Frekari upplýsingar um samtöl

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2009-09-14

Það er sjálfgefið að Outlook Web App notar samtalsyfirlit í öllum tölvupóstmöppum þegar lessvæðið er opið. Samtalsyfirlit sýnir öll skeyti viðkomandi samtals í einum glugga.

Hvernig nota ég samtalsyfirlitið?

Samtalsyfirlitið sýnir öll skeyti í samtali, óháð því í hvaða möppu þau eru geymd. T.d. ef þú svaraðir skeyti í innhólfinu, sérðu bæði upphaflega skeytið og svarið þitt í samtalsyfirlitinu,

Í listayfirlitinu notar þú örina við hliðina á samtali til að opna eða draga samtalið saman. Listayfirlitið sýnir eftirfarandi:

 • Efnislínuna efst í samtalinu.

 • Sendendur hvers skeytis fyrir sig.

 • Hvenær var tekið við skeytinu, ef það er geymt í núverandi möppu.

 • Í hvaða möppu skeytið er geymt, ef það er ekki í núverandi möppu.

 • Tengsl skeytisins við önnur skeyti í samtalinu, en tengslin eru gefin til kynna með lóðréttri línu og punktum.

Þú getur smellt á hvaða skeyti sem er í samtalsyfirlitinu og skoðað það í lessvæðinu.

Í lesvæðinu notar þú örina við hliðina á skeyti til að opna eða draga skeytið saman. Eftirfarandi birtist í lessvæðinu:

 • Efnislínuna efst í lesvæðinu.

 • Sendandi hvers skeytis fyrir sig.

 • Hvenær hvert skeyti var móttekið.

Þegar þú opnar skeyti í lessvæðinu, birtist einnig eftirfarandi:

 • Hvaða skeyti það er svar við (ef það á við).

 • Mappan sem skeytið er geymt í er beint fyrir neðan nafn sendanda, ef skeytið er ekki vistað í núverandi möppu.

 • Staða sendanda og viðtakanda í spjalli, sem er auðkennt með lituðum punkti við hliðina á nöfnum þeirra. Smelltu á punktinn til að skoða aðgerðir sem þér standa til boða.

 • Valmyndin Aðgerðir . Smelltu á Aðgerðir til að skoða lista yfir aðgerðir fyrir skeytið.

 • Tengsl skeytisins við önnur skeyti í samtalinu, en tengslin eru gefin til kynna með lóðréttri línu og punktum.

Hvernig svara ég skeyti í samtalsyfirlitinu?

Þegar þú smellir á skeyti í samtalsyfirlitinu er nýjasta skeytið auðkennt. Ef þú smellir á Svara svara, Svara öllum eða Framsenda framsenda, þá er nýjasta skeytið það sem þú svarar eða framsendir.

TIl að svara eða framsenda annað skeyti í samtalinu, veldu þá skeytið til að auðkenna það og smelltu síðan á Svara svara, Svara öllum eða Framsenda framsenda. Þú getur valið skeytið í listayfirlitinu eða í lessvæðinu.

Þú getur einnig smellt á Aðgerðir í skeyti til að skoða lista yfir aðgerðir fyrir það skeyti, þ.m.t. að svara því.

Hvernig kveiki ég og slekk á samtalsyfirlitinu?

Í Listayfirlitinu smellir þú á Raða eftir og velur síðan gátreitinn við hliðina á Samtal til að kveikja á Samtalsyfirlitinu (merkja í reitinn) eða slökkva á því (hreinsa reitinn).

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Þú átt þess kost að eyða öllu samtalinu eða hluta þess. Þú getur einnig hunsað samtal. Frekari upplýsingar eru í Eyða skeyti.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.