Frekari upplýsingar um tengda reikninga

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Þú getur tengst allt að fimm tölvupóstreikningum úr skýjareikningnum. Þannig geturðu sent, móttekið og lesið tölvupóstskeyti af þessum tengdu reikningum á Outlook Web App. Þú hefst handa með því að velja Valkostir > Sjá alla valkosti > Reikningur > Tengdir reikningar.

noteAth.:
Mögulega er þessi eiginleiki ekki í boði fyrir reikninginn þinn.
Tenging við aðra tölvupóstreikninga

Reikningurinn sem þú ert að tengjast leyfir líklega POP- eða IMAP-aðgang. Til eru tölvupóstþjónustur sem krefjast þess að þú gerir POP- eða IMAP-aðgang virkan með því að skrá þig inn á reikninginn. Aðrar þjónustur leyfa POP- eða IMAP-aðgang sjálfvirkt. Áður en þú tengist frá Outlook Web App skaltu tryggja að þú hafir gert POP- eða IMAP-aðgang virkan á reikningnum sem þú ert að tengjast. Upplýsingar um hvort gera þurfi POP- eða IMAP-aðgang virkan fyrir tölvupóstþjónustur sem eru oft notaðar má finna í Kveiktu á POP- eða IMAP-aðgangi til að tengjast öðrum reikningi.

Með Post Office Protocol (POP) 3. útgáfu getur tölvupóstforrit náð upplýsingum frá tölvupóstþjóni á Internetinu og hlaðið upplýsingunum niður í tölvupóstforrit í tölvunni þinni eða farsímanum. Internet Message Access Protocol (IMAP) útgáfa 4rev1 nær ekki aðeins í tölvupóst frá hinum tengda reikningnum þínum heldur afritar einnig allar möppur og merkjaskipulag af tengda reikningnum yfir á tölvuna þína eða farsímann. Frekari upplýsingar um POP og IMAP eru undir Notkun POP3- og IMAP4-tölvupóstforrita.

Sækja tölvupóst úr öðrum reikningum
Senda tölvupóst af netfangi tengda reikningsins

Þú getur sent og svarað pósti úr skýjareikningnum þínum með því að nota netfang tengds reiknings. Í tölvupóstskeytinu velurðu netfang tengda reikningsins úr fellilistanum í Frá. Þegar þú sendir skeyti með því að nota netfang tengds reiknings verður skeytið sent af skýjareikningnum þínum af hálfu netfangsins í tengda reikningnum. Ef þú getur ekki sent póst með netfangi tengda reikningsins skaltu athuga hvort þú hafir staðfest eignarhald þitt á reikningnum svo þú getir sent póst frá netfangi reikningsins. Í Valkostir > Reikningur > Tengdir reikningar smellirðu á tengilinn fyrir tengda reikninginn sem birtist í dálknum Aðgerð til að senda aftur staðfestingarpóst á tengda reikninginn. Skráðu þig svo inn á þann reikning og smelltu á tengilinn í staðfestingartölvupóstinum til að leyfa aðgang fyrir sendingar og svör fyrir það netfang á skýjareikningnum.

Innhólfsreglur notaðar til að raða skeytum sem hefur verið hlaðið niður

Þegar tengdum reikningi hefur verið bætt við er hægt að nota innhólfsregluna Móttekið í gegnum þennan reikning til að flytja skeyti úr þeim reikningi í tilgreinda möppu.

 1. Til að búa til regluna er smellt á Valkostir > Búa til innhólfsreglu.

 2. Smelltu á .

 3. Í glugganum Ný regla fyrir innhólf er smellt á Fleiri valmöguleikar.

 4. Undir Þegar skeyti berst og er smellt á Var sent eða móttekið og síðan smellt á Móttekið í gegnum þennan reikning.

 5. Veldu tengda reikninginn sem búa á til þessa reglu fyrir.

 6. Undir Gerðu eftirfarandi velurðu Flytja boð í möppu og fylgir síðan kvaðningunum til að velja eða búa til möppu til að flytja skeytið í.

 7. Smelltu á Vista til þess að ljúka við regluna.

Athuga stöðu tengds reiknings og tíðni sótts tölvupósts

Til að athuga stöðu tengds reiknings á skjótan hátt ferðu í dálkinn Staða fyrir tengda reikninginn undir Valkostir > Sjá alla valkosti > Reikningur > Tengdir reikningar. Eða smelltu á Upplýsingar fyrir reikninginn til að fá ítarlegar upplýsingar um tengistöðu í hlutanum Núverandi staða. Gagnlegar upplýsingar um tengda reikninginn eru í hlutanum Núverandi staða. Ef tengdi reikningurinn hefur ekki sótt neinn tölvupóst getur þessi hluti boðið gagnlegar upplýsingar um hvernig leysa skal vandamálið. Þegar þú hefur gert breytingarnar sem koma fram í hlutanum Núverandi staða skaltu smella á Vista og Outlook Web App reynir að hlaða niður pósti frá reikningnum. Mælt er með að þú leysir vandamál tengda reikningsins með því að nota upplýsingarnar sem koma fram í hlutanum Núverandi staða í stað þess að eyða tengingu reikningsins. Ef þú eyðir tengingu og býrð hana aftur til, verða öll skeytin sem þú varst búin(n) að hlaða niður sótt aftur.

Þegar þú bætir tengdum reikningi við í fyrsta sinn er tölvupóstur sóttur strax. Eftir fyrsta niðurhalið er tölvupóstur sóttur frá tengdu reikningunum þínum á klukkustundar fresti þegar þú ert ekki skráð(ur) inn á Outlook Web App. Þegar þú ert skráð(ur) inn á Outlook Web App er tölvupóstur sóttur oftar. Til að hlaða niður tölvupósti af tengdu reikningunum þínum getur þú hvenær sem er smellt á hnappinn Athuga skilaboð efst í listayfirliti skilaboða.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Ef þú tengist reikningi sem leyfir POP-aðgang er sjálfgefna virknin þannig að tölvupóstskeyti eru geymd bæði í pósthólfi tengda reikningsins og tölvupóstinum á skýjareikningnum þínum. Hins vegar geyma sumar þjónustur ekki afrit í innhólfinu nema þú farir í stillingar reikningsins og veljir valkostinn að geyma afrit þar.

 • Ef þú ert tengd/ur Hotmail-reikningi til að senda og móttaka tölvupóst þess reiknings skaltu skrá þig inn á Hotmail-reikninginn á minnst 120 daga fresti svo Hotmail-reikningnum sé ekki eytt. (Hotmail eyðir óvirkum reikningum til að verjast ruslpósti.)

 • Þú getur bætt við Hotmail-reikningi eða tölvupóstreikningi með IMAP- eða POP-aðgangi. Ef þú vilt að þér berist póstur frá reikningi sem hvorki er Hotmail-reikningur né styður POP- eða IMAP-aðgang þarftu að setja upp framsendingu tölvupósts. Athugaðu hjá tölvupóstveitunni hvort hún styðji framsendingu tölvupósts. Ef svo er getur þú framsent tölvupóstskeytin á hinum reikningnum á skýjareikninginn þinn.

 • Þegar þú tengist reikningi með því að nota POP-aðgang færðu e.t.v. ekki öll skeytin í innhólfi hins reikningsins. Athugaðu stillingarnar fyrir POP-aðgang í hinum reikningnum þínum ef þetta gerist.

 • Ef þú sérð ekki það efni sem þú býst við á tengdum reikningi gætirðu þurft að setja upp tvo reikninga og nota sama notandanafn og aðgangsorð. Sjá „Ég setti upp tengingu fyrir reikning utan Hotmail en Outlook Web App tengdist Hotmail-reikningi í staðinn“ á Algengar spurningar: Að sækja tölvupóst í tengda reikninga.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.