Eftirlæti

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2009-08-16

Hægt er að nota möppuna Eftirlæti í yfirlitssvæðinu til að geyma flýtileiðir sem eru notaðar reglulega.

Hvernig bæti ég möppu við Eftirlæti?

Þú getur bætt möppu við Eftirlæti á tvo vegu:

  • Smelltu á möppuna sem þú vilt bæta við Eftirlæti og dragðu hana yfir á Eftirlæti.

  • Hægrismelltu á möppuna sem þú vilt bæta við Eftirlæti og veldu Bæta við eftirlæti.

Hvernig fjarlægi ég möppu úr Eftirlæti?

  • Hægrismelltu á möppuna sem þú vilt fjarlægja úr Eftirlæti og smelltu síðan á Fjarlægja úr eftirlæti. Ef þú smellir á Eyða, verðurðu beðin/n um hvort þú viljir eyða möppunni eða fjarlægja hana úr Eftirlæti. Þegar þú hefur valið skaltu smella á Í lagi, eða smella á Hætta við til að hætta án þess að fjarlægja eða eyða möppu úr Efirlæti.

  • Ef þú velur Eyða henni, verður möppunni eytt úr pósthólfinu.

Hvernig raða ég möppum í Eftirlæti?

  • Þegar þú dregur möppu yfir í Eftirlæti sérðu línu sem sýnir hvar mappan verður staðsett. Eftir að möppu hefur verið bætt við Eftirlæti geturðu fært hana ofar eða neðar í listanum Eftirlæti með því að hægrismella á hana og smella síðan á færa uppFæra ofar í lista eða færa niðurFæra neðar í lista.

  • Ekki er hægt að falda möppur í Eftirlæti. Ef þú býrð til flýtileið í Eftirlæti fyrir möppu sem hefur undirmöppur geturðu ekki séð undirmöppurnar í Eftirlæti.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.