Ruslpóstsíun og heilbrigði skeyta

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-12-04

Allar útgáfur af tölvupóstþjónustu Microsoft í skýi nota Forefront Online Protection fyrir Exchange (FOPE) til að verjast ruslpósti og vefveiðum. Þegar skeyti berast til gáttaþjóns tölvupóstþjónustu í skýjum eru þau metin og þeim úthlutað öryggisstigi ruslpósts (SCL). Skeytið fær öryggisstigseinkunn ruslpósts, sem gefur til kynna líkurnar á því hvort skeytið er ruslpóstur, byggt á eiginleikum skeytisins, svo sem efni, skeytishaus o.s.frv. Öryggisstigið bætist við lýsigögn skeytisins þegar það ferðast um skýjapóstþjónustuna.

Öryggisstigið er tölugildi á milli 0 og 9. Há einkunn bendir til þess að skeytið sé líklegra til að vera ruslpóstur. Skýjapóstþjónustan hefur fasta þröskulda fyrir öryggisstig tölvupósts sem segja til um til hvaða aðgerðar skal grípa fyrir hvert gildi.

 

Þröskuldur öryggisstigs ruslpósts

Aðgerð

Öryggisstigið er 5 eða hærra.

Skeytið berst í tölvupóstþjónustu í skýjum og fer í ruslpóstmöppu notandans.

Öryggisstigið er 4 eða lægra.

Skeytið berst í tölvupóstþjónustu í skýjum og fer í innhólf notandans.

Notendur geta grunnstillt lista yfir örugga sendendur, þar sem tölvupóstur þeirra verður aldrei flokkaður sem ruslpóstur, og útilokaða sendendur, þar sem tölvupóstur þeirra verður alltaf afgreiddur sem ruslpóstur.

Notandastjórnuð ruslpóstsía

Öll pósthólf í tölvupóstþjónustum í skýjum hafa sjálfgefið kveikt á ruslpóstsíu. Notendur geta breytt hluta ruslpóststillinga í pósthólfum sínum. Meiri upplýsingar um hvernig notendur geta meðhöndlað ruslpóst eru í Ruslpóstsstillingar.

Stjórnendastýrt skeytaheilbrigði með FOPE

Þó að öll tölvupóstkerfi Microsoft í skýjum séu varin með FOPE-innviðum er aðstaða til að stýra eiginleikum sem snerta heilbrigði skeyta með stjórnendamiðstöð FOPE takmörkuð við Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki og Live@edu stjórnendur.

Eftirfarandi tafla lýsir eiginleikum er snerta heilbrigði skeyta sem þú getur stýrt í FOPE-stjórnendamiðstöðinni.

Frekari upplýsingar um stjórnun þessara atriða fyrir Microsoft Office 365 fyrir stór fyrirtæki, er að finna á Munur á eiginleikum FOPE in Office 365.

 

Svæði

Lýsing

Vörn gegn ruslpósti

Tengingar síaðar með DNS-byggðum útilokunarlista frá Microsoft.

Vörn gegn ruslpósti

Síun efnis frá ruslpóstsgreiningarliði Microsoft fyrir rauntíma ruslpóstsuppfærslur

Vörn gegn ruslpósti

Stuðningur fyrir örugga sendendur

Veiruvörn

Fjölveiruskönnunarvél í FOPE-gáttinni

Póststjórnun á innleið

Hvítlistun, sleppa listun

Póststjórnun á innleið

Grunnstilling og innleiðing TLS-kóðunar

Póststjórnun á innleið

Síun tengingar, efnis og stefnu

Póststjórnun á útleið

Sérsniðnar SMTP-beiningar á útleið

Póststjórnun á útleið

Grunnstilling og innleiðing TLS-kóðunar

Ruslpóstsíuferlið

Tvær gerðir ruslpóstsía eru notaðar áður en tölvupóstur er sendur til viðtakenda í pósthólfum í skýjum:

  • Tengingarsíun   Eftirlit er haft með magni skeyta sem berast frá einni IP-tölu. Tengingar frá einni IP-tölu sem senda mikið magn tölvupósts til eins eða fleiri viðtakenda í léninu þínu gætu verið grunaðar um að senda ruslpóst.

  • Efnissíun   Leitarorð og orðasambönd í efni og meginmáli skeyta eru greind til að meta hvort skeyti gæti verið ruslpóstur.

Lokað getur verið fyrir skeyti sem uppfylla síunarskilyrði eða þau sett í ruslpóstmöppu notanda. Þú getur einnig notað reglur sem ná yfir alla póstskipanina til að stjórna flæði tölvupósts í póstskipan þinni. T.d. gæti regla hafnað öllum tölvupósti sem inniheldur tiltekin leitarorð eða pósti sem kemur frá tilteknum stað.

Neyðarskeyti og tilkynningaskeyti

Í neyðartilvikum getur póstskipanin þurft að senda tilkynningaskeyti á alla notendurna í tölvupóstþjónustu í skýjum. Sumar póstskipanir nota neyðartilkynningaþjónustu þriðja aðila fyrir slíkt.

Til að tryggja að slík skeyti séu ekki meðhöndluð sem ruslpóstur af FOPE og allir notendur fái skeytin eins fljótt og auðið er skal viðhafa eftirfarandi öryggisráðstafanir:

Ef þú sendir tilkynningaskeyti til mikils fjölda notenda í einu skaltu hafa í huga að hver tenging tekur eingöngu við 100 skeytum. Ef fleiri en 100 skeyti eru í biðröð til tölvupóstþjónustu í skýjum verður tengingin rofin eftir 100 skeyti og innanhússpóstþjónar þurfa að endurtengjast til að senda næstu 100 skeyti. Því skaltu þróa áætlun um tilkynningaskeyti í neyðartilvikum svo þú getir sent póst á skjótan hátt til allra notenda án þess að fara yfir 100 skeyta hámarkið fyrir hverja tengingu. Besta leiðin til að gera þetta er að nota dreifingarhópa eða kvikan dreifingarhóp til að draga úr fjölda skeyta sem eru send í einu. Hópur er meðhöndlaður sem einn viðtakandi í takmörkunum tölvupóstsendinga. Frekari upplýsingar er að finna í Senda tilkynningaskeyti til allra notenda.

Ef þú notar neyðartilkynningaþjónustu þriðja aðila til að senda neyðartilkynningar til notenda skaltu hafa samband við fulltrúa skýjapóstþjónustunnar til að sannreyna að þjónustan sé samhæfð Windows Live.

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.