Uppsetning tölvupósts á Android G1

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2014-08-29

Þú getur sett upp tölvupóstreikning með því að nota Exchange-reikning í Android-farsímanum þínum. Ef þú átt síma af annarri gerð skaltu skoða Farsímaaðgerðir. Ef þú átt í vandræðum með að tengja tækið þitt eftir að hafa fylgt þessum skrefum, sjá „Hvað annað er gott að hafa í huga?“ aftast í þessu Hjálparefnisatriði.

Hvernig set ég upp Exchange ActiveSync á Android-farsíma?

 1. Í valmyndinni Forrit velurðu Tölvupóstur. Þetta forrit kann að kallast Póstur á sumum útgáfum Android.

 2. Ritaðu full netfang, til dæmis tony@contoso.com og aðgangsorðið þitt og veldu síðan Áfram.

 3. Veldu Exchange-reikningur. Þessi kostur kann að heita Exchange ActiveSync á sumum útgáfum Android.

 4. Færðu inn eftirfarandi reikningsupplýsingar og veldu Næst.

  • Lén\Notandanafn   Ritaðu fullt netfang í þennan reit. Ef Lén og Notandanafn eru í aðskildum textareitum í þinni Android-útgáfu skaltu skilja reitinn Lén eftir tóman og ritaðu fullt netfang þitt í reitinn Notandanafn.

   noteAth.:
   Á sumum útgáfum Android þarftu að nota sniðið lén\notandanafn. Ef til dæmis netfangið þitt er tony@contoso.com skaltu rita contoso.com\tony@contoso.com. Notandanafnið er fullt netfang þitt.
  • Aðgangsorð   Notaðu aðgangsorðið sem þú notar til að opna reikninginn.

  • Exchange-vefþjónn   Notaðu netfang Exchange-vefþjónsins þíns. Til að finna þetta netfang skaltu skoða "Finna heiti vefþjóns" síðar í þessu efnisatriði.

 5. Um leið og síminn þinn staðfestir stillingar þjónsins birtist skjárinn Valkostir reiknings. Tiltækir valkostir fara eftir útgáfu Android í tækinu þínu. Valkostirnir geta innifalið eftirfarandi:

  • Hversu oft er pósthólf skoðað   Sjálfgefið gildi er Sjálfkrafa (ýta). Þegar þú velur þennan valkost verða tölvupóstskilaboð send í símann þinn þegar þau berast. Við mælum aðeins með að þú notir þennan valkost ef þú ert með ótakmarkaða gagnaáskrift.

  • Magn til að samstilla   Þetta er það póstmagn sem þú vilt geyma á farsímanum þínum. Þú getur valið úr mörgum lengdarvalkostum, til dæmis Einn dagur, Þrír dagar og Ein vika.

  • Láta mig vita þegar tölvupóstur berst   Ef þú velur þennan valkost mun farsíminn þinn láta þig vita þegar þú færð nýjan tölvupóst.

  • Samstilla tengiliði úr þessum reikningi   Ef þú velur þennan valkost verða tengiliðir þínir samstilltir milli símans þíns og reikningsins.

 6. Veldu Áfram og ritaðu síðan heiti fyrir þennan reikning og heitið sem þú vilt að birtist þegar þú sendir öðrum tölvupóst. Veldu Lokið til að ljúka uppsetningu tölvupósts og byrja að nota reikninginn þinn.

  tipÁbending:
  Þú kannt að þurfa að bíða í tíu-til-fimmtán mínútur eftir að þú setur upp reikninginn þinn áður en þú getur sent eða tekið á móti tölvupósti.
Finna heiti vefþjónsins

Til að ákvarða heiti vefþjónsins þíns skaltu nota eftirfarandi skref:

 1. Skráðu þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App.

 2. Á tækjastiku Outlook Web App smellir þú á Hjálp > Um.

 3. Á síðunni Um, undir línunni Ytri POP-stillingar, notar þú gildið Heiti þjóns til að hjálpa þér að ákvarða heiti þjónsins þíns:

  • Ef gildið Ytri POP-stillingar > Heiti þjóns inniheldur heiti póstskipanar þinnar, til dæmis pop.contoso.com, þá er heiti þjónsins þíns það sama og heiti Outlook Web App-þjónsins, án /owa. Til dæmis, ef netfangið sem þú notar til að fá aðgang að Outlook Web App er https://mail.contoso.com/owa er heiti Exchange ActiveSync-þjónsins mail.contoso.com.

  • Ef gildið Ytri POP-stillingar > Heiti þjóns er á sniðinu podxxxxx.outlook.com, er heiti Exchange ActiveSync-þjónsins m.outlook.com. Í sumum tilfellum kunna Android-fartæki að upplifa tengingarvandamál þegar m.outlook.com er notað sem heiti þjóns. Ef þú átt í vandræðum með að tengjast skaltu fara í línuna Heiti hýsils á síðunni Um. Notaðu gildið sem sýnt er undir Heiti hýsils fyrir heiti Exchange ActiveSync-þjónsins fyrir tækið þitt.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum farsíma mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn með Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu síðan að tengjast með farsímanum þínum. Til að fá frekari upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App, sjá Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

 • Þegar þú notar Heiti hýsils sem heiti Exchange-þjóns í stillingum tölvupóstreiknings þíns, ættir þú að vita af því að þessi stilling kann að breytast með tímanum. Til dæmis breytist Heiti hýsils fyrir pósthólfið þitt ef notandapósthólf þitt er fært á annan þjón eða ef það er fært tímabundið vegna uppfærslu þjóns.

 • Ef þú ert UT-sérfræðingur eða tölvupóststjórnandi skaltu lesa bloggfærsluna Tengigeta Exchange ActiveSync biðlara í Office 365 til að fá ítarlegar upplýsingar um vandamál varðandi tengigetu, sem þú kannt að upplifa.

  noteAth.:
  Innihaldi hvers bloggs og vefslóð þess kann að vera breytt fyrirvaralaust. Efnið í hverju bloggi er veitt „EINS OG ÞAÐ ER“ án nokkurrar ábyrgðar og það veitir engan rétt. Notkun meðfylgjandi forskriftadæma eða kóða er háð skilmálunum sem tilgreindir eru í Notkunarskilmálum Microsoft.
 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.