Þessari umfjöllun fylgir myndskeið Þessari umfjöllun fylgir myndskeið

Leita að atriði

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-07-23

Þetta efnisatriði, sem inniheldur myndskeið, sýnir hvernig á að leita að atriðum í Outlook Web App. Í Outlook Web App er hægt að leita að atriðum í pósthólfi eða á netfangalista. Það er ekki leitargluggi í Dagbókinni, en fundarboð og svör við fundarboðum eru felld inn í leitarniðurstöður úr póstmöppum þar sem slíkt er geymt.

Hvernig leita ég að atriði?

 • Þú sérð leitarglugga efst á listanum yfir atriði í möppum fyrir tölvupóst, tengiliði eða verk. Smelltu á felliörina í leitarglugganum til að tilgreina hvar leitin á að fara fram:

  • Í þessari möppu

  • Í þessari möppu og undirmöppum

  • Öllum möppum og atriðum (Tölvupóstur)

  • Leita að öllum atriðum tengiliða (Tengiliðir)

  • Leita að öllum atriðum verka (Verk)

 • Þú getur einnig stillt sjálfgefna staðsetningu fyrir leit á einhverja af þessum tilteknu staðsetningum.

 • Smelltu á tvíoddana stækka tákn hægra megin við leitargluggann til að velja fleiri efnisatriði til að þrengja leitina. Í Tölvupóstur má þrengja leitina með eftirfarandi atriðum:

  • Niðurstöður í efnisreit og meginmáli, eingöngu í meginmáli eða eingöngu í efnisreit.

  • Atriði frá eða atriði send til tiltekins einstaklings eða hóps.

  • Atriði í tilteknum flokki (þessi valkostur er eingöngu í boði þegar leitað er í Tengiliðum eða Verkum).

 • Þegar þú hefur lokið við að grunnstilla leitina, ýtir þú á færslulykilinn eða LeitartáknLeita til að hefja leitina. Til að hætta við eða hreinsa leit, smellir þú á hætta við leit.

Myndskeið: Leita að atriði

Þetta myndskeið sýnir hvernig á að nota leitargluggann til að leita að atriðum í pósthólfi.

4873755a-8b1e-497e-bc54-101d1e75d3e7
noteAth.:
Þú verður að hafa Silverlight uppsett til að skoða þetta myndband. Til að fá upplýsingar um hvernig Silverlight er sett upp, sjá Sækja Silverlight.
Hvernig leita ég að netfangi?

 • Notaðu Leita að einhverjum efst í Outlook Web App glugganum. Sláðu inn hluta nafns þess sem þú leitar að og ýttu svo á færslulykilinn til að skoða lista yfir mögulegar samsvaranir. Smelltu á nafn einstaklingsins til að skoða tengiliðaupplýsingar hans.

Hvernig nota ég síu?

 1. Smelltu á örina við hliðina á Sía sía til að velja einn eða fleiri eiginleika fyrir síuna.

 2. Þegar þú smellir á örina birtist fellilisti með ýmsum eiginleikum. Veldu eiginleikana sem þú vilt nota og smelltu síðan á Nota.

 3. Ef þú vilt fjarlægja síuna smellir þú á Hreinsa síu hreinsa síu.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Til að leita eftir upphafi orðs eða heiti slærðu inn stjörnu (*) á eftir leitarorðinu. Til dæmis til að leita að einhverju sem byrjar á „sum“ skaltu slá inn „sum*“ í leitargluggann.

 • Þú getur leitað að atriði með því að nota eiginleika um ítarlega málskipan fyrirspurna, AQS (Advanced Query Search). Til að nota AQS slærðu inn leitarorð, tvípunkt og síðan atriðið sem á að leita að í leitarglugganum. Til að finna t.d. eitthvað sem inniheldur "tomorrow“, slærðu inn „subject:tomorrow".

   

  AQS-hugtak Lýsing

  From

  Leitar í línunni Frá.

  To

  Leitar í línunni Til.

  Cc

  Leitar í línunni Afrit.

  Falið afrit

  Leitar í línunni Falið afrit.

  Participants

  Leitar í línunum Til, Afrit og Falið afrit.

  Subject

  Leitar í efni.

  Body or Content

  Leitar í meginmáli.

  Sent

  Leitar að dagsetningunni sem skeytið var sent. Þú getur leitað að tiltekinni dagsetningu eða nokkrum dagsetningum aðskildum með tveimur punktum (..). Þú getur einnig leitað að afstæðum dagsetningum: Í dag, á morgun, í gær, þessa viku, í næsta mánuði, í síðustu viku, í síðasta mánuði. Þú getur leitað að vikudögum eða mánuðum ársins.

  Móttekið

  Leitar að dagsetningunni sem skeytið var móttekið. Þú getur notað sömu leitarorðin og fyrir Sent.

  Category

  Leitar í Flokkum.

  Attachment

  Leitar að tilteknu viðhengi. T.d. „attachment:bref.doc“ finnur viðhengi sem kallast bref.doc.

  Has

  Notaðu „has:flagg“ til að finna flaggað atriði.

 • Þegar þú notar AQS geturðu leitað með mörgum leitarorðum. Þegar þú færir inn mörg leitarorð, geturðu leitað að einhverjum, öllum eða orðréttum orðasamböndum.

  • Efni: Vöruáætlun finnur öll skeyti sem innihalda „vöru“ eða „áætlun“ í efnislínunni.

  • Efni: (Vöruáætlun) finnur öll skeyti sem innihalda bæði „vöru“ og „áætlun“ í efnislínunni.

  • Efni: „Vöruáætlun“ finnur öll skeyti sem innihalda orðasambandið „vöruáætlun“ í efnislínunni.

 • Þú getur fundið einhvern með því að smella á Tengiliðaskrá tengiliðaskrá efst í glugganum Sía sía til að skoða og leita í Tengiliðamöppunni eða samnýttu netfangaskrá póstskipanarinnar.

 • Þú átt einnig kost á að búa til leitarmöppu með síu með því að smella á Bæta síu við eftirlæti bæta við eftirlæti. Þegar þú smellir á Bæta síu við eftirlæti, birtist ný leitarmappa í Eftirlæti sem notar eiginleika síunnar. Ef þú smellir t.d. á Bæta síu við eftirlæti þegar sía sem birtir merkt skeyti í innhólfinu er virk, er möppu bætt við eftirlæti sem sýnir flögguð skeyti í innhólfinu. Frekari upplýsingar um Eftirlæti er að finna í Eftirlæti.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.