Leiðbeiningar um smáskipanir (cmdlets) Power Shell í Exchange Online

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-10-31

Stjórnendur póstskipana í skýi geta notað Windows PowerShell með Windows Remote Management (WinRM) í Windows Management Framework til að stýra stillingum fyrir viðtakendur og lén og við skýrslugerð eða úrræðaleit. Hér er stutt lýsing á smáskipunum (cmdlets) sem til staðar er fyrir þessa stjórnendur Outlook Live. Þú getur fengið frekari hjálp um notkun einstakra smáskipana í skipanalínu síðar í þessari grein.

Ath.   Ekki eru allar smáskipanir eða eiginleikar í boði hjá öllum póstskipunum.

Áður en hafist er handa

Upplýsingar um hvernig á að setja upp og grunnstilla Windows PowerShell og tengjast þjónustunni má sjá í Notaðu Windows PowerShell í Exchange Online.

Stjórn viðtakenda

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, grunnstilla og eyða viðtakandahlutum.

Ef þú ert með Microsoft Office 365 tölvupóstskipan þarftu að úthluta leyfum til nýrra pósthólfa því annars verða þau óvirk þegar reynslutíma lýkur. Frekari upplýsingar er að finna í Úthluta Microsoft Online Services leyfi fyrir ný pósthólf.

Pósthólf

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, eyða og grunnstilla pósthólf.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-Mailbox

Skoða upplýsingar um skýjapósthólf.

New-Mailbox

Búa til nýjan notanda í póstskipan þinni sem er með pósthólf í tölvupóstþjónustu í skýjum.

Remove-Mailbox

Eyða pósthólfi.

Get-RemovedMailbox

Skoða eydd pósthólf sem hægt er að endurheimta.

Set-Mailbox

Breyta stillingum pósthólfs sem er til staðar.

Undo-SoftDeletedMailbox

Þessi smáskipun er aðeins í boði fyrir Microsoft Live@edu og Microsoft Office 365 hjá menntastofnunum. Notaðu smáskipunina Undo-SoftDeletedMailbox til að endurheimta pósthólf sem hefur verið eytt. Hægt er að endurheimta pósthólf innan 30 daga frá eyðingu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Dreifingarhópar

Nota þessar smáskipanir til að skoða , eyða og grunnstilla dreifingarhópa, stundum kallaðir „almenningshópar“, og varða öryggishópa. Dreifingarhópur, sem einnig er kallaður almenningshópur, er hópur tveggja eða fleiri einstaklinga sem birtist í samnýttu tengiliðaskránni. Frekari upplýsingar er að finna í Distribution Groups.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-DistributionGroup

Skoða upplýsingar um tiltekna dreifingarhópa eða sækja lista yfir dreifingarhópa sem eru í samnýttri nafnaskrá. Dreifingarhópar eru stundum kallaðir „almenningshópar“.

New-DistributionGroup

Búa til dreifingarhóp.

Remove-DistributionGroup

Eyða dreifingarhóp.

Set-DistributionGroup

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi dreifingarhóps.

Add-DistributionGroupMember

Bæta viðtakanda við dreifingarhóp sem er til staðar.

Get-DistributionGroupMember

Skoða aðila að dreifingarhóp sem er til staðar.

Remove-DistributionGroupMember

Eyða viðtakanda úr aðild að dreifingarhópi.

Update-DistributionGroupMember

Skrifa yfir núverandi aðild að dreifingarhópi.

Get-Group

Skoða alla dreifingarhópa, öryggishópa og hlutaverkahópa í póstskipaninni.

Set-Group

Breyta eiginleikum hóps sem þú getur ekki með öðru móti breytt með smáskipuninni Set-DistributionGroup.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Kvikir dreifingarhópar

Nota þessar smáskipanir til að skoða , eyða og grunnstilla kvika dreifingarhópa í póstskipaninni. Ólíkt föstum lista yfir meðlimi venjulegs dreifingarhóps er listi yfir meðlimi kviks dreifingarhóps reiknaðir í hvert sinn og skeyti er sent til hópsins. Útreikningurinn byggist á síum og skilyrðum sem þú skilgreinir þegar hópurinn er búinn til. Frekari upplýsingar er að finna í Kvikir dreifingarhópar.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-DynamicDistributionGroup

Skoða stillingar á fyrirliggjandi kvikum dreifingarhóp.

New-DynamicDistributionGroup

Búa til kvikan dreifingarhóp.

Remove-DynamicDistributionGroup

Eyða kvikum dreifingarhóp.

Set-DynamicDistributionGroup

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi kviks dreifingarhóps.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Ytri tengiliðir

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, eyða og grunnstilla ytri tengliði. Ytri tengiliðir eru aðilar utan fyrirtækisins sem hægt er að birta í tengiliðaskránni. Frekari upplýsingar er að finna í Ytri tengiliðir í tengiliðaskránni.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MailContact

Skoða upplýsingar um tiltekinn ytri tengilið eða tengiliði.

New-MailContact

Búa til samnýtta tengiliðaskrá fyrir ytri tengiliði.

Remove-MailContact

Eyða tengilið úr samnýttri tengiliðaskrá.

Set-MailContact

Breyta stillingum fyrir fyrirliggjandi ytri tengilið.

Get-Contact

Skoða upplýsingar um tiltekna tengiliði eða sækja lista yfir tengiliði sem eru í samnýttri nafnaskrá.

Set-Contact

Breyta eiginleikum tengiliðs sem er til staðar. Ath.: Ef þú vilt geta sent tölvupóst til tengiliðar skaltu nota smáskipanirnar *-MailContact .

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Póstnotendur

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, eyða og grunnstilla póstnotendur. Póstnotandi er með reikning í þinni póstskipan en er ekki með pósthólf. Í staðinn fær póstnotandi tölvupóst sendan á ytra netfang. Frekari upplýsingar er að finna í Búa til póstnotendur.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MailUser

Skoða upplýsingar um póstnotendur í póstskipan þinni.

New-MailUser

Búa til nýjan póstnotanda í póstskipan þinni.

Remove-MailUser

Eyða fyrirliggjandi póstnotanda.

Set-MailUser

Breyta stillingum póstnotanda sem er til staðar.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Annar viðtakandi smáskipana

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-LinkedUser

Skoða upplýsingar um tengdan notandareikning. Tengdir notendareikningar eru notaðir til sannvottunar á blandaðri innleiðingu og með Exchange Recipient Management Web Services. Notandi í þinni póstskipan getur verið tengdur við ytri notanda eða vottorð.

Set-LinkedUser

Breyta eiginleikum tengds notandareiknings.

Get-SecurityPrincipal

Teldu upp öryggisstjórana í þinni póstskipan. Öryggisstjórar eru aðilar, eins og notendur eða öryggishópar, sem hægt er að úthluta leyfi og stjórnandaréttindi.

Get-Recipient

Skoða upplýsingar um alla hluti sem leyfa póst í póstkipan þinni. Niðurstöður sem skilað er fela í sér pósthólf, póstnotendur, tengiliði, dreifingarhópa og kvika dreifingarhópa.

Get-User

Skoða upplýsingar um pósthólf og póstnotendur í póstskipan þinni.

Set-User

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi pósthólfs eða póstnotanda.

New-MailMessage

Búðu til tölvupóstskeyti og settu skeytið í möppuna Drög í pósthólfi notanda.

Test-MAPIConnectivity

Sannprófa að tiltekið pósthólf geti tengst með MAPI-samskiptareglu, sem er notuð af Microsoft Office Outlook.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Úthlutun

Notaðu þessar smáskipanir til að úthluta miklum fjölda nýrra pósthólfa með því að nota CSV-skrá þar sem gildi eru aðskilin með kommum. Frekari upplýsingar er að finna í Nýir Exchange Online notendur fluttir inn með CSV-skrá.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-ProvisioningRequest

Skoða stöðuupplýsingar um núverandi úthlutunarbeiðni. Úthlutunarbeiðni býr til nýtt pósthólf í skýi fyrir þá notendur sem tilgreindir eru í CSV-skránni.

New-ProvisioningRequest

Býr til nýja safnúthlutunarbeiðni fyrir hóp notenda sem auðkenndur er í CSV-skrá. CSV-skráin er athuguð og, sé hún staðfest er úthlutunarbeiðni búin til í bið. Úthlutunarferlið hefst með Start-ProvisioningRequest smáskipuninni.

Remove-ProvisioningRequest

Stöðvar vinnslu safnúthlutunarbeiðni sem er í bið eða í gangi.

Start-ProvisioningRequest

Ræsir úthlutunarbeiðni í bið sem búin var til með New-ProvisioningRequest smáskipuninni.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Flutningur

Notaðu þessar smáskipanir til að flytja póst frá innanhússpóstkerfi yfir í skýjaskipanina. Frekari upplýsingar er að finna í Yfirlit yfir flutning tölvupósts.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MigrationBatch

Skoða upplýsingar um núgildandi yfirfæsluhóp fyrir tölvupóst.

New-MigrationBatch

Búa til nýjan yfirfæsluhóp til að yfirfæra pósthólfsgögn frá öllum IMAP-þjónum innanhúss eða Microsoft Exchange kerfi í pósthólf í skýi. Í IMAP-yfirfærslu þarf að útbúa pósthólf í skýi áður en gögnin eru yfirfærð.

Remove-MigrationBatch

Eyðir flutningshóp sem er ekki í gangi eða er lokið.

Set-MigrationBatch

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi flutningshóps.

Start-MigrationBatch

Hefja yfirfærslu fyrir yfirfærslurhóp í bið.

Stop-MigrationBatch

Stövða vinnslu yfirfærsluhóps sem er í gangi.

Test-MigrationServerAvailability

Staðfestir að þú getir átt í samskiptum við innanhússpóstþjón sem hýsir pósthólfsgögnin sem þú vilt yfirfæra í pósthólf í skýi.

Get-MigrationStatus

Skoða upplýsingar um allar yfirfærslur sem eru í gangi.

Get-MigrationUser

Skoða upplýsingar um stöðu pósthólfs staks notanda eða pósthólf allra notenda í flutningshópnum sem verið er að vinna.

Get-MigrationUserStatistics

Skoða upplýsingar um stöðu flutnings staks innanhússpósthólfs yfir í skýið.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Heimildir

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, úthluta og fjarlægja heimildir sem veittar hafa verið til notenda á léninu þínu.

Hlutverkahópar stjórnenda

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, eyða og breyta hlutverkahópum kerfisstjóra. Hlutverkahópur stjórnanda er alhliða öryggishópur með stjórnunarréttindi. Frekari upplýsingar er að finna í Hlutverkahópar stjórnenda.

 

Smáskipun (cmdlet) Færibreyta

Get-RoleGroup

Skoða upplýsingar um tiltekna hlutverkahópa eða sækja lista yfir hlutverkahópa í póstskipaninni.

New-RoleGroup

Búa til hlutverkahóp.

Remove-RoleGroup

Eyða hlutverkahópi.

Set-RoleGroup

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi hlutverkahóps.

Add-RoleGroupMember

Bæta viðtakanda við fyrirliggjandi hlutverkahóp.

Get-RoleGroupMember

Skoða meðlimi í fyrirliggjandi hlutverkahópi.

Remove-RoleGroupMember

Eyða viðtakanda úr aðild að hlutverkahópi.

Update-RoleGroupMember

Skrifa yfir núverandi aðild að hlutverkahópi.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Úthlutunarreglur hlutverka

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, eyða og breyta úthlutunarreglum. Svokallaðar Úthlutunarreglur hlutverka eru söfn eins eða fleiri stjórnunarhlutverka notenda sem gera notendum kleift að stjórna stillingum fyrir reikningana sína og dreifingarhópa. Frekari upplýsingar er að finna í Hlutverkaúthlutunarreglur.

Ath.:   Í Live@edu póstskipunum er ekki hægt að búa til, eyða eða breyta eiginleikum úthlutunarreglu. Hins vegar er hægt að bæta við eða fjarlægja notendahlutverk sem úthlutað er til hlutverkaúthlutunarreglu.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-RoleAssignmentPolicy

Skoða upplýsingar um tilteknar hlutverkaúthlutunarreglur eða sækja lista yfir hlutverkaúthlutunarreglur í póstskipaninni.

New-RoleAssignmentPolicy

Búa til nýja úthlutunarreglu hlutverka.

Remove-RoleAssignmentPolicy

Eyða úthlutunarreglu hlutverka.

Set-RoleAssignmentPolicy

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi úthlutunarreglu hlutverka.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Hlutverkamiðuð aðgangsstýring

Notaðu þessar smáskipanir til að stýra hlutverkum með hlutverkamiðuðum aðgangsstýringum innan póstskipaninnar. Þú notar hlutverkamiðaðar aðgangsstýringar til að úthluta notendum heimildir. Stjórnunarhlutverk skilgreina allar heimildir og aðgengi. Stjórnunarhlutverk er einnig kallað RBAC-hlutverk eða einfaldlega hlutverk og það skilgreinir að hverju notendur hafa aðgang og hvaða verk þeir geta framkvæmt. Frekari upplýsingar er að finna í Hlutverkamiðuð aðgangsstýring.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-ManagementRole

Skoða stjórnunarhlutverk sem í boði eru í póstskipaninni.

New-ManagementRole

Búa til nýtt stjórnunarhlutverk sem byggir á fyrirliggjandi hlutverki.

Remove-ManagementRole

Fjarlægja stjórnunarhlutverk. Þú getur einungis fjarlægt hlutverk sem þú hefur búið til. Þú getur ekki fjarlægt innbyggð hlutverk.

Get-ManagementRoleAssignment

Skoða stjórnunarhlutverk sem þegar er úthlutað til tiltekins notanda.

New-ManagementRoleAssignment

Úthluta nýju stjórnunarhlutverki til notanda.

Remove-ManagementRoleAssignment

Fjarlægja stjórnunarhlutverk frá notanda.

Set-ManagementRoleAssignment

Breyta stillingum á úthlutun stjórnunarhlutverka, svo sem tengdu stjórnunarumfangi.

Add-ManagementRoleEntry

Bæta aðgangi að tiltekinni smáskipun og færibreytum við stjórnunarhlutverk sem fyrir er.

Get-ManagementRoleEntry

Skoða smáskipanir og færibreytur sem í boði eru fyrir fyrirliggjandi stjórnunarhlutverk.

Remove-ManagementRoleEntry

Fjarlægja aðgang að smáskipun frá fyrirliggjandi stjórnunarhlutverki.

Set-ManagementRoleEntry

Bæta við eða fjarlægja aðgang að færibreytu.

Get-ManagementScope

Skoða stjórnunarumfang sem skilgreint er fyrir póstskipan þína. Stjórnunarumfang ákvarðar þá hluti sem standa notanda til boða. Til dæmis er stjórnunarumfang fyrir dæmigerðan notanda takmarkað við reikning hans eða hennar. Stjórnunarumfang hjá stjórnanda póstskipanar nær til allra hluta í léninu.

New-ManagementScope

Skilgreina nýtt stjórnunarumfang.

Remove-ManagementScope

Fjarlægja stjórnunarumfang. Þú getur einungis fjarlægt stjórnunarumfang sem þú hefur skilgreint.

Set-ManagementScope

Breyta skilgreiningu á fyrirliggjandi stjórnunarumfangi.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Leyfi fyrir pósthólf

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, úthluta og afturkalla heimildir fyrir pósthólf og möppur í pósthólfum.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Add-MailboxPermission

Veita notanda heimild til að opna pósthólf annars notanda.

Get-MailboxPermission

Skoða heimildir sem úthlutað hefur verið til pósthólfs notanda.

Remove-MailboxPermission

Fjarlægja heimildir frá notanda til fjarlægja aðgang að pósthólfi annars notanda.

Add-MailboxFolderPermission

Veita notanda heimild til að opna möppu í pósthólfi annars notanda. Til dæmis geturðu veitt notanda heimild til að stjórna dagbók annars notanda. Viðtökumappan er tilgreind í þessu sniði: alias:\foldername.

Get-MailboxFolderPermission

Skoða úthlutaðar heimildir til að opna tiltekna möppu í pósthólfi notanda.

Set-MailboxFolderPermission

Breyta heimildum sem úthlutað er á tiltekna möppu í pósthólfi notanda.

Remove-MailboxFolderPermission

Fjarlægja heimildir frá notanda til fjarlægja aðgang að tiltekinni möppu í pósthólfi annars notanda.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Heimildin Senda sem

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, úthluta og afturkalla Senda sem heimildir. Heimildin Senda sem, einnig þekkt sem heimildin SendAs, gefur notanda leyfi til að nota netfang annars viðtakanda sem netfang sendandans. Frekari upplýsingar er að finna í Veita notendum heimildina Senda sem.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Add-RecipientPermission

Veita notendum heimildina Senda sem.

Get-RecipientPermission

Skoða heimildina Senda sem úthlutað er til notenda.

Remove-RecipientPermission

Afturkalla heimildina Senda sem frá notendum.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Eftirlit

Notaðu þessar smáskipanir til að auðvelda póstskipaninni að vinna í samræmi við lagalegar kröfur eða kröfur fyrirtækis.

Leit í mörgum pósthólfum

Notaður þessar smáskipanir til að leita í pósthólfum í póstskipanarinnar að tölvupósti og öðrum tegundum skeyta sem innihalda tiltekin leitarorð. Þessar smáskipanir eru aðeins skilgreindar í hlutverkinu Pósthólfsleit og ætti að úthluta til leitarstjóra. Til nota smáskipunina pósthólfsleit verður þú að vera meðlimur í stjórnendahópi leitar. Frekari upplýsingar er að finna í Veita notendum aðgang að leit í mörgum pósthólfum.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MailboxSearch

Skoða leitaraðgerðir í mörgum pósthólfum sem eru í gangi, lokið eða hafa verið stöðvaðar.

New-MailboxSearch

Búa til nýja leit í mörgum pósthólfum. Þú skilgreinir leitarbreytur með þessari smáskipun en keyrir í raun leitina með smáskipuninni Start-MailboxSearch cmdlet.

Remove-MailboxSearch

Fjarlægja leit í mörgum pósthólfum.

Search-Mailbox

Leita í pósthólfi og afrita niðurstöðurnar á tiltekið pósthólf, eyða skeytum úr upprunalega pósthólfinu, eða bæði.

Ath.   Þessi smáskipun er einnig tiltæk í hlutverkinu Flytja inn/flytja út pósthólf. Að sjálfgefnu er hlutverkinu Flytja inn/flytja út pósthólf ekki úthlutað á neinn hlutverkahóp.

Set-MailboxSearch

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi leitar í mörgum pósthólfum.

Start-MailboxSearch

Hefja eða halda áfram fyrirliggjandi leit í mörgum pósthólfun sem búin var til með smáskipuninni New-MailboxSearch.

Stop-MailboxSearch

Stöðva yfirstandandi leit í mörgum pósthólfum.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Flutningsreglur

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, grunnstilla og eyða viðtakandahlutum. Þú getur notað flutningsreglur til að stjórna flæði tölvupósts í póstskipaninni. Þú skilgreinir sérstakar eigindir fyrir skeyti, eða skilyrði, og aðgerðir sem þú vilt að gildi um skeyti sem innihalda eigindirnar. Frekari upplýsingar er að finna í Reglur fyrir alla póstskipanina.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Disable-TransportRule

Gera flutningsreglu óvirka.

Enable-TransportRule

Gera flutningsreglu virka.

Get-TransportRule

Skoða upplýsingar um tilteknar flutningsreglur eða sækja lista yfir flutningsreglur í póstskipaninni.

New-TransportRule

Búa til flutningsreglu.

Remove-TransportRule

Eyða flutningsreglu.

Set-TransportRule

Breyta eiginleikum flutningsreglu.

Get-TransportRuleAction

Skoða upplýsingar um tilteknar aðgerðir flutningsreglu eða sækja lista yfir tiltækar aðgerðir flutningsreglu í póstskipaninni.

Get-TransportRulePredicate

Skoða upplýsingar um tilteknar fullyrðingar flutningsreglu eða sækja lista yfir tiltækar fullyrðingar flutningsreglu í póstskipaninni. Hægt er að nota fullyrðingar flutningsreglu sem skilyrði eða undantekningu í flutningsreglu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Umsjónarreglur

Notaðu þessar smáskiptanir til að skoða og stilla umsjónarreglur í Live@edu póstskipunum. Eftirlitsreglur stjórna því hverjir geta sent tölvupóst til og móttekið tölvupóst frá notendum í þinni póstskipan og síað og hafnað tölvupósti sem inniheldur óæskileg orð. Frekari upplýsingar er að finna í Umsjónarreglur.

Ath.   Umsjónarreglur eru ekki til staðar í Microsoft Office 365.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Add-SupervisionListEntry

Bæta við færslu við heimildarlistann eða höfnunarlista yfir tilgreinda notendur.

Get-SupervisionListEntry

Skoða heimildarfærslu og höfnunarfærslu fyrir tilgreindan notanda.

Remove-SupervisionListEntry

Fjarlægja færslu af heimildar- eða höfnunarlista tiltekins notanda.

Get-SupervisionPolicy

Skoða stillingar á eftirlitsreglum fyrir póstskipanina.

Set-SupervisionPolicy

Grunnstilla eftirlitsreglu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Stjórnun upplýsingaréttinda

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og stilla eiginleika fyrir stjórnun upplýsingaréttinda (IRM, information rights management) í póstskipaninni. Stjórnun upplýsingaréttinda (IRM) veitir vernd til að stýra hver getur nálgast, framsent, prentað eða afritað viðkvæm gögn innan tölvupósts. Frekari upplýsingar er að finna í Setja upp og stjórna Stjórnun upplýsingaréttinda í Exchange Online.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-IRMConfiguration

Skoða IRM-stillingar í póstskipaninni.

Set-IRMConfiguration

Breyta eiginleikum IRM-stillingar í póstskipaninni.

Test-IRMConfiguration

Prófa virkni IRM-stillingar í póstskipaninni.

Get-RMSTemplate

Skoða upplýsingar um sérstök réttindastefnusniðmát réttindaþjónustu Active Directory (AD RMS) eða sækja lista yfir sniðmátin í póstskipanina.

Set-RMSTemplate

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi réttindastefnusniðmáts AD RMS.

Get-RMSTrustedPublishingDomain

Skoða stillingar fyrirliggjandi trausts útgáfuléns í póstskipaninni. Traust útgáfulén geymir nausynlega stillingar til að nota RMS-eiginleika í póstskipaninni. Notendur geta t.d. notað AD RMS réttindastefnusniðmát í tölvupóstskeytum.

Import-RMSTrustedPublishingDomain

Flytja traust útgáfulén úr innanhúss þjóni sem keyrir AD RMS inn í póstskipanina.

Remove-RMSTrustedPublishingDomain

Fjarlægja fyrirliggjandi traust útgáfulén sem þú fluttir inn í póstskipanina.

Set-RMSTrustedPublishingDomain

Skoða eiginleika fyrirliggjandi trausts útgáfuléns í póstskipaninni.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Outlook-verndarreglur

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og stilla búa til Outlook-verndarreglur. Outlook-verndarreglur eru reglur sem stjórnendur búa til og notaðar eru áður en notandi sendir skeyti með Outlook. Outlook-verndarreglur nota sjálfkrafa AD RMS réttindastefnusniðmát á þessi skeyti áður en þau eru send.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Disable-OutlookProtectionRule

Gera Outlook-verndarreglu óvirka.

Enable-OutlookProtectionRule

Gera Outlook-verndarreglu virka.

Get-OutlookProtectionRule

Skoða upplýsingar um tiltekna Outlook-verndarreglu eða sækja lista yfir Outlook-verndarreglur í póstskipaninni.

New-OutlookProtectionRule

Búa til Outlook-verndarreglu.

Remove-OutlookProtectionRule

Eyða Outlook-verndarreglu.

Set-OutlookProtectionRule

Breyta eiginleikum Outlook-verndarreglu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Varðveislureglur

Nota þessar smáskipanir til að skoða , búa til, fjarlægja og stilla varðveislureglur í póstskipaninni. Varðveisluregla er tengd hópi varðveislureglumerkja sem tilgreina varðveislustillingar fyrir atriði í pósthólfi. Regla kann að innihalda eitt sjálfgefið varðveislustefnumerki og nokkur ósjálfgefin merki. Pósthólf getur eingöngu tengst einni varðveislureglu. Frekari upplýsingar er að finna í Setja upp og stjórna varðveislureglum í Exchange Online.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-RetentionPolicy

Skoða upplýsingar um tilteknar varðveislureglur eða sækja lista yfir varðveislureglur í póstskipaninni.

New-RetentionPolicy

Búa til varðveislureglu.

Remove-RetentionPolicy

Eyða varðveislureglu.

Set-RetentionPolicy

Breyta eiginleikum varðveislureglu.

Get-RetentionPolicyTag

Skoða upplýsingar um tiltekin varðveislureglumerki eða sækja lista yfir varðveislureglumerki í póstskipaninni. Varðveislureglumerki eru notuð til að beita varðveislustillingum á skeyti eða möppur.

New-RetentionPolicyTag

Búa til varðveislureglumerki.

Remove-RetentionPolicyTag

Eyða varðveislureglumerki.

Set-RetentionPolicyTag

Breyta eiginleikum varðveislureglumerkis.

Start-ManagedFolderAssistant

Beita þegar í stað varðveislureglu sem stillt er fyrir tiltekið pósthólf.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Flokkun skeyta

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða , búa til, fjarlægja og stilla varðveislureglur í póstskipaninni. Eftir að þú býrð til skeytaflokkun geta notendur beitt þeim á skeyti með Outlook Web App eða með flutningsreglum. Einnig er hægt að nota flokkun sem skilyrði eða undantekningu í flutningsreglu.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MessageClassification

Skoða upplýsingar um tiltekna skeytaflokkun eða sækja lista yfir skeytaflokkun í póstskipaninni.

New-MessageClassification

Búa til skeytaflokkun.

Remove-MessageClassification

Eyða skeytaflokkun.

Set-MessageClassification

Breyta eiginleikum skeytaflokkunar.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Söfnun og skráning

Nota þessar smáskipanir til að skoða og stilla söfnunar- og skráningarstillingar fyrir póstskipanina. Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi efnisatriðum:

Ath.   Geymsla er ekki í boði fyrir Live@edu póstskipanir.

 

Smáskipanir Lýsing

Disable-Mailbox

Loka safni fyrir fyrirliggjandi pósthólf með færibreytunni Archive.

Enable-Mailbox

Opna safn fyrir fyrirliggjandi pósthólf með færibreytunni Archive .

Disable-JournalRule

Gera skráningarreglu óvirka. Skráningarreglur eru notaðar til að skrá eða tölvupóstskeyti sem send eru til eða frá tilteknum viðtakendum. Þegar skeyti samsvarar skilyrðunum sem skilgreind eru í skráningarreglunni er það skráð.

Enable-JournalRule

Gera skráningarreglu virka.

Get-JournalRule

Skoða upplýsingar um tilteknar skráningarreglur eða sækja lista yfir skráningarreglur í póstskipaninni.

New-JournalRule

Búa til samskiptaskrárreglu.

Remove-JournalRule

Eyða skráningarreglu.

Set-JournalRule

Breyta eiginleikum flutningsreglu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Skýrslugerð

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða skýrslur og talnagögn fyrir lénið póstskipanina.

Endurskoðunarskráning

Notaðu þessar smáskipanir til að stilla endurskoðunarskráningu og skoða endurskoðunarskýrslur. Endurskoðunarskráning skráir tilteknar aðgerðir tiltekinna notenda. Frekari upplýsingar er að finna í Nota endurskoðunarskráningu til að skrá aðgerðir notanda.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Search-AdminAuditLog

Leita í efni endurksoðunarskrár stjórnanda.

Write-AdminAuditLog

Bæta athugasemd við endurskoðunarskrá stjórnanda.

Get-AdminAuditLogConfig

Skoða grunnstillingar fyrir núverandi endurskoðunarskráningu stjórnanda.

New-AdminAuditLogSearch

Leita í efni endurskoðunarskrár stjórnanda og senda niðurstöður til viðtakenda sem þú tilgreinir.

Get-MailboxAuditBypassAssociation

Skoða reikninga sem undanþegnir eru endurskoðunarskráningu pósthólfa.

Set-MailboxAuditBypassAssociation

Tilgreina reikninga sem undanþegnir eru endurskoðunarskráningu pósthólfa. Þú getur t.d. tilgreint þjónustureikninga sem fara reglulega inn á pósthólf til að minnka óþarfa færslur í endurskoðunarskráninum.

Search-MailboxAuditLog

Leita í efni endurksoðunarskrár pósthólfs.

New-MailboxAuditLogSearch

Leita í efni endurskoðunarskrár pósthólfs og senda niðurstöður til viðtakenda sem þú tilgreinir.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Skeytarakning

Notaðu þessar smáskipanir til að fylgjast með afhendingarskýrslum um skilaboð sem send eru frá eða í tiltekin pósthólf í póstskipaninni. Frekari upplýsingar er að finna í Afhendingarskýrslur fyrir stjórnendur.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-MessageTrackingReport

Birtir gögn fyrir tiltekna skeytarakningarskýrslu. Þessi smáskipun krefst þess að þú tilgreinir auðkenni fyrir þá skýrslu sem þú vilt skoða. Þessvegna þarftu fyrst að nota smáskipunina Search-MessageTrackingReport til að finna skýrsluauðkenni fyrir tiltekið skeyti. Þá flyturðu skýrsluauðkenni úr niðurstöðu Search-MessageTrackingReport yfir í Get-MessageTrackingReport smáskipunina.

Search-MessageTrackingReport

Finna skeytarakningarskýrslu á grunvelli leitarskilyrða. Þá geturðu flutt skýrsluauðkennið úr niðurstöðu Get-MessageTrackingReport smáskipunina til að fá ítarlegar upplýsingar.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Aðrar smáskipanir fyrir skýrslur

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-FailedContentIndexDocuments

Skoða lista yfir skjöl í pósthólfi sem ekki er hægt að skrá með leit í Exchange.

Get-LogonStatistics

Skoða upplýsingar um opnar innskráningarlotur í tilteknu pósthólfi, eins og um notandanafn, innskráðan tíma og síðasta aðgangstíma. Notandi verður að skrá sig út til að loka innskráningarlotu, því geta birst margar lotur fyrir notendur sem aðeins loka vafranum.

Get-MailboxFolderStatistics

Skoða upplýsingar um möppur í tilteknu pósthólfi, þ.m.t. fjölda og stærð atriða í möppunni, heiti hennar og auðkenni ásamt öðrum upplýsingum.

Get-MailboxStatistics

Skoða upplýsingar um tiltekið pósthólf, eins og um stærð pósthólfsins, fjölda skeyta sem þar eru og hvenær það var síðast opnað.

Get-RecipientStatisticsReport

Skoða upplýsingar um heildarfjölda viðtakenda í póstskipuninni, þ.m.t. fjölda pósthólfa, virk pósthólf, tengiliði og dreifingarhópa.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Lén

Nota þessar smáskipanir til að skoða og grunstilla stillingar innri og ytri léna sem skilgreind eru í pósskipaninni.

Samþykkt lén

Nota þessar smáskipanir til að skoða og stilla samþykkt lén. Samþykkt lén er hvaða SMTP-nafnrými sem er sem skýjapóstskipanin sendir eða móttekur tölvupóst fyrir. Frekari upplýsingar eru í Samþykkt lén.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-AcceptedDomain

Skoða grunnstillingarupplýsingar fyrir öll samþykkt lén eða tiltekin samþykkt lén.

Set-AcceptedDomain

Grunnstilla stillingar fyrir samþykkt lén sem þú hefur skráð í tölvupóstþjónustu í skýi.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Fjartengd lén

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða, búa til, grunnstilla og eyða fjartengd lén. Fjarlén skilgreina póstflæðisstillingar út frá viðtökuléni hvers tölvupóstskeytis. Frekari upplýsingar er að finna í Fjartengd lén.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-RemoteDomain

Skoða grunnstillingarupplýsingar fyrir öll ytri lén eða tiltekin ytri lén.

New-RemoteDomain

Búa til færslu fyrir nýtt fjarlén þannig að hægt sé að grunnstilla skeytissnið og reglur fyrir skeyti sem send eru á það lén.

Remove-RemoteDomain

Fjarlægja færslu ytra léns.

Set-RemoteDomain

Grunnstilla skeytissnið og stillingar reglu fyrir færslur fyrirliggjandi ytra léns.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Stillingar pósthólfs

Notaðu þessar smáskipanir til að grunnstilla og stjórna því hvernig notendur fá aðgang að tölvupóstþjónustu í skýi.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-CASMailbox

Skoða samskiptareglurnar sem eru virkar fyrir tengingar biðlara fyrir eitt eða fleiri pósthólf í póstskipaninni.

Set-CASMailbox

Grunnstilla samskiptareglur fyrir aðgangstengingu biðlara sem eru virkar fyrir tiltekið pósthólf.

Get-CASMailboxPlan

Skoða sjálfgefnar aðgangsstillingar biðlara sem eru notaðar í nýjum pósthólfum í póstskipaninni.

Get-OWAMailboxPolicy

Skoða stefnurnar sem nota má á pósthólf sem tengjast með Outlook Web App og grunnstillingar fyrir þessar stefnur.

Get-MailboxPlan

Skoða upplýsingar um pósthólfsáætlanir í póstskipan þinni og stillingar þeirra. Pósthólfsáætlun er sniðmát fyrir notandaúthlutun.

Set-MailboxPlan

Breyta nafni til birtingar á pósthólfsáætlun eða velja aðra pósthólfsáætlun sem sjálfgefna.

New-OWAMailboxPolicy

Búa til nýja stefnu sem nota má á pósthólf í póstskipan þinni til að framfylgja stillingum Outlook Web App tenginga.

Remove-OWAMailboxPolicy

Fjarlægja fyrirliggjandi stefnu sem notuð er til að framfylgja stillingum á Outlook Web App tengingum.

Set-OwaMailboxPolicy

Grunnstilla fyrirliggjandi stefnu sem er notuð á pósthólfin í póstskipaninni til að framfylgja stillingum Outlook Web App tenginga.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Stillingar póstskipanar

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og grunstilla stillingar í alltri póstskipaninni.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-OrganizationConfig

Skoða upplýsingar um ýmsar stillingar í póstskipaninni.

Set-OrganizationConfig

Grunnstilla ýmsar stillingar í póstskipaninni.

Get-TransportConfig

Skoða grunnstillingu flutnings, svo sem tungumálið sem notað til að senda afhendingarstöðu (Delivery Status Notifications (DSN)).

Set-TransportConfig

Breyta grunnstillingum flutnings, svo sem tungumáli afhendingarstöðu (DSN).

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Persónugerving forrita

Smáforritið fær RBAC-hlutverkið ApplicationImpersonation og notar vefþjónustu Microsoft Exchange (EWS) til að leyfa aðgang forrita að pósthólfum Exchange Online. Frekari upplýsingar má finna í þessu efnisatriði á MSDN.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Impersonate-ExchangeUser

Gefur tilteknum þjónustureikningi forritsaðgang að pósthólfum notenda.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Sameinuð miðlun og blönduð innleiðing

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og grunnstilla sameinaða miðlun og blandaða innleiðingu í póstskipaninni.

Sameinuð miðlun

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og setja upp stillingar sameinaðrar miðlunar innan lénsins. Sameinuð miðlun, einnig kölluð sameinuð samnýting, notar Microsoft Federation Gateway, skýjaþjónustu frá Microsoft, sem traustan miðlara á milli innanhússpóstskipanar þinnar í Microsoft Exhange Server 2010 og skýjapósthólfsins þíns. Frekari upplýsingar er að finna í Grunnstilla sameinaða miðlun í skýinu.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-FederatedOrganizationIdentifier

Skoða auðkenni sameinaðrar póstskipanar og tengdar upplýsingar, s.s. sameinuð lén, tengilið póstskipanar og stöðu.

Set-FederatedOrganizationIdentifier

Grunnstilla auðkenni sameinaðrar póstskipanar.

Get-FederationInformation

Skoða upplýsingar fyrir sameiningu, þ.m.t. sameinuð lénsheiti og markslóðir, frá utanaðkomandi Exchange-póstskipan.

Get-FederationTrust

Skoða traust í bandalögum sem sett er fram fyrir póstskipanina.

Get-OrganizationRelationship

Skoða stillingar fyrir vensl sameinaðrar miðluna fyrir samnýtingu á laus/upptekin/n eða öruggri miðlun skeyta á milli póstskipana.

New-OrganizationRelationship

Útbúa vensl sameinaðrar miðlunar á milli póstskipana.

Remove-OrganizationRelationship

Fjarlægja vensl sameinaðrar miðlunar á milla póstskipana.

Set-OrganizationRelationship

Stilla vensl sameinaðrar miðlunar á milli póstskipana.

Test-OrganizationRelationship

Staðfesta að vensl sameinaðrar miðlunar á milli póstskipana séu rétt stillt og virki með réttum hætti.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Samnýtingarstefna

Nota þessar smáskipanir til að skoða og stilla samnýtingarreglur. Samnýtingarreglur stýra hverning notendur innan póstskipanar geta samnýtt dagatöl og tengiliðaupplýsingar með notendum utan póstskipanarinnar.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-SharingPolicy

Skoða upplýsingar um tilteknar samnýtingarreglur eða sækja lista yfir samnýtingarreglur í póstskipaninni.

New-SharingPolicy

Búa til nýja samnýtingarreglu.

Remove-SharingPolicy

Eyða samnýtingarreglu. Áður en þú getur eytt samnýtingarreglu þarftu að staðfesta að reglunni hafi ekki verið úthlutað á eitthvað pósthólf.

Set-SharingPolicy

Breyta stillingum fyrirliggjandi samnýtingarreglu.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Upplýsingar um viðveru

Notaðu þessi smáforrit til að skoða og grunnstilla viðveruupplýsingar sem póstskipanin deilir með öðrum póstskipunum.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Add-AvailabilityAddressSpace

Skilgreina aðgangsaðgerð og tengd skilríki sem notuð eru til að miðla viðveruupplýsingum á milli póstskipana.

Get-AvailabilityAddressSpace

Skoða upplýsingar um hvernig Exchange-póstskipan er grunnstillt til að miðla viðveruupplýsingum á milli póstskipana.

Remove-AvailabilityAddressSpace

Fjarlægja áður skilgreint vistfangspláss fyrir viðveru og tengd skilríki sem notuð eru í viðverubeiðnum á milli póstskipana.

Get-AvailabilityConfig

Skoða reikninga sem treyst er til að miðla viðveruupplýsingum á milli póstskipana.

New-AvailabilityConfig

Búa til miðlun viðveruupplýsinga milli póstskipana.

Remove-AvailabilityConfig

Fjarlægja áður grunnstillta miðlun viðveruupplýsinga milli póstskipana.

Set-AvailabilityConfig

Grunnstilla aðgangsstig fyrir viðveruupplýsingar.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Pósthólfsflutningur

Notaðu þessar smáskipanir til að flytja pósthólf á milli póskipanar í skýi og innanhúss Exchange-póstskipanar. Þegar pósthólf eru flutt á milli skýsins og innanhúss póstskipanar þar að nota blandaða uppssetningu. Frekari upplýsingar er að finna í Exchange Hybrid Deployment and Migration with Office 365.

 

Smáskipanir Lýsing

Get-MoveRequest

Skoða stöðu á pósthólfsflutningi í gangi sem ræstur var með smáskipuninni New-MoveRequest.

New-MoveRequest

Útbúa nýjan pósthólfsflutning.

Remove-MoveRequest

Hætta við pósthólfsflutning sem var ræstur með smáskipuninni New-MoveRequest.

Resume-MoveRequest

Halda áfram flutningi sem var hætt eða sem mistókst.

Set-MoveRequest

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi flutningsbeiðni.

Suspend-MoveRequest

Fresta flutningsbeiðni áður en hún nær stöðunni CompletionInProgress.

Get-MoveRequestStatistics

Skoða ítarlegar upplýsingar um flutningsbeiðni.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Valkostir pósthólfs

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og grunnstilla pósthólfsstillingar notanda sem mögulegar eru í Outlook Web App > Valkostir. Sjá Opna síðuna Valkostir hjá öðrum notanda um hvernig síðan Valkostir er opnuð.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Get-CalendarNotification

Skoða tilkynningarreglur dagbókar í pósthólfi notanda. Notendur geta fengið tilkynningar með textaskilaboðum um breytingar í viðburðum og dagskrá í dagbókinni.

Get-CalendarProcessing

Skoða vinnslustillingar dagbókar fyrir tiltekið pósthólf. Dæmigerð gildi eru AutoUpdate fyrir pósthólf notenda AutoAccept fyrir pósthólf herbergis eða búnaðar.

Set-CalendarProcessing

Breyta vinnslustillingum dagbókar fyrir tiltekið pósthólf. Einnig er hægt að stilla allar stillingar tilfangs fyrir pósthólf herbergis eða búnaðar.

Disable-InboxRule

Gera innhólfsreglu óvirka í pósthólfi notanda. Innhólfsreglur fara með skeyti í innhólfi samkvæmt tilgreindum skilyrðum og framkvæma aðgerðir, s.s. að flytja skeyti í tiltekna möppur eða eyða þeim.

Ath.:   Þegar þú býrð til, breytir, fjarlægir eða gerir innhólfsreglu virka eða óvirka verða reglur hjá þjóninum sem Microsoft Outlook býr til fjarlægðar.

Enable-InboxRule

Gera innhólfsreglu virka í pósthólfi notanda.

Get-InboxRule

Skoða upplýsingar um tiltekna innhólfsreglu eða sækja lista yfir innhólfsreglur í pósthólfi notanda.

New-InboxRule

Búa til innhólfsreglu í pósthólfi notanda.

Remove-InboxRule

Eyða innhólfsreglu í pósthólfi notanda.

Set-InboxRule

Breyta eiginleikum innhólfsreglu í pósthólfi notanda.

Get-MailboxAutoReplyConfiguration

Skoða stillingar fyrir sjálfvirka svörun í pósthólfi notanda.

Set-MailboxAutoReplyConfiguration

Grunnstilla sjálfvirka svörun í pósthólfi notanda.

Get-MailboxCalendarConfiguration

Skoða stillingar fyrir dagbók í pósthólfi notanda.

Set-MailboxCalendarConfiguration

Breyta stillingum fyrir dagbók notanda. Þessar stillingar hafa áhrif á útlit dagbókar og hvernig áminningar virka í Outlook Web App. Þær skilgreina einnig með hvaða hætti fundarboð, svör og tilkynningar eru send til notanda.

Get-MailboxCalendarFolder

Skoða upplýsingar um dagbókarmöppu notanda. Þessar upplýsingar fela m.a. í sér heiti möppunnar, með hvaða hætti hún birtist eða er samnýtt, upphafs- og lokadag daga sem eru birtir, hversu nákvæmar dagbókarupplýsingar eru, hvort hæg sé að leita að slóð dagbókarinnar á netinu og sjálfa slóð dagbókarinnar.

Set-MailboxCalendarFolder

Breyta útgáfu- eða samnýtingarstillingum dagbókarmöppu í pósthólfi notanda.

Get-MailboxJunkEmailConfiguration

Skoða stillingar ruslpóstsreglu fyrir pósthólf notanda.

Set-MailboxJunkEmailConfiguration

Breyta stillingum ruslpóstsreglu fyrir pósthólf notanda.

Get-MailboxMessageConfiguration

Skoða stillingar tölvupóstskeyta í pósthólfi notanda. Þessar stilligar eru m.a. undirskrift, snið skeytisins, valkostir, staðfesting á lestri, lestrarrúða og samtöl.

Set-MailboxMessageConfiguration

Breyta stillingum tölvupóstskeyta í pósthólfi notanda.

Get-MailboxRegionalConfiguration

Skoða svæðisbundnar stillingar í pósthólfi notanda. Þessar stillingar eru m.a. tímabelti, tímasnið, dagsetning og tungumál.

Set-MailboxRegionalConfiguration

Breyta svæðisbundnum stillingum fyrir pósthólf notanda.

Get-MailboxSpellingConfiguration

Skoða villuleitarstillingar Outlook Web App fyrir pósthólf notanda. Þessar stillingar eru m.a. tungumál orðabókar og að hunsa orð með tölum og orð að fullu með hástöfum.

Set-MailboxSpellingConfiguration

Breyta stillingum villuleitar Outlook Web App í pósthólfi notanda.

Get-MessageCategory

Skoða upplýsingar um tiltekinn skeytaflokk eða sækja lista yfir skeytaflokka í pósthólfi notanda.

Get-SendAddress

Skoða neföng í pósthólfi notanda sem hægt er að stilla sem sjálfgefið sendingarnetfang. Þetta á aðeins við hafi notandinn tengt POP, IMAP eða Hotmail áskrift við pósthólfið. Sjálfgefið sendingarnetfang er stillt í færibreytunni SendAddressDefault í smáskipuninni Set-MailboxMessageConfiguration . Notandinn getur skrifað yfir sjálfgefið sendingarnetfang þegar þeir skrifa nýtt skeyti í Outlook Web App.

Get-TextMessagingAccount

Skoða SMS-stillingar í pósthólfi notanda. Þessar stillingar eru m.a. hvort Microsoft Exchange ActiveSync sé virkt, lands- eða svæðisnúmer notandans, auðkenni símafyrirtækisins, auðkenni farsímaþjónustunnar og símanúmerið sem senda á tilkynningar í.

Import-ContactList

Flytja tengiliði notanda í pósthólf í skýi úr .csv-skrá (comma separated value).

Get-HotmailSubscription

Skoða stillingar Hotmail-áskriftar sem er grunnstillt fyrir tiltekið pósthólf.

Set-HotmailSubscription

Breyta stillingum Hotmail-áskriftar sem er grunnstillt fyrir tiltekið pósthólf.

Get-ImapSubscription

Skoða upplýsingar um IMAP-áskrift eða tengdan reikning, fyrir tiltekið pósthólf. Notaðu þessa skipun til að hjálpa til við úrræðaleit vegna IMAP-tengingar notenda.

Set-ImapSubscription

Grunnstilla IMAP-áskrift fyrir tiltekið pósthólf.

Get-PopSubscription

Skoða upplýsingar POP-áskriftar fyrir tiltekið pósthólf. Notaðu þessa skipun til að hjálpa til við úrræðaleit vegna POP-tengingar notenda.

Set-PopSubscription

Grunnstilla POP-áskrift fyrir tiltekið pósthólf.

Get-Subscription

Skoða áskriftir að ytri tölvupóstreikningum fyrir tiltekið pósthólf. Notaðu þessa skipun þegar þú ert óviss um hvers konar áskrift notandi hefur grunnstillt.

Remove-Subscription

Fjarlægja áskrift að ytri tölvupóstreikningi úr pósthólfi notanda.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Exchange ActiveSync

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og stilla xchange ActiveSync fyrir póstskipanina. Frekari upplýsingar er að finna í Umsjón með Exchange ActiveSync fyrir póstskipanina.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Clear-ActiveSyncDevice

Fjarlægja innihald fartækis sem notar Exchange ActiveSync til að tengjast pósthólfi í póstskipaninni. Þessi skipun er venjulega notuð þegar tæki glatast eða er stolið.

Get-ActiveSyncDevice

Skoða lista yfir fartæki sem nota Exchange ActiveSync til að tengjast pósthólfum í póstskipaninni.

Remove-ActiveSyncDevice

Fjarlægja Exchange ActiveSync-tengingar fyrir fartæki úr pósthólfi. Þú þarft að þekkja heiti fartækisins og pósthólfs notandans.

Get-ActiveSyncDeviceAccessRule

Skoða reglu um tækisaðgang Exchange ActiveSync sem þú hefur stofnað með smáskipuninni New-ActiveSyncDeviceAccessRule.

New-ActiveSyncDeviceAccessRule

Útbúa reglu um tækisaðgang Exchange ActiveSync til að gera notendum kleift að samstilla pósthólfin sín við tilteknar línur eða gerðir farsíma.

Remove-ActiveSyncDeviceAccessRule

Fjarlægja fyrirliggjandi reglu um tækisaðgang fyrir Exchange ActiveSync úr póstskipaninni.

Set-ActiveSyncDeviceAccessRule

Stilla fyrirliggjandi reglur um tækisaðgang Exchange ActiveSync.

Get-ActiveSyncDeviceClass

Skoða lista yfir fartæki sem nota Exchange ActiveSync til að tengjast pósthólfum í póstskipaninni.

Get-ActiveSyncDeviceStatistics

Skoða listann yfir farsíma sem grunnstilltir eru til samstillingar við pósthólf tiltekins notanda og tölulegar upplýsingar um samstillinguna fyrir hvert tæki. Upplýsingarnar sem fást innihalda tölulegar upplýsingar eins og síðasta skipti sem samstilling var reynd og auðkenni tækisins.

Get-ActiveSyncMailboxPolicy

Skoða stefnurnar sem beita má á Exchange ActiveSync tæki sem tengd eru pósthólfum í póstskipan þinni og grunnstillingar fyrir þessar stefnur.

New-ActiveSyncMailboxPolicy

Búa til Exchange ActiveSync reglu sem nota má í pósthólfinum í póstskipanar til að framfylgja stillingum tengingar Exchange ActiveSync tækja.

Remove-ActiveSyncMailboxPolicy

Fjarlægja fyrirliggjandi Exchange ActiveSync pósthólfsreglur sem framfylgja stillingum tengdra tækja.

Set-ActiveSyncMailboxPolicy

Grunnstilla fyrirliggjandi stefnu sem notuð er á pósthólfin í póstskipan þinn til að framfylgja stillingum tengdra Exchange ActiveSync tækja.

Get-ActiveSyncOrganizationSettings

Skoða stillingar Exchange ActiveSync fyrir póstskipanina.

Set-ActiveSyncOrganizationSettings

Breyta sjálfgefnum Exchange ActiveSync stillingum fyrir póstskipanina. Þú getur t.d. stillt sjálfgefið aðgangsstig til að heimila, loka fyrir eða setja ný tæki í sóttkví.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

UM-kerfi

Notaðu þessar smáskipanir til að skoða og breyta stillingum UM-kerfis (Unified Messaging) í Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki. Frekari upplýsingar er að finna í Nota UM-kerfi til að tengja Exchange við símakerfi.

Ath.:   UM-kerfi er ekki í boði fyrir Live@edu póstskipanir.

 

Smáskipun (cmdlet) Lýsing

Disable-UMAutoAttendant

Gera fyrirliggjandi virkan sjálfvirkan svarmiðlara óvirkan. Ekki er hægt að gera sjálfvirkan svarmiðlara UM-kerfis óvirkan sé hann tengdur við hringihóp UM-kerfisins með sjálfgefnu UM-hringiáætluninni.

Enable-UMAutoAttendant

Gera fyrirliggjandi óvirkan sjálfvirkan svarmiðlara UM-kerfis virkan. Þegar þú býrð til sjálfvirkan svarmiðlara UM-kerfis verður hann ekki virkur sjálfkrafa. Til að sjálfvirkur svarmiðlari geti svarað mótteknum símtölum þarf fyrst að gera hann virkan.

Get-UMAutoAttendant

Skoða upplýsingar um tiltekna sjálfvirka svarmiðlara UM-kerfis eða sækja lista yfir slíka miðlara í póstskipaninni.

New-UMAutoAttendant

Búa til nýjan sjálfvirkan UM-svarmiðlara. Þegar þú býrð til nýjan sjálfvirkan svarmiðlara UM-kerfis er hann tengdru við eina UM-hringiáætlun sem inniheldur lista yfir innanhússnúmer.

Remove-UMAutoAttendant

Eyða sjálfvirkum UM-svarmiðlara. Þetta eyðir einning tilvikum sjálfvirks svarmiðlara UM-kerfis úr tengdum UM-hringiáætlunum. Þegar sjálfvirkum svarmiðlara er eytt svarar hann ekki lengur símtölum í bein númer.

Set-UMAutoAttendant

Breyta stillingum fyrirliggjandi sjálfvirkum svarmiðlara UM-kerfis. Ekki er hægt að breyta sumum gildum sjálfvirka svarmiðlarans nema að honum sé eytt og nýrr búinn til.

Export-UMCallDataRecord

Flytja út hringigögn UM-kerfis fyrir tiltekna dagsetningu í .csv-skrá (comma separated value). Hægt er að sía hringigögn fyrir tiltekna hringiáæglun og IP-gáttir. Sé IP-gátt ekki tilgreind birtast öll hringigögn.

Get-UMCallDataRecord

Skoða hringigögn UM-kerfis fyrir tiltekið pósthólf sem gert hefur verið virkt fyrir UM-kerfi.

Get-UMCallSummaryReport

Skoða uppsöfnuð talnagögn fyrir öll móttekin eða hringd símtöl í póstskipan, þ.m.t. talskilaboð, ósvöruð símtöl, aðgang áskrifanda, sjálfvirkan svarmiðlara eða fax-skeyti.

Get-UMDialPlan

Skoða upplýsingar um tilteknar UM-hringiáætlanir eða sækja lista yfir UM-hringiáætlanir í póstskipaninni.

New-UMDialPlan

Búa til nýja UM-hringiáætlun.

Remove-UMDialPlan

Velja UM-hringiáætlun.

Set-UMDialPlan

Breyta eiginleikum fyrirliggjandi UM-hringiáætlunar.

Get-UMHuntGroup

Skoða upplýsingar um tiltekna UM-hringihópa eða sækja lista yfir UM-hringihópa í póstskipaninni. Ef þú vilt skoða tiltekinn UM-hringihóp þarftu að tilgreina heiti IP-gáttarinnar sem tengist hópnum, t.d. Get-UMHuntGroup MyUMIPGateway\MyUMHuntGroup1.

New-UMHuntGroup

Búa til nýjan UM-hringihóp sem notaður er til að tengja innhringingar við tilteknar UM-hringiáætlun. Þú þarft að búa til UM-hringihóp til að heimila samskipti á milli IP-gáttar og hringiáætlunar.

Remove-UMHuntGroup

Eyða UM-hringihóp. UM-hringihópur er einnig fjarlægður úr IP-gáttinni.

Disable-UMIPGateway

Gera IP-gátt UM-kerfis óvirka. IP-gátt UM-kerfis tekur ekki lengur á móti símtölum né hringir út.

Enable-UMIPGateway

Gera IP-gátt UM-kerfis virka. IP-gátt UM-kerfis svarar símtölum og hringir út gegnum IP-gáttina.

Get-UMIPGateway

Skoða upplýsingar um tiltekna IP-gátt UM-kerfis eða sækja lista yfir gáttir UM-hringihópa í póstskipaninni.

New-UMIPGateway

Búa til nýja UM IP-gátt.

Remove-UMIPGateway

Eyða UM IP-gátt.

Set-UMIPGateway

Breyta grunnstillingum UM IP-gáttar.

Disable-UMMailbox

Eyða UM-eiginleikum í pósthólfi sem gert hefur verið virkt fyrir UM-kerfi.

Enable-UMMailbox

Gera UM-eiginleika virka fyrir pósthólf.

Get-UMMailbox

Skoða UM-upplýsingar um tiltekin pósthólf sem virka fyrir UM-kerfi eða sækja lista yfir slík pósthólf í póstskipaninni.

Set-UMMailbox

Breyta UM-stillingum fyrir pósthólf sem gert hefur verið virkt fyrir UM-kerfi.

Get-UMMailboxPIN

Skoða upplýsingar sem fengnar eru með PIN-gögnum sem geymd eru dulkóðuð í pósthólfi notanda sem gert hefur verið virkt fyrir UM-kerfi. Þessi smáskipun sýnir einnig hvort pósthólf eða aðgangur notanda hafir verið útilokaður.

Set-UMMailboxPIN

Endurstilla PIN-númer fyrir pósthólf sem gert hefur verið virkt fyrir UM-reikning.

Get-UMMailboxPolicy

Skoða upplýsingar um tiltekinmar UM-pósthólfsreglur eða sækja lista yfir slíkar reglur í póstskipaninni.

New-UMMailboxPolicy

Búa til nýja UM-pósthólfsstefnu.

Remove-UMMailboxPolicy

Eyða UM-pósthólfsreglu. UM-pósthólfsreglu er ekki hægt að eyða sé vísað í hana frá öðrum pósthólfum sem virk eru fyrir UM-kerfi.

Set-UMMailboxPolicy

Breyta grunnstillingum fyrirliggjandi UM-pósthólfsreglu. Þessar stillingar eru m.a. PIN-reglur, textastillingar skeyta og hringihömlur.

Export-UMPrompt

Flytja út hljóðskrá sem notuð er sem kveðjuávarp fyrir UM-hringiáætlanir og sjálfvirka svarmiðlara.

Import-UMPrompt

Flytja inn sérstaka hljóðskrá sem notuð er í UM-hringiáætlunum og sjálfvirkum svarmiðlurum.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

Hjálp á skipanalínunni

Þú getur fengið hjálp fyrir einstakar smáskipanir á skipanalínunni. Notaðu hjálp í skipanalínu til að fá upplýsingar um færibreytur sem notaðar eru með hverri smáskipun og viðeigandi málskipan.

Hjálp í skipanalínu getur skilað misnákvæmum upplýsingum. Notaðu eftirfarandi skipanir til að fá hnitmiðaðri hjálp í skipunarlínunni. Lærðu meira um smáskipunina Get-Help og tengda málskipan í Microsoft Exchange Server hjálpinni: Að fá hjálp. Þó svo þetta efni vísi til Exchange Management Shell fyrir innanhúss notkunar Exchange þá á innihaldið einnig við um skýjaþjónustunar og Windows PowerShell með WinRM.

 

Skipunin Hjálp Lýsing Dæmi

Get-Help <cmdlet>

Veitir upplýsingar um notkun og málskipan smáskipunar.

Get-Help Get-Mailbox

Get-Help <cmdlet> -Examples

Sýnir dæmi um algenga notkun á smáskipun.

Get-Help Get-Mailbox -Examples

Get-Help <cmdlet> -Detailed

Veitir lýsingu á smáskipuninni, málskipan, heildarlista yfir breytur og notkun þeirra auk dæma.

Get-Help Get-Mailbox -Detailed

Póstskipanir í skýinu hafa aðgang að undirmengi allra Exchange-stjórnunarsmáskipana. Þessar póstskipanir hafa einnig aðgang að undirmengi allra breyta sem tiltækar eru fyrir þessar smáskipanir. Hjálpin í skipanalínunni greinir sem stendur ekki á milli uppsetningar innanhúss og í skýi. Þess vegna sérðu einhverjar smáskipanir og breytur í skipanalínuhjálpinni sem eiga ekki við tölvuþjónustu í skýi.

Almennt geturðu hundsað allar færibreytur sem vísa til efnislegra tilfanga. Ef upp koma villuboð sem segja að færibreyta finnist ekki eða smáskipun þekkist ekki þá ertu líkast til að reyna að nota færibreytu eða smáskipun sem er ekki heimiluð í úthlutun stjórnunarhlutverks þíns eða er ekki gild í póstskipan þinni.

Smáskipanir sem nú eru til staðar fyrir stjórnendur Exchange Online

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.