Þessari umfjöllun fylgir myndskeið Þessari umfjöllun fylgir myndskeið

Aðgangur að reikningi með IMAP- eða POP-tölvupóstforritum

 

Á við: Office 365 for professionals and small businesses, Office 365 for enterprises, Microsoft Exchange, Live@edu

Efni síðast breytt: 2012-07-31

Ef tölvupóstreikningurinn þinn styður POP3 og IMAP4 geturðu valið úr nokkrum mismunandi POP3- og IMAP4- tölvupóstforritum til að tengjast honum. Tölvupóstforritin styðja mismunandi eiginleika. Frekari upplýsingar um eiginleika sem tiltekin POP3- og IMAP4-tölvupóstforrit bjóða er að finna í fylgigögnum með hverju forriti.

Ef póstforritið sem þú notar styður Exchange-reikninga (til dæmis Microsoft Outlook, Microsoft Entourage 2008 eða Apple Mail fyrir Mac) mælum við með því að Exchange-tenging sé sett upp fyrir reikninginn frekar en POP- eða IMAP-tenging. Exchange-tengingar styðja fleiri eiginleika en POP- eða IMAP-tengingar. Frekari upplýsingar er að finna í Studd póstforrit og eiginleikar.

noteAth.:
Ef þú veist ekki hvort tölvupóstreikningurinn þinn styður POP3 og IMAP4 skaltu hafa samband við aðilann sem sér um pósthólfið þitt (stundum kallaður tölvupóststjóri).
Leiðbeiningar fyrir Amazon Kindle Fire

Leiðbeiningar fyrir POP3- og IMAP4-póstforrit

Ef forritið sem þú notar er ekki skráð fyrir ofan skaltu nota eftirfarandi upplýsingar til þess að setja það upp og sækja póstinn þinn:

 • Notandanafn   Færðu inn notandanafn þitt (til dæmis, tony@contoso.com).

 • Aðgangsorð   Færðu inn aðgangsorðið.

 • Sannvottun   Notaðu sama notandanafn og aðgangsorð til þess að sannvotta við þjón fyrir aðsendan eða sendan póst. Ekki nota „Sannvottun með öruggu aðgangsorði“.

 • Þjónsheiti, tengisnúmer og dulritunaraðferðir   Þú þarft að skoða eigin POP3-, IMAP4- og SMTP-stillingar áður en þú setur upp POP3- eða IMAP4-tölvupóstforrit.

  Horfðu á þetta myndskeið til að læra hvernig hægt er að finna þjónsstillingar fyrir POP- eða IMAP-tölvupóstforrit.

  4873755a-8b1e-497e-bc54-101d1e75d3e7

  Skráðu þig inn í tölvupóstreikninginn með Outlook Web App til að finna þjónsstillingarnar. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu smella á Valkostir > Skoða alla valkosti > Reikningur > Reikningurinn minn > Stillingar fyrir POP-, IMAP- og SMTP-aðgang. Netþjónanöfnin POP3, IMAP4 og SMTP og aðrar stillingar sem þú kannt að þarfnast eru tilgreindar á síðunni Samskiptareglustillingar ,undir POP-stilling , IMAP-stilling og SMTP-stilling.

  noteAth.:
  Ef það stendur Ekki tiltækt hjá POP-stillingu, IMAP-stillingu og SMTP-stillingu kann að vera að notkun á POP eða IMAP-tölvupóstforritum sé ekki uppsett á reikningnum þínum. Frekari upplýsingar er að finna hjá þeim aðila sem hefur umsjón með tölvupóstreikningum þínum.

Hvað annað er gott að hafa í huga?

 • Secure Sockets Layer (SSL) og Transport Layer Security (TLS) eru aðferðir sem styrkja samskipti milli tölvunnar og tölvupóstþjónsins. Sum tölvupóstforrit vísa í SSL og TLS sem „dulkóðun“. Í flestum tölvupóstforritum þarftu að opna stillingu eða flipa merktan Ítarlegt til þess að stilla SSL fyrir POP- og IMAP-tengingar og TLS fyrir SMTP tengingar.

 • Tölvupóstforritið þitt reynir hugsanlega sjálfkrafa að nota tengi 110 ef þú notar POP eða tengi 143 ef þú notar IMAP. Ef tölvupóstforritið þitt sýnir tengi 110 eða 143 skaltu velja SSL-dulritun. Sláðu svo inn 995 sem númer tengis í stað sjálfgefna tengisnúmersins (110) ef þú notar POP eða 993 í stað sjálfgefna tengisnúmersins (143) ef þú notar IMAP.

 • Tölvupóstforritið gæti reynt að nota sjálfkrafa þjónstengi 25 fyrir SMTP. Ef tölvupóstforritið þitt sýnir tengi 25 fyrir SMTP skaltu velja TLS-dulritun. Sláðu svo inn 587 í stað sjálfgefna tengisnúmersins 25.

 • Ef tölvupóstreikningurinn þinn er af þeirri gerð sem krefst skráningar þarftu að skrá hann í fyrsta skiptið sem þú skráir þig inn í Outlook Web App. Tenging við tölvupóstreikninginn þinn gegnum POP3 eða IMAP4 mun mistakast ef þú hefur ekki skráð reikninginn þinn í Outlook Web App. Þegar þú hefur skráð þig inn skaltu skrá þig út. Reyndu svo að tengjast með POP3- eða IMAP4-forritinu. Frekari upplýsingar um hvernig þú getur skráð þig inn á reikninginn þinn með Outlook Web App er að finna í Hvernig á að skrá sig inn í tölvupóstinn með því að nota vafra. Ef þú átt í erfiðleikum með innskráningu, sjáAlgengar spurningar: Vandamál með innskráningu og aðgangsorð eða hafðu samband við aðilann sem stjórnar tölvupóstreikningnum þínum.

Hvar finn ég frekari upplýsingar?

 
Tengd hjálparefni
Hleður ...
Engin tilföng fundust.