Skýrslugerð fyrir Microsoft Live@edu

 

Á við: Live@edu

Efni síðast breytt: 2010-05-27

Þú getur notað skýrslusíðuna hjá Stjórnendamiðstöð Windows Live til að gera skýrslur um lén skólans þíns. Þessar skýrslur birta gögn um lén sem eru í eigu skólans þíns. Skýrslurnar geta hjálpað þér að greina:

 • Fjölda pósthólfa í léni.

 • Hve margir notendur hafa skráð sig inn á reikninginn sinn a.m.k. einu sinni á 30 daga tilkynningatímabili.

 • Þróun í fjölda virkra pósthólfa í sérhverju léna þinna. Pósthólf er skilgreint sem virkt ef notandi skráir sig inn á það a.m.k. einu sinni á 30 daga tilkynningatímabili.

 • Þróun í fjölda pósthólfa fyrir skólann þinn og hve mörg þessara pósthólfa eru virk.

Hvers konar skýrslur eru í boði?

Þú getur gert þrjár tegundir skýrslna fyrir Microsoft Live@edu lénin þín:

 • Samantekt léns   Skilar upplýsingum um hefðbundna virkni innan léns, t.d. heildarfjölda pósthólfa og fjölda virkra pósthólfa.

 • Notkunarþróun þjónustu   Skilar tölum um fjölda virkra pósthólfa frá einum mánuði til annars.

 • Þróun reikninga innan léns   Ber saman fjölda virkra pósthólfa við heildarfjölda pósthólfa.

Þú getur skoðað myndrænt útfærðar skýrslur hjá Stjórnendamiðstöð Windows Live eða flutt niðurstöðurnar í Microsoft Office Excel.

Hve oft eru gögnin uppfærð?

Hjá Stjórnendamiðstöð Windows Live eru nýjar upplýsingar fyrir Microsoft Live@edu tiltækar í lok hvers mánaðar. Ef þú skráir nýtt lén í byrjun mánaðar verða upplýsingar um það lén ekki tiltækar fyrr en í lok mánaðarins. Ef þú gerir skýrslu fyrir þann tíma mun hún ekki skila neinum niðurstöðum.

Gera skýrslur

Til að gera skýrslur:

 1. Flettu upp á https://domains.live.com/.

 2. Skráðu þig inn á Stjórnendamiðstöð Windows Live og smelltu á Skýrslur.

 3. Veldu eina af eftirfarandi skýrslum á Viðskiptaskýrslu-flipanum:

  • Samantekt léns

  • Notkunarþróun þjónustu

  • Þróun reikninga innan léns

   Ath.   Sem stendur er skýrsla um þróun tölvupóstgeymslu eingöngu í boði fyrir Hotmail. Stuðningur fyrir Outlook Live verður tiltækur í framtíðinni.

 4. Veldu eftirfarandi:

  • Upphafsmánuður

  • Lokamánuður

  • Lénið

 5. Smella á Gera skýrslu.

  Ath.   Ef hægt er að flytja skýrsluna yfir í Excel geturðu smellt á Flytja út í staðinn fyrir Gera skýrslu. Flytja út hnappurinn birtist ekki ef ekki er hægt að flytja skýrsluna út.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.