Vinna með möppur

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-11-23

Skeyti sem berast eru sjálfgefið geymd í innhólfinu. Hægt er að skipuleggja tölvupóst í stigskipt möppukerfi, sem móta má að eigin þörfum.

Hvernig bý ég til nýja póstmöppu?

 1. Í Yfirlitssvæði skaltu smella átölvupósturPóstur til að sjá lista yfir allar möppur í innhólfinu.

 2. Hægrismelltu á möppuna þar sem þú vilt búa til nýja möppu. Til dæmis til að búa til undirmöppu í innhólfinu skaltu hægrismella á Innhólf. Til að búa til nýja möppu á sama stigi og Innhólfið er hægrismellir þú á nafn þitt efst í möppulistanum.

 3. Smelltu á Búa til nýja möppu.

 4. Sláðu inn heiti fyrir nýju möppuna.

 5. Ýttu á ENTER til að vista breytingarnar.

Hvernig bý ég til nýja dagbókarmöppu?

 1. Smelltu á DagbókDagbók á yfirlitssvæðinu.

 2. Smelltu á Búa til nýja dagbók.

 3. Sláðu inn heiti fyrir nýju dagbókina.

 4. Ýttu á ENTER til að vista breytingarnar.

Hvernig bý ég til nýja tengiliðamöppu?

 1. Smelltu á tengiliðurTengiliðir á yfirlitssvæðinu.

 2. Smelltu á Búa til nýja möppu.

 3. Sláðu inn heiti fyrir nýju tengiliðamöppuna.

 4. Ýttu á ENTER til að vista breytingarnar.

Hvernig bý ég til nýja verkefnamöppu?

 1. Smelltu á verkVerk á yfirlitssvæðinu.

 2. Smelltu á Búa til nýja möppu.

 3. Sláðu inn heiti fyrir nýju verkmöppuna.

 4. Ýttu á ENTER til að vista breytingarnar.

Hvernig er möppu eytt?

 1. Smelltu á tölvupósturPóstur á yfirlitssvæðinu til að skoða lista yfir allar möppur í pósthólfinu.

 2. Hægrismelltu á möppuna sem eyða skal.

 3. Smelltu á Eyða Eyða í valmyndinni.

Hvernig er mappa endurnefnd?

 1. Smelltu á tölvupósturPóstur á yfirlitssvæðinu til að skoða lista yfir allar möppur í pósthólfinu.

 2. Hægrismelltu á möppuna sem þú vilt endurnefna og smelltu svo á Endurnefna.

 3. Sláðu inn heiti fyrir nýju möppuna og ýttu svo á ENTER.

Hvernig flyt ég eða afrita möppu?

Hægt er að flytja eða afrita möppur með tvennum hætti.

Með því að draga

 1. Smelltu á tölvupósturPóstur á yfirlitssvæðinu til að skoða lista yfir allar möppur í pósthólfinu.

 2. Til að færa möppu skaltu draga hana á staðinn sem þú vilt færa hana á.

 3. Til að afrita möppu heldurðu CTRL-lyklinum inni um leið og þú dregur möppuna þangað sem þú vilt afrita hana. Plúsmerki birtist við hliðina á bendlinum þegar þú dregur möppuna.

Með því að nota valmyndina sem birtist þegar þú hægrismellir

 1. Smelltu á tölvupósturPóstur á yfirlitssvæðinu til að skoða lista yfir allar möppur í pósthólfinu.

 2. Hægrismelltu á möppuna sem þú vilt færa eða afrita og smelltu síðan á færa möppuFæra möppu eða afrita möppuAfrita möppu í valmyndinni. Þá opnast nýr gluggi sem sýnir möppurnar sem hægt er að færa eða draga til Veldu möppuna sem þú vilt færa eða afrita í og smelltu síðan á Færa eða Afrita.

 3. Einnig má búa til nýja möppu til að færa eða afrita í með því að smella á Búa til nýja möppu í glugganum Færa í möppu eða Afrita í möppu.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Möppurnar sem þú býrð til geta verið á sama stigi og sjálfgefnu möppurnar þínar, t.d. innhólfsmappan og mappan Send atriði. En þú getur líka búið til undirmöppur í hvaða tölvupóstmöppu sem til staðar er. Til dæmis er hægt að búa til undirmöppur innan innhólfsmöppunnar. Möppur sem eru búnar til innan Dagbókar, Tengiliða eða Verka eru undirmöppur þessara mappna. Undirmöppur sem eru búnar til verða sömu gerðar og yfirmappan. Ef þú býrð til dæmis til undirmöppu innan Dagbókarmöppunnar, þá verður sú mappa líka dagbókarmappa.

 • Þú gætir þurft gæti að endurhlaða vafrann til að skoða möppur sem nýbúið er að búa til innan möppulistans.

 • Ef þú vilt búa til einkaupplýsingarmöppu sem undirmöppu innan tölvupóstmöppu, þá geturðu búið til möppuna og fært hana síðan þangað sem þú vilt hafa hana. En sumar möppur, til dæmis Innhólfsmöppuna, er ekki hægt að færa á annan stað.

 • Sumar möppur, til dæmis Innhólfsmöppuna, er ekki hægt að endurnefna. Ef ekki er hægt að endurnefna möppu þá er valkosturinn Endurnefna dekktur í valmyndinni.

 • Þegar þú hefur eytt möppu færist hún í möppuna Eydd atriði. Mappan hefur ekki verið fjarlægð varanlega fyrr en þú hefur tæmt möppuna Eydd atriði eða eytt möppunni handvirkt úr Eydd atriði.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.