Upplýsingar um innhólfsreglur

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Reglur má nota til að raða aðsendum tölvupósti sjálfvirkt í möppur, til dæmis eftir sendanda skeytisins, viðtakanda og mikilvægi. Til dæmis er hægt að búa til reglu sem færir sjálfkrafa allan póst sem sendur er til hóps sem þú ert aðili að í ákveðna möppu.

noteAth.:
Þessar upplýsingar eiga við staðlaða útgáfu af Outlook Web App. Eiginleikinn sem er lýst er ekki í boði í Outlook Web App Light.
Hvernig er reglum stýrt?

Til að stjórna reglum er smellt á Valkostir> Búa til innhólfsreglu.

Þú getur notað flipann Innhólfsreglur til að búa til nýjar reglur og breyta eða eyða eldri reglum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Til að búa til nýja tóma reglu á flipanum Innhólfsreglur skaltu smella á reglur.

 • Þú þarft ekki að nota flipann Innhólfsreglur til að búa til reglu. Einnig er hægt að búa til reglur beint úr skeytum. Regla búin til beint úr skeyti:

  1. Hægrismelltu á skeytið í skeytalistanum.

  2. Smelltu á Búa til reglu eða opnaðu skeytið og smelltu svo á reglurBúa til reglu á tækjastikunni.

 • Reglur eru keyrðar neðan frá og upp í þeirri röð sem þær birtast í regluglugganum. Til að breyta röð reglnanna skaltu smella á regluna sem þú vilt færa og smella svo á örina upp fyrri eða niður næsta til að færa regluna þangað sem þú vilt hafa hana á listanum.

 • Sumar tegundir skeyta kalla ekki fram innhólfsreglur, m.a.:

  • Tilkynningar um afhendingarstöðu, þ.m.t. skýrslur um ósend atriði og kerfisskilaboð.

  • Staðfestingar á lestri og staðfestingar á móttöku sem verða til hjá tölvupóstbiðlara.

  • Sum sjálfvirk svör (vegna fjarveru).

 • Hægt er að búa til flóknari reglur með því að smella á Fleiri valkostir. Þegar þú hefur smellt á Fleiri valmöguleikar geturðu gert eftirfarandi:

  • Þú getur sett fleiri en eitt skilyrði fyrir reglunni.

  • Þú getur stillt fleiri en eina aðgerð fyrir regluna.

  • Þú getur bætt við undantekningum með því að smella á Bæta við undantekningu.

  • Þú getur kveikt og slökkt á Ekki vinna fleiri reglur. Sjálfgefið er kveikt á valkostinum að vinna ekki fleiri reglur. Þegar kveikt er á þessum valkosti er aðeins fyrsta reglan látin gilda ef skeyti berst sem uppfyllir skilyrði fleiri en einnar reglu. Án þessarar stillingar eru allar reglur sem skeytið uppfyllir skilyrði fyrir notaðar.

   Ef Ekki vinna fleiri reglur er ekki valið, svo dæmi sé tekið, og þú ert með reglu um að færa öll skeyti send á almenningshóp í ákveðna möppu og aðra reglu um að færa allt frá yfirmanni þínum í aðra möppu, og yfirmaðurinn þinn sendir svo skeyti á hópinn, fer afrit af skeytinu í báðar möppur. Ef þú vilt aðeins að reglan sem færir skeyti frá yfirmanninum þínum sé notuð skaltu færa þá reglu ofar á listann en regluna sem færir skeyti send til hópsins og breyta fyrstu reglunni með því að bæta við valkostinum um að vinna ekki fleiri reglur.

  • Þú getur breytt heiti reglunnar í reitnum Heiti.

 • Allar reglur sem þú býrð til taka upp pláss í földum hluta pósthólfsins. Þessi hluti er takmarkaður við 64 KB. Raunverulegt pláss sem regla tekur fer eftir ýmsum þáttum, svo sem lengd heitis og fjölda skilyrða sem þú hefur sett fyrir henni. Þegar 64 KB hefur verið náð færðu tilkynningu um að ekki sé hægt að búa til fleiri reglur. Gerist það þarftu að eyða eða einfalda einhverjar af reglunum sem fyrir eru áður en þú býrð til fleiri. Leiðir til að minnka pláss sem regla tekur eru meðal annars að:

  • Eyða reglum sem þú þarft ekki lengur á að halda.

  • Stytta heiti reglnanna.

  • Sameina eina eða fleiri reglur sem gera það sama.

  • Fjarlægja skilyrði úr reglum.

 • Þegar þú stofnar framsendingarreglu geturðu bætt við fleiri en einu tölvupóstfangi til að framsenda á. Fjöldi tölvupóstfanga sem þú getur framsent á getur veið takmarkaður, eftir stillingunum á reikningnum þínum. Ef þú bætir við fleiri tölvupóstföngum en leyfileg eru mun framsendingarreglan þín ekki virka. Ef þú býrð til framsendingarreglu með fleiri en einu tölvupóstfangi skaltu prófa hana til að ganga úr skugga um að hún virki.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.