Bæta við undirskrift

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Undirskrift tölvupósts er texti sem er hægt að setja í lok tölvupóstskeyta sem þú sendir.

noteAth.:
Þetta efnisatriði á við staðlaða útgáfu af Outlook Web App. Til að lesa um þennan eiginleika fyrir Outlook Web App Light, sjá Valkostir > Skilaboð.
Hvernig bý ég til undirskrift?

 1. Efst á síðunni Outlook Web App smellirðu á Valkostir > Sjá alla valkosti > Stillingar > Póstur.

 2. Í reitnum Undirskrift tölvupósts slærðu inn og forsníður undirskriftina.

  Ef þú notar bæði Outlook Web App og Outlook og vilt nota undirskrift í báðum þarftu að búa til undirskrift í hvoru fyrir sig.

 3. Til að bæta undirskriftinni þinni við öll send skeyti velurðu gátreitinn Nota undirskriftina sjálfkrafa í öllum skeytum sem ég sendi.

 4. Smelltu á Vista eða ýttu á CTRL+S.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Ef þú velur ekki reitinn til að bæta undirskriftinni þinni við öll send skeyti áttu samt kost á að bæta henni við stök skeyti.

  1. Búðu til undirskrift eins og lýst er hér á undan, en ekki velja gátreitinn Nota undirskriftina sjálfkrafa í öllum skeytum sem ég sendi .

  2. Þegar þú býrð til nýtt skeyti, bættu þá undirskriftinni þinni við með því að smella á Setja inn undirskrift undirskrift á tækjastikunni.

 • Ekki er hægt að nota mynd (svo sem .gif eða .tif) í undirskriftinni í Outlook Web App.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.