Pósthólf velurðu notanda og smellir á Upplýsingar.

 3. Undir Síma- og talhólfsaðgerðir velurðu Exchange ActiveSync og smellir svo á Breyta.

 4. Undir Farsímar velurðu þá gerð farsímans sem týndist og velur Gagnaeyðing tækis.

 5. Smelltu á Vista.

Hægt er að skoða stöðu gagnaeyðingar fyrir farsíma með því að velja tækið og smella á Upplýsingar.

Ath.   Farsíminn fær ekki fyrirmæli um fjartengda gagnaeyðingu fyrr en hann reynir að samstilla sig við Microsoft Exchange. Ef þú finnur týndan farsíma áður en gagnaeyðing hefur farið fram geturðu afturkallað fjartengda gagnaeyðingu eins og útskýrt er í Hætta við gagnaeyðingu farsíma. Tilkynntu notanda ef sími finnst þar sem notandinn verður að hafa samband við þig til að afturkalla fjartengda gagnaeyðingu áður en síminn er samstilltur. Staðfestingarskeyti er sent notanda um leið og gagnaeyðingu fjartengds tækis er lokið.

Efst á síðu

Eyða farsímagögnum úr valkostasíðu notanda

 1. Í stjórnborði Exchange, í reitnum Velja hvað á að stjórna, velurðu Annar notandi.

 2. Í svarglugganum Velja pósthólf skaltu velja reikning notanda og smella svo á Í lagi. Þá birtist valkostasíða notandans sem þú valdir. Efst á síðunni er athugasemd þar sem sést hver á pósthólfið sem þú ert að vinna í.

 3. Veldu Sími > Farsímar.

 4. Veldu símann sem þú vilt eyða gögnum úr og smelltu síðan á Gagnaeyðing tækis.

 5. Svargluggi birtist sem spyr Ertu viss um að þú viljir eyða gögnum úr tækinu? Smelltu á Já. Staða símans mun sýna Gagnaeyðing í bið þar til síminn tengist næst við Outlook Live reikninginn.

 6. Þegar gagnaeyðing fjartengds tækis er lokið geturðu fjarlægt símann úr farsímalistanum.

 7. Þegar því er lokið þarftu aðeins að loka glugganum til að fara aftur á stjórnborð Exchange fyrir þína póstskipan.

Ath.   Farsíminn fær ekki fyrirmæli um fjartengda gagnaeyðingu fyrr en hann reynir að samstilla sig næst við Microsoft Exchange. Ef þú finnur týndan farsíma áður en gagnaeyðing hefur farið fram geturðu afturkallað fjartengda gagnaeyðingu eins og útskýrt er í Hætta við gagnaeyðingu farsíma. Tilkynntu notanda ef sími finnst þar sem notandinn verður að hafa samband við þig til að afturkalla fjartengda gagnaeyðingu áður en síminn er samstilltur. Staðfestingarskeyti er sent notanda um leið og gagnaeyðingu fjartengds tækis er lokið.

Efst á síðu

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.