Hafist handa með Outlook Web App

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2013-01-11

Outlook Web App gerir þér kleift að nota vafra til að opna pósthólfið í öllum tölvum með nettengingu. Hægt er að nota vafrann til þess að lesa og senda tölvupóstskeyti, skipuleggja tengiliði, stofna verk og stjórna dagbók.

Efni

Studdir vafrar

Unnið með skeyti

Notkun dagbókar

Tengiliðir og hópar

Sérsnið

Aðgengi

Hjálp fengin

Útskráning

Aðrar leiðir til þess að tengjast pósthólfinu

Studdir vafrar

Þú getur opnað pósthólfið í öllum vöfrum sem styðja HTML 3.2 og ECMA. Þeirra á meðal eru Internet Explorer Mozilla Firefox, Apple Safari, Chrome og aðrir vafrar á tölvum sem keyra UNIX, Apple Macintosh eða Microsoft Windows. Frekari upplýsingar er að finna í Vafrar sem styðja Outlook Web App. Outlook Web App Light er einfaldari útgáfa af Outlook Web App sem styður næstum hvaða vafra sem er.

Unnið með skeyti

Þú getur lesið og sent tölvupóstskeyti og þar að auki sérsniðið skeytin, með því t.d. að bæta viðhengjum við, beðið um kvittun þegar skeyti er lesið eða því komið til skila og bætt flokkum við skeyti.

Þú notar möppur til að halda utan um skeytin á sama hátt og skráakerfi er notað til að halda utan um pappíra. Þú getur haft umsjón með skeytin sem þú færð með því að nota reglur sem flokka þau í mismunandi möppur.

Það er sjálfgefið að Outlook Web App notar samtalsyfirlit í öllum tölvupóstmöppum þegar lessvæðið er opið. Samtalsyfirlit sýnir öll skeyti viðkomandi samtals í einum glugga. Frekari upplýsingar er að finna í Frekari upplýsingar um samtöl.

Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með skilaboð eru í Póstur.

Notkun dagbókar

Dagbókin í pósthólfinu er eins og venjuleg dagbók en hefur fjölda eiginleika til viðbótar. Þegar þú bætir erindi í dagbókina áttu þess kost að sérstilla það á margan hátt, bæta til dæmis við viðhengjum, fylla út eins mörg smáatriði og þörf er á, setja áminningu eða stilla erindið sem endurtekið þannig að því er bætt sjálfvirkt við dagbókina með reglubundnum hætti.

Fyrir utan að búa til erindi, áttu þess einnig kost að setja inn fundi. Fundur er svipaður og erindi, nema að þú sendir fundarboð til annarra. Hver fundargestur fær sendan tölvupóst með ítarlegum upplýsingum um fundinn. Það veltur á tölvupóstþjónustunni þeirra, en hugsanlega geta þeir notað móttekið skeyti til að bæta fundinum í sína eigin dagbók.

Sjá Dagbók til þess að fá frekari upplýsingar um hvernig á að stjórna dagbók.

Tengiliðir og hópar

Mappan Tengiliðir í pósthólfinu þínu er eins og Rolodex eða nafnaskrá, með færslu fyrir hverja persónu eða hóp sem þú vilt geyma upplýsingar um. Hægt er að búa til tengilið til að geyma upplýsingar um einstakling eða fyrirtæki sem þú ert í samskiptum við.

Hópar gera þér kleift búa til staka færslu sem inniheldur fjölda tengiliða. Þegar skeyti er sent á hópinn fer það til allra tengiliða hópsins.

Frekari upplýsingar um tengiliði og hópa er að finna í Tengiliðir.

Ef þú hefur pósthólf í skýjum getur þú flutt inn tengiliði frá öðrum tölvupóstreikningum. Frekari upplýsingar er að finna í Flytja inn tengiliði.

Sérsnið

Pósthólfið þitt er tilbúið til notkunar um leið og þú skráir þig inn. Þú þarft ekki að breyta stillingum eða kveikja eða slökkva á neinu áður en þú hefst handa við að senda og taka á móti tölvupósti. Hins vegar gætirðu samt sem áður viljað breyta einhverjum stillingum í samræmi við eigin þarfir.

Þú getur m.a. látið kanna stafsetningu sjálfkrafa í tölvupóstskeytum áður en þau eru send, bætt undirskrift við send skeyti og valið sjálfgefna leturgerð fyrir skeytin.

Frekari upplýsingar um hvernig Outlook Web App er sérsniðið eru í Hliðsjónarefni um valkosti.

Aðgengi

Til er léttari útgáfa sem er fínstillt fyrir blinda eða sjónskerta notendur. Frekari upplýsingar er að finna í Outlook Web App Light.

Hjálp fengin

Til að fá hjálp í glugganum sem þú ert með opinn smellirðu á hjálpartáknið hjálp á tækjastikunni.

Ef þú veist hver stjórnar tölvupóstkerfinu þínu skaltu hafa samband við hann til að fá upplýsingar um hvernig á að nota Outlook Web App í gegnum innra net eða internetið.

Útskráning

Þegar þú hefur lokið við vinnu þína í pósthólfinu skaltu gæta þess að smella á Skrá út á tækjastikunni og loka öllum gluggum vafrans. Útskráning kemur í veg fyrir að einhver noti tölvuna til að fá aðgang að pósthólfinu þínu. Þó að ætlunin sé að nota tölvuna áfram til að heimsækja aðrar vefsíður skaltu samt sem áður smella á Skrá út og loka öllum gluggum vafrans eftir hverja lotu.

Aðrar leiðir til þess að tengjast pósthólfinu

 • Tengjast pósthólfinu með því að nota uppáhalds tölvupóstforritið   Auk þess að nota Outlook Web App getur þú opnað pósthólfið þitt með því sem hér fylgir:

  • Office Outlook 2007.

  • Farsímar sem keyra Windows farsímahugbúnað og styðja Exchange ActiveSync, þar á meðal Windows Mobile 5.0 og Windows Mobile 6.0. Frekari upplýsingar er að finna í Setja upp tölvupóstreikning í farsímanum.

  • Farsímar sem nota POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit, til dæmis Apple iPhone.

  • POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit, til dæmis Outlook Express, Entourage fyrir MAC OS X, Mozilla Thunderbird og Windows-póst.

  Frekari upplýsingar: Uppsetning á tölvupósti.

 • Grunnstilla talhólf   Hægt er að virkja talhólf með því að bæta farsímanúmerinu við reikninginn. Með því að virkja talhólf geturðu móttekið talskilaboð send í farsímann í innhólfinu þínu. Frekari upplýsingar er að finna í Talhólf.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Outlook Web App kann að rjúfa sjálfkrafa tengingu við pósthólfið þitt eftir tiltekinn óvirknitíma til að verja pósthólfið fyrir utanaðkomandi aðgangi, en þetta er háð grunnstillingu netþjónsins sem hýsir pósthólfið þitt.

 • Mögulega eru einhverjir eiginleikar sem lýst er í Hjálpinni ekki tiltækir, en það veltur á grunnstillingu þjónsins sem hýsir pósthólfið þitt.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.