Upplýsingar um almenningshópa

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-03-19

Almenningshópur í samnýttri tengiliðaskrá póstskipanarinnar virkar á sama hátt og póstlisti. Fólk sendir tölvupóstskeyti á netfang almenningshópsins og þá er skeyti sent til allra aðila hópsins. Þú getur gengið í hópa sem fyrir eru eða búið til þinn eigin með því að velja Valkostir > Sjá alla valkosti > Hópar. Búðu til og hafðu umsjón með hópnum á svæðinu Mínir almennir hópar. Gakktu í eða farðu úr hópum í samnýttu tengiliðaskránni með því að velja Almennir hópar sem ég er hluti af.

noteAth.:
UNRESOLVED_TOKEN_VAL(<rte:Alert_FeatureNotAvailable>)

Hægt er að nota almenningshópa í ólíkum tilgangi. Hér eru nokkur dæmi:

  • Hópur sem heitir Kaffiklúbburinn, sem fólk getur gengið í til að senda skeyti á hópinn um allt sem tengist kaffi og kaffidrykkju.

  • Hópur sem heitir Tryggingar sem er aðeins fyrir tryggingafulltrúa innan ákveðins tryggingafyrirtækis þar sem þeir geta deilt upplýsingum um tryggingarnar.

Um almenningshópa
Mismunandi notendur hópa

Í almenningshópi eru eftirfarandi gerðir notenda, eftir því hver tengsl þeirra við hópinn eru.

Eigandi   Ef þú bjóst til almenningshóp ertu eigandi hans. Sem eigandi getur þú eytt hópnum, bætt við eða fjarlægt aðila, bætt við eða fjarlægt eigendur, tilgreint hverjir mega senda hópnum póst og stillt viðbótarvalkosti fyrir skeyti áður en þau eru send hópnum.

Aðrir eigendur   Ef þér er bætt við sem hópeiganda hefur þú sama stjórnunarstig yfir hópnum og stofnandi hópsins.

Aðili   Ef þú gengur í hóp úr tengiliðaskránni eða þér var bætt í hann getur þú sent hópnum skeyti og móttekið skeyti send á hópinn. Þú getur séð eigendur, aðila, ritstjóra og aðrar hópaupplýsingar úr tengiliðaskránni með því að smella á Upplýsingar fyrir hópinn.

Ritstjóri   Ef þú ert eigandi hóps og þú stofnaðir hópinn ert þú sjálfkrafa ritstjóri hans þegar þú gerir skeytasamþykki virkt í hópnum. Ef þér var bætt við sem eiganda en þú stofnaðir ekki hópinn getur þú bætt þér við sem ritstjóra hópsins. Sem ritstjóri geturðu bætt við öðrum ritstjórum, samþykkt eða hafnað skeytum áður en þau eru send hópnum og valið hvort sendendur skeyta eru látnir vita ef skeytin sem þeir senda eru ekki samþykkt.

Sendendur   Þú þarft ekki að vera aðili til að senda hóp skeyti. Sjálfgefið geta allir (einnig þeir sem ekki eru í samnýttu tengiliðaskránni) sent skeyti á almenningshóp.

Hópur búinn til eða honum eytt

Þú getur búið til eigin hóp á svæðinu Mínir almennir hópar. Frekari upplýsingar: Búa til almenningshóp. Ef þú vilt eyða hóp sem þú átt: Eyða almenningshóp sem þú átt.

Hópnum þínum breytt

Þegar þú býrð til hóp velurðu nokkra helstu valkostina og gefur hópnum nafn til birtingar, samnefni og lýsingu. Til að hafa umsjón með öllum stillingum hópsins smellirðu á Upplýsingar. Upplýsingar um allar tiltækar stillingar eru undir Breyta stillingum almenningshóps sem þú stofnaðir.

Hér eru nokkrar viðbótarstillingar sem þú getur breytt fyrir hópinn þinn:

  • Eign   Að sjálfgefnu ertu eigandi hóps sem þú býrð til. Þar sem þú stofnaðir hópinn ertu aðaleigandi hans og getur ekki fjarlægt þig sem eiganda. Ef þú reynir að gera það birtist villa. Þú getur þó einnig bætt öðrum úr tengiliðaskránni þinni við sem eigendum. Sem eigandi hóps getur þú bætt við og fjarlægt aðila, stjórnað því hverjir mega senda hópnum skeyti, stillt samþykki á skeytum sem berast hópnum og margt fleira. Þetta getur þú stillt í hlutanum Eign.

  • Aðild   Í þessum hluta geturðu bætt við aðilum að hópnum eða fjarlægt aðila úr honum.

  • Samþykkt aðildar   Í þessum hluta geturðu valið hvort fólk þarf samþykki til að fá aðgang að eða fara úr hópnum.

  • Stjórnun afhendingar   Þú getur stjórnað því hverjir senda hópnum skeyti. Í hlutanum Stjórnun afhendingar geturðu takmarkað heimildir til skeytasendinga á hópinn.

  • Samþykkt boða   Þú getur kveikt á samþykkt boða fyrir hópinn. Ef þú gerir það fara skeyti sem send eru hópnum fyrst í innhólfið þitt til samþykkis. Þú getur samþykkt eða hafnað skeytum frá sendandanum. Skeyti sendandans berst ekki aðilum hópsins þar til þú eða annar ritstjóri hópsins hefur samþykkt það. Þú getur einnig bætt fleiri við sem ritstjórum hópsins. Breyttu þessum valkostum í hlutanum Samþykkt boða.

Gengið í og hætt í hóp

Þú getur gengið í eða farið úr hópum í tengiliðaskránni með því að velja Almennir hópar sem ég er hluti af. Frekari upplýsingar um hóp fást með því að smella á Upplýsingar hjá völdum hópi. Þar eru upplýsingar um hópinn, til dæmis um hver er eigandi hans og hverjir eru meðlimir. Einnig er hægt að ganga í eða fara úr hópnum í upplýsingareitnum. Frekari upplýsingar: Ganga í eða hætta í almenningshóp.

Virkni innhólfsreglna

Ef þú hefur stillt innhólfsreglur sem eiga að bregðast við skeytum sem send eru hópi sem þú ert aðili að gætirðu viljað bæta við möguleika á að hætta vinnslu annarra reglna fyrir þessi skeyti. Það er gagnlegt ef þú vilt aðeins að ein reglnanna hafi áhrif á skeyti. Virkni reglna er eftir röð, þar sem byrjað er efst í reglulistanum og farið niður. Ef skeyti uppfyllir skilyrði fleiri en einnar reglu hefur hver þeirra áhrif á skeytið. Þú getur búið til reglur til að auðvelda flokkun skeyta sem berast í innhólfið. Frekari upplýsingar eru í Upplýsingar um innhólfsreglur.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.