Leit að afhendingarskýrslum skeyta

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Live@edu

Efni síðast breytt: 2011-03-19

Hægt er að nota flipann Afhendingarskýrslur til að fá upplýsingar um afhendingarstöðu skeyta sem þú hefur sent eða sem þér hafa borist. Með því að nota afhendingarskýrslur geturðu framkvæmt eftirfarandi:

 • Leitað að skeytum sem þú sendir.

 • Leitað að skeytum sem þér hafa borist.

 • Notaðu reitinn Leita að þessum orðum í efnislínu til að þrengja leitina.

noteAth.:
UNRESOLVED_TOKEN_VAL(<rte:Alert_NotSupportedinLight>)
Hvernig fæ ég afhendingarupplýsingar um skeyti?

 1. Í Outlook Web App, smellirðu á Valkostir > Sjá alla valkostiFlokka tölvupóst > Afhendingarskýrslur.

 2. Veldu einn af eftirfarandi reitum:

  • Leita að skeytum sem send voru til   Hafðu reitinn auðan til að skoða skýrslur yfir öll skeyti sem þú hefur sent. Smelltu á Velja notendur til að velja viðtakendur úr samnýttu tengiliðaskránni eða sláðu inn netföng allra viðtakenda í reitinn Til og aðskildu þau með semíkommu eða kommu. Þegar þú hefur lokið við að bæta viðtakendum við leitina smellirðu á Í lagi.

  • Leita að skeytum frá   Þú getur eingöngu fært inn eitt netfang fyrir hverja leit. Smelltu á Velja notanda til að velja netfang sendanda skeytis úr samnýttu tengiliðaskránni eða sláðu allt netfang sendandans inn í reitinn Velja. Þegar þú hefur valið smellirðu á Í lagi.

  • Leita að þessum orðum í efnislínu   Notaðu þennan reit til að þrengja leitarniðurstöður. Skrifaðu innan gæsalappa alla efnislínuna sem þú vilt fá afhendingarupplýsingar um eða hluta hennar.

  Smelltu á Leita eða smelltu á Hreinsa til að hefja nýja leit.

Hvernig sé ég afhendingarupplýsingar um skeyti?

Í svæðinu Leitarniðurstöður skaltu tvísmella á skeyti til að skoða afhendingarupplýsingar. Þú getur einnig valið skeytið og smellt á Afhendingarskýrslur. Fáðu frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar í Innihald afhendingarskýrslu. Ef ekki er hægt að birta afhendingarskýrslu eða flipinn Afhendingarskýrslur birtist ekki undir tölvupóstsvalkostum í Outlook Web App, skaltu kanna hvort vafrinn þinn er studdur fyrir Outlook Web App. Frekari upplýsingar er að finna í Vafrar sem styðja Outlook Web App.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.